Hermes - 01.12.1960, Síða 15
RITST J ÓRN ARGREIN
Framhald af 2. síðu.
því bréf, og segðu kost og löst á
efni þess, eftir því hvað hverjum
og einum finndist. — Ef — sem við
vonum — að framhald verði á út-
komu þess, er gott að fá slíkar leið-
beiningar og ráðleggingar til að
styðjast við í framtíðinni. Þá mun
verða reynt að gefa ritið út þrisvar
til fjórum sinnum á ári, eftir efnum
og ástæðum. Að þessu sinni munum
við ekki fjölyrða frekar um Hermes,
en felum hann ykkur á vald.
ENGINN ENGILL
Framhald af 7. síðu.
mönnum m.a. að binda um sár
og gera lífgunartilraunir. Vildu
menn ólmir kynna sér hina nýju
„munn við munn“ aðferð, og nota
til þess veikara kynið, en leyfi
fékkst þó ekki til þess.
Eins og sjá má af greinarkorni
þessu, hefur félagslif staðið með
miklum blóma í Bifröst það sem af
er skólaárinu. Er það von mín, að
það muni halda áfram að dafna
og þroskast í náinni framtíð.
Árni Reynisson.
HRÓAR
Framhald af 3. síðu.
við, að Hróar súrnaði á svip og
sagði eitthvað stuttaralegt. Þetta
er varla hægt að lá honum, því hver
er sú sál, sem ekki þreytist á því
að vera á stöðugum þönum milli
Himnaríkis, Hreinsunarelds og Hel-
vítis, til þess ýmist að opna eða
loka ?
Hins ber að gæta, að Hróar gat
verið stakasta ljúfmenni viðskiptis,
og sýndi þá hlið eigi síður en hina.
Gekk hann oft fram fyrir skjöldu,
þegar eitthvað þurfti að gerast í
félagslífinu og lítill tími til stefnu,
veitti leyfi úr útivistum og heimild-
ir til þess að æfa eða gera annað
sem nauðsyn krafði eftir lokunar-
tíma, og gekk erinda nemenda á
vit skólastjóra.
Þótt allir kennarar Bifrastar séu
sómamenn, er enginn þeirra svo
vel að guði ger, að öllum líki alls
kostar við þá. Hins vegar hafa þeir
svo margt gott til brunns að bera,
að arftakar þeirra mega hafa sig
alla við, ef þeir eiga að valda því
merki, sem nú hefur verið reist.
Hróar hélt sínu merki hátt á lofti,
og þótt stundum dyndu svalviðrin
svo á því, að það hvarf í kófið,
hvikaði hann því ekki um þumlung,
og ekki ósjaldan bar svo við, að
merkið væri hreinna er veðrinu slot-
aði.
HERMES flytur Hróari beztu
kveðjur allra Bifröstunga og kærar
þakkir fyrir liðnar samverustund-
ir. Megi honum vegna vel í nýja
starfinu.
AKADEMÍAN
Framhald af 16. síðu.
hátt og hefðu að öllum líkindum
drekkt honum í baðkeri, ef félagar
hans hefðu ekki komið honum til
bjargar. Slapp hann þannig með
naumindum við að hljóta áþekk
örlög og Giordano Bruno og aðrir
andlegir frumkvöðlar fyrri tíma,
sem afturhaldið lét drepa eða lim-
lesta
En mannsandinn verður ekki bug-
aður, hvorki með báli rannsóknar-
réttar eða vatnsgangi fávísra
kvenna. í samráði við Jens Páls-
son, mannfræðing, sem hlotið hef-
ur ríkisstyrk til mannfræðirann-
sókna á íslandi, hefur nú verið
ákveðið, að slíkar rannsóknir skuli
að nýju hafnar að Bifröst. Verður
þá væntanlega tekinn til notkunar
fullkomnari tæki en Akademían
hafði á að skipa, en hún hafði því
miður aðeins fremur frumstæð
áhöld til rannsókna sinna.
Meira næst.
HERMES
15