Hermes - 01.12.1960, Page 10

Hermes - 01.12.1960, Page 10
Ball í Kópavogi Rétt áður en Bifröstungar fóru upp eftir í haust, hélt NSS dans- leik í Félagsheimili Kópavogs. NSS hefur áður haldið þar dansleik, og gaf hann svo góða raun, að ráðizt var í að festa það hús öðru sinni til sömu afnota. Þessi góða skemmtun átti að hefjast klukkan 9, og klukkutíma síðar mátti segja að húsið væri fullt. Hinn sanni Samvinnuskóla- andi sveif yfir vötnunum og allir léku á alls oddi. Það var rétt eins og maður væri kominn upp eftir á ný, og á dansæfingu niðri í skóla- stofum í borðlampaskini einhverra skólafélaga. Dansinn var stiginn af feikna fjöri og lífsgleðin skein út úr hverju andliti. Inn á milli mátti greina setningar eins og: — En hvað það er langt síðan þú hefur dansað við mig! eða: — En hvað það er langt síðan ég hef dansað við þig! o.s.frv. Sums staðar heyrð- ist: — Hvað er þetta, maður, kanntu ekki Cha cha cha ? Sko, þú gerir bara svona úbb - dúbb - úbb dúbb úbb, nei, þú ert klaufi, teldu einn, tveir, cha cha cha! Fyrir dansi lék hljómsveit húss- ins. Rondó, tríó, kvartett, kvintett, sextett, sjöstett, eða hvað það nú var, en þó sú hljómsveit væri ágæt, náði skemmtun kvöldsins fast að því hámarki, er skólahljómsveitin gamla og góða, sem gersigraði Norð- urland s.l. sumar undir nafninu Kóral kvintett (og Kári skemmta) tróð upp á pallinn og hóf leik sinn. Að vísu vantaði einn meðliminn,

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.