Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 6
Enginn engill, en allir gufuhreinsaðir Samvinnuskólinn, Bifröst, var sett- ur, að venju hinn 2. október. Guð- mudur Sveinsson hefur aftur tekið við stjórn skólans, eftir árs leyfi frá störfum. Hróar Björnsson, sem hefur gengt starfi tómstundakenn- ara frá því, að skólinn fluttist í Bifröst, hefur látið af því starfi. í stað hans höfum við fengið hinn spræka íþróttakeppa, Vilhjálm Ein- arsson. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennslu. Snorri Þorsteins- son hefur tekið við þýzkukennslu í 1. bekk af Herði Haraldssyni. Aft- ur á móti hefur Hörður tekið við kennslu reiknings í sama bekk í stað Gunnars Grímssonar yfirkenn- ara. Nýr húsvörður hefur verið ráð- inn til skólans, Benedikt Jónasson að nafni. Karlmenn hafa nú lagt undir sig Himnaríki, og fyrirfinnst þar því enginn engill lengur. Öllu því feg- ursta, sem skólinn skartar, hefur nú verið fyrir komið í dýpsta dýki, og hinar frægu vistarverur Himnaríkis lifa nú aðeins á fornri frægð. Sá háttur hefur nú verið upp tekinn í skólanum, að í stað söngs að loknum morgunverði, er nú les- inn svokallaður morgunlestur. Nem- cndur skiptast á um að lesa grein- arkorn eða kvæði, sem þeim finnst að eigi erindi til félaganna, geti orðið eins konar ,,mottó“ dagsins. Þykjast nú sumir sakna morgun- söngsins, hafi þeim þótt hann öllu skárri, því enginn þurfti að syngja, fremur en hann hafði vilja og getu til. Aðrir sjá hér upplagt tækifæri til að láta á sér bera, og eru ný- breytninni fegnir. Kórinn hefur ekki enn getað tek- ið til starfa, vegna veikinda Hall- dórs söngstjóra Sigurðssonar, og er óvíst hvort af því geti orðið. Eins og sjá má af framansögðu, er hin mesta óreiða á söngmálum skól- ans. Hinir söngelsku hafa að undan- förnu veitt sér útrás í óstjórnlegum samsöng, sem framinn hefur verið umhverfis píanóið í setustofunni, öðrum til hins mesta ama, og sjá menn nú um síðir, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eins og fyrr getur hefur Vilhjálm- ur Einarsson tekið við starfi tóm- stundakennara. Hefur hann sýnt starfi sínu mikinn áhuga, það sem af er. Einkum hefur hann lagt áherzlu á ýmiss konar klúbbstarf- semi. Hafa gömlu klúbbarnir tekið tilstarfa af miklum krafti, og nýir verið stofnaðir. Skal hér getið hinna helztu: Blaðamannaklúbbur var stofnaður í haust, og er meðlimafjöldi hans nú rúmlega tugur manna. Klúbburinn hefur hafið útgáfu rits, sem Þefar- inn nefnist, og gegnir hlutverki fréttablaðs í skólanum. Auk frétt- anna skrifa blaðamenn frá eigin brjósti um það, sem þeim finnst vel eða miður fara í skólalífinu. Rit- stjóri blaðsins er Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Sveinn Guð- mundsson, og ábyrgðarmaður Vil- hjálmur Einarsson. Tvö tölublöð hafa komið út, og hefur þeim verið vel tekið, og virðist klúbburinn eiga framtíð fyrir sér, Fyrirhugaður er útvarpsklúbbur. Er í ráði, að „útvarpa" dagskrá inn á hátalarakerfi skólans, þannig að hennar megi njóta víðast hvar í byggingunni. Tilraunir í þessa átt voru gerðar af hálfu nemenda á síðasta vetri, og tókst það þokka- lega. Kvikmyndaklúbbur er enn eitt nýtt fyrirbrigði í félagslífinu. Til- gangur hans er að mennta sýning- armenn, kenna þeim meðferð kvik- myndavéla. Formaður er Arni Jó- hannsson. 6 HERMES

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.