Hermes - 01.12.1960, Qupperneq 3
Fyrsti kennarinn
yfirgefur Bifröst
Þetta eiga ekki að vera eftir-
mæli, þótt tilefnið sé saknaðar-
kennt: Fyrsti kennarinn af þeim,
sem störf hófu við Samvinnuskól-
ann, er hann fluttist til Bifrastar,
er farinn.
En iát huggast! Hróar er ekki
farinn í merkingu eftirmælanna,
heldur er hann fluttur frá Bifröst
og hættur að kenna þar. Eftirmann
hans þekkjum við ekki og skal því
enginn dómur á hann lagður, en
okkur sem þekktum Hróar og ým-
ist stirnuðum eða svitnuðum und-
ir hans handleiðslu þykir skarð fyr-
ir skildi, er Hróars nýtur ekki leng-
ur við í Bifröst.
Þáttur Hróars í mótun félagsanda
í Bifröst er ekki ómerkur, þar sem
hann fékk fyrstur skólamanna hér
á landi það starf að skipuleggja tóm-
stundastörf nemenda heils skóla.
Þótt ekki væru allir ánægðir með
afskipti hans, verður því ekki móti
mælt (nú, þegar hann er farinn),
að hans þáttur í kennslunni stóð
framlagi hinna kennaranna hvergi
að baki, þótt á öðru sviði væri.
Hróar er maður ekki hár vexti,
en þéttur bæði á velli og í lund.
Enginn var sá, sem þrjózkaðist við
að fara i útivist, ef Hróar brosti
við honum, boð hans og bönn voru
lög. Þótt Hróar beitti ekki vöðva-
afli, vissu allir, að hann átti það
til, og forðuðust að hafa afskipti
af því.
Það er ekki vist, að allir hafi gert
sér grein fyrir því, hve ríkan þátt
í þróun skólabragsins Hróar átti.
Fyrir kom, að skólastjóri var lang-
dvöium að heiman, og þá var svo
að sjá, sem nemendur væru eftir-
Hróar Björnsson
— Hreinsunareldinum lokað —
litslausir með öllu, höfuðlaus her.
En í raun og veru mun það hafa
verið Hróar, sem stýrði hernum,
og gerði það á svo ljúfan og lát-
lausan hátt, að enginn eða a.m.k.
mjög fáir veittu því athygli, að hann
væri að stjórna.
Stundum kom það fyrir, að nem-
endur væru ekki sem hrifnastir af
Hróari og ræddu um galla hans
sín á milli. Ekki hvað sízt bar á
þessu í sambandi við lokunartíma
á kvöldin, þegar nokkur vanhöld
vildu verða á herrans hjörð, og
einn og einn vanskilagemlingur var
að gefa sig fram eftir að hurðum
hafði verið læst og biðja um að fá
að fara í sína kró. Bar þá stundum
Framhald á 15. síðu.
HERME S
3