Hermes - 01.10.1968, Síða 2

Hermes - 01.10.1968, Síða 2
hermes útgefandi: NSS | 1968 — 9. órg. — 2. tbl. | ritstjóri: jj REYNIR INGIBJARTSSON f aðrir í ritstjórn: " DAGUR ÞORLEIFSSON GUÐMUNDUR PÁLL ÁSGEIRSSON | INGÓLFUR SVERRISSON \ prentun: - PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR | myndamót: - RAFGRAF HF. \ Hvað vitum við um Suður-Ameríku? Við sem súpum hveljur af hneykslun þegar ferðamenn frá Hondúras eða Nicaragua sem við hittum í erlendum borgum spyrja: og hvaðan komið þér? og við segjum Islandi og þá segja þeir: Irlandi já, Irlandi já. Og þarf ekki fólk þaðan til. Fyrst þegar ég kom til Italíu þá brást ekki að menn svöruðu: aaaírlanda. En ég reyndi að segja: Islanda, Islanda og þá sögðu þeir: si si, Irlanda, jájá við þekkjum Irland, við vitum hvar það er. Og þannig gekk þangað til manni hugkvæmdist að segja: Gudmundsson; því þá var knattspyrnukappinn Albert á tindi sinnar frægðar og nafn hans hafði þau töfra- hrif sem nafn Kjarvals átti því miður ekki enda hafa aldrei verið notuð tækifæri til að koma því á fram- færi á alþjóðasviði hver Kjarval sé. Heldur ekki nafn- ið Snorri Sturluson, ekki einu sinni nafn Laxness þar í landi enda var hann þá ekki búinn að fá Nóbels- launin. En Norðmenn hafa verið duglegir að kynna Snorra Sturluson sem sinn helzta höfund og klappað á kollinn á okkur fyrir okkar litla þátt í honum og fyrir að vera einskonar útkjálki af Noregi, með svip- uðum rétti og Englendingar eignuðu sér amerísku skáldin Walt Whitmann eða Edgar Allan Poe eða

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.