Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 13
Ingibjörg Bjarnadóttir mun að vísu vera komin heim er HERMES kem- ur út, en hún dvaldi í Kaup- mannahöfn í sumar, og hér á eftir eru glefsur úr bréfum, sem hún sendi Kára Jónassyni. Krotað í Kaupinhafn ........Ef þú vissir, hvað ég var fegin að fá bréf að heiman, ég hefði getað kysst kerlinguna hana Tro- elsínu af fögnuði, þótt hún sé ófé- leg. Þakka þér annars kærlega fyr- ir það, þú ert heppinn að vera ekki hér, annars hefði ég kysst þig líka!!! ........Við höfum haft það voða skemmtilegt. Um síðustu helgi fór ég í ferðalag. Leigði bil með þrem öðrum krökkum. Fórum til Hróars- keldu og skoðuðum dómkirkjuna þar og allar kisturnar, síðan yfir Litlabeltisbrúna til Fjóns og til Odense, með ferju frá Fjóni yfir til Jótlands. Þvert yfir Jótland til Esbjerg. Daginn eftir fór ég niður að höfn þar og rak þá augun í Hallveigu Fróðadóttur og eins og eldibrandur þangað en þekkti eng- an, svo ég þáði ekki kaffið sem mér var boðið, enda voru krakk- arnir allir danskir og nenntu ekki niður í dallinn. Síðan ókum við suður allt Jótland og til baka. Stór- kostlegur túr. Annars höfum við verið voðalega stilltar eins og allt- af. Fórum samt á ball um siöustu helgi á einn fínasta staðinn í bæn- um, og var það svo dýrt, að við urðum gjaldþrota. I gærkvöldi var ég nærri lent í Nýhöfninni en varð okki úr, cn ég er búin að hoita tvonnu áður en ég kem heim . . . . I gærkvöldi fórum við í rokna reisu. Fórum úr einni búllunni í aðra allt frá negrabúllum til barna- dansleiks en þá gáfumst við upp. Margrét biður að heilsa, hún er að fá sér fegurðarblund því hún er að fara í Granada í dag kl. 4, en þar er ball milli 4 og 7 á sunnudögum. Og þú ættir að sjá hana, þú mundir drepast úr hlátri, hún er í síðbuxum og 2 peysum og leistum með sæng og tvö teppi! Þá veit ég ekki hvað ég á að segja þér fleira. Bið kærlega að heilsa öllum sem ég þekki, Degi og Rósu o.s.frv. Farvel og hav det godt. Ingibjörg Bj. Við biðjum Álf- heiði velvirðing- ar á því, að henni s k y 1 d i vera stíað frá unnusta sínum á myndinni á bls. 10 — en okkur vantaði hana til þess að benda á fyrir- sögnina. Og — allt er gott, ef endirinn er góður — hér er hún búin að ná honum aftur. HERMES 13

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.