Hermes - 01.10.1968, Síða 3

Hermes - 01.10.1968, Síða 3
THOR VELHJÁLMSSON asturlas þá Melville sem samdi dýrlegu bókina um hvítá hval- inn Moby Dick, en það hafa Englendingar ekki reynt að gera enda eru þessi skáld afsprengi fjögur hundruð ára menningarþróunar í sínum hluta heimsins, alveg einsog skáldið Asmrias er suður-amerískt skáld en ekki spánskt þó hann skrifi á spönsku. Við vitum harla lítið um Suður-Ameríku. Þegar á þann hluta heimsins er minnzt þá hugsar margur sér hóp grenjandi manna á hlaupum með rós á bak við eyrað og gítara á bakinu að draga tappann úr hand- sprengju með tönnunum og gera byltingu fyrir ein- hvern hershöfðingja með tvídigran vindil milli gull- tannanna og kaktusvínið tequila í fleyg í rassvasan- um, og málaliðar á trylltum hestum og nokkrir á ösn- um þeysa eftir aðalgömnni og þyrla upp moldskýj- um á leiðinni í forsetahöllina þar sem forsetinn dettur á rassinn af hræðslu og lífvörður hans kyrkir hann með axlaböndunum til þess að koma sér í mjúkinn hjá þeim sem hreppa völdin, en inni í frumskóginum eru allsberir Indíánar með eitraðar örvar að bíða eftir bandarískum trúboðum á þyrlu til þess að hafa þá í chorizo sem er pylsa. Þegar ég segi Suður-Ameríka þá tel ég Mið- Ameríku með og ætti reyndar að segja Rómanska Ameríka og á þá við þau lönd þar sem mannlífið og menningin hafa litast af spönskum og portúgölskum áhrifum og þar ríkir spönsk mnga og portúgölsk. I þessum löndum víðast ríkir tími sem Evrópa skildi við á nítjándu öldinni, lénsskipulagið með þess ægi- legu eymd og hungri og ranglæti og ofbeldi. Himin- hrópandi arðránið sem Bandaríkjamenn hafa kunnað að virkja og viðhalda. Þá mætti kannski geta þess að tveir af hundraði eiga áttatíu hundraðshluta af rækt- anlegri jörð í Brazilíu og þar kváðu deyja 85 börn hverja klukkustund. A hverju ári deyja sex milljónir brazilskra barna innan sextán ára, hundrað þúsund deyja þar árlega úr berklum, þar eru 64 þúsund holds- veikir og 600 þúsund manns teljast þjáðir af sárasótt. Eða eigum við að nefna Perú. Þar herma skýrslur að 56% íbúanna búi við ómennsk kjör, níu milljónir manna búa ekki í mannabústöðum, 800 þúsund barna fari aldrei í skóla. Eða Venezuela. Þar eiga 3% íbú- anna 90% landsins. Þannig má fara í hvert landið eftir annað og víðast verður sama fyrir. Þessar tölur sem ég nefndi em gefnar upp af bandarískum sér- fræðingum: Leo Huberman og Paul M. Sweezy í

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.