Hermes - 01.12.1960, Page 9
Bergvatnsmenn ræddu um það sín á
milli, hvort óhætt myndi að ýta úr
vör með bilaðan bát, eins og veður-
útlitið var. Var þó ákveðið að reyna
og tókst að komast fram við miklar
svaðilfarir.
Þá sýndi einn hásetanna á Bergvatni
þann hetjuskap að stinga sér til sunds
í þeim tilgangi að synda eftir þeim
hluta skrúfunnar, sem vantaði. Tókst
Tryggvatrogsmönnum við illan leik að
ná hásetanum um borð að aftan.
Var hann þá með óráði, gekk Síðan fletti hann sig klæðum.
berserksgang og barði frá sér,
svo menn áttu fullt f fangi með
að verjast.
Roðnuðu þá allir
um borð, utan for-
maðurinn, sem sat
í skut, hann föln-
aði og gleraugun
hringsnerust á
höfði hans.
Skipstjóri hins bátsins hafði
einnig lagzt til sunds, í því
skyni að aðstoða háseta sinn,
en sneri fljótt við og fór aftur
um borð í bát sinn á hlið.
Um leið lægði veðrið aðeins,
og tókst Tryggvatrogi að kom-
ast að Bergvatni og setja
skrúfuhlutann um borð. Var
síðan haldið heimleiðis, og
höfðu bátarnir samflot.