Hermes - 01.12.1960, Side 5

Hermes - 01.12.1960, Side 5
var þáttur sem nefndur var hjóna- þáttur, en þar stóðu trúlofuðu pör- in í eldinum miðjum, sem oftar. Þáttur þessi var í því fólginn að herrann var sendur fram, meðan daman var spurð um ýms atriði varðandi samband þeirra og kynn- ingu. Síðan var herrann kallaður inn og spurður sömu spurninga. Voru svörin í mörgum tilfellum œði mismunandi, og var mjög spaugi- legt að sjá hve hann var vandræða- legur er hann var að gizka á til að losa sig úr klípunni. Þau hjónaefni sem samstilltust svörin höfðu, fengu sem verðlaun veglegan lampa. Svo kom kynnirinn á ný og mælti: „Jæja, þá ætla ég að segja ykk- ur einn jróðan", en þarna fékk hann hlátursgusu framan í sig, því þetta var sá albezti, sem hann hef- ur sagt. Kútveltist nú hangikjöt- ið í maganum af hlátrinum. Næsta atriði var smá leikæfing, er efni- legur leikstjóri sá um, og var hann svo tungulipur að hann fékk leik- endurna að gera nákvæmlega það sem hann sagði þeim, en það hefðu fáir aðrir getað gert. í lokin fylgdi svo bráðskemmtileg smásaga. Þar með var þessum mjög svo góðu skemmtiatriðum lokið, að undan- skildum dansinum. En áður var smáhlé sem notað var fyrir kaffi- drykkju og kökuát, svona til að laga svolítið um hangikjötið sem allt hafði farið í rugling, af hlátr- inum. Hljómsveit SVS frá vetrin- um áður lék fyrir dansinum, varla var á betri hljómsveit kosið því allt voru þetta snillingar á sínu sviði hvort sem var heldur með hljóð- færi, munninn eða eiginlega hvað sem var. Dunaði nú dansinn með ýmsum afbrigðum af miklu fjöri fram undir morgun, og var rétt búið að slíta honum við sólarupp- komu. Var þá mörgum orðið títt hugsað til kærustunnar sinnar, sko sængurinnar, og ekki leið á löngu1 þar til þeir voru sofnaðir undir henni. En nokkrir voru þó svo mik- il náttúrubörn, að þeir gátu ekki fengið af sér að sofa í svo dásam- legu veðri, og fengu sér þess vegna gönguferð um nágrennið, og óhætt er að segja að nokkrir hafi farið nið- ur að vatni í róðrarferð. En um morguninn sáu þeir síðbúnustu og þeir árrisulustu mjög svo skemmti- lega sjón í sófanum niðri á gang- inum. Þar sváfu tveir stórkarlar báðir með höfuðin til fóta og all- ir brenglaðir og hrutu svo hroða- lega að undir tók x húsinu, og vöknuðu þeir við vondan draum, er menn voru að skemmta sér yfir þessari sjón. Um kl. 12 á hádegi voru allflestir komnir í ró svo mátu- legt þótti að hringja í hádegisverð. Upp úr klukkan tvö hófst svo aðal- fundur Nemendasambandsins. Á fundinum voru framin hin venju- legu aðalfundarstörf. Form. sagði sögu þess og gerði grein fyrir starf- seminni, ritari las upp fundargerð síðasta fundar, reikningarnir lagð- ir fram, stjórnin var að mestu leyti endurkosin, og nýjir félagar voru teknir inn, en það voru allir þeir sem útskrifuðust þetta vor. Eftir fundinn flutti svo gestur mótsins, Hendrik Ottósson, fréttamaður Rík- isútvarpsins, mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi, sem mikill feng- ur var í. Var nú farið að líða að mánudegi og mótslitin að nálgast. En tíminn var samt ekki svo naum- ur að ekki veittist tími til að taka smá knattspyrnuleik. Um kl. 10.00 síðdegis var svo haldið til Reykja- víkur og komið þangað tveim tím- um eftir miðnætti, og hélt þá hver til síns heima. Þar með voru tveir skemmtilegir dagar liðnir og heyrðu nú aðeins úrvalsflokki minning- anna til, en var líka tveim dögum styttra í næsta Nemendamót Sam- vinnuskólans á sumri komanda. MagnHar HERMES 5

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.