Hermes - 01.10.1968, Side 7

Hermes - 01.10.1968, Side 7
menntirnar með því að vinna úr áhrifum og efni sem hann fann heima fyrir í afskekktum byggðum Irlands meðal fátæks og einangraðs fólks. Ekki fór þó Asturias strax heim. Hann drakk í sig áhrif og innblástur í París á þessu menningarlega blómaskeiði þar sem allt ólgaði af nýjum hugmyndum og uppáfyndingum í listum og skáldskap: Dada, kúb- isminn og súrrealismi. Og Asturias kynntist mörgum hinna merkustu rithöfunda svo sem André Gide sem á þessum árum var að semja sín fremsm verk svo sem Myntjalsarann og Corydon og stóð að tímaritinu NRF, Nouvelle Revue Francaise ásamt mönnum eins- og Claudel, Valéry, Duhamel og Proust, þetta tíma- rit hafði æðsta vald í bókmenntapólitík Parísar; Anatole France var þá farinn að eldast, honunt kynnt- ist Asturias, og einnig spánska skáldinu Unamuno og Itölunum Benedetto Croce sem hleypti af stað þeirri heimspekikenningu sem nefndist Storismo og leikhús- stórveldinu Pirandello sem þá stóð á hátindi og var kynntur á Islandi á þessum árum með leikritinu Sex persóm/r leita höfundar sem þá var alveg nýtt af nál- inni og ultra avant-garde einsog annað verk sem þá var leikið i Iðnó og aldrei síðan: Straumrof eftir Laxness. Mikilvægust urðu þó tengsl Asturiasar við súrrealistana sem þá voru ungir menn og mörgum sýndist þeim brenna eldur úr nösum, núna kallar Arthur Lundkvist þá hina hvíthærðu byltingamenn: André Breton, Eluard og Aragon sem urðu vinir Asmriasar. Nú lifir Aragon einn þeirra, hann er í innsta hring franska kommúnistaflokksins og hefur verið fimur að snúa sér eftir atvikum stjórnmálabreyt- inganna, ákaflega fjölhæfur ljóðasmiður sem gemr ort í hvaða stíl sem er og hefur nú skrifað skáldsögu í anda nýju frönsku skáldsögunnar sem svo er nefnd. A þessum árum var vald André Bretons mikið og súrrealistarnir stóðu saman enda skotið á þá úr ýms- um átmm en síðar skildu leiðir og skáld súrrealismans fundu sinn eigin stíl hin helztu þeirra: Eluard, Aragon og Tristran Tsara og Robert Desnos. En André Breton hélt fast við kenningar súrrealismans og var kreddu- fastur páfi sem safnaði að sér nýjum lærisveinum æ ofan í æ og studdi þá fyrsm sporin meðan þeir hlýddu boði hans og banni en brást illa við þegar þeir brumst undan valdi hans og vísaði þeim í yztu myrkur og litaðist um eftir nýjum í skarðið og þannig leið ævi hans í súrrealistískum rétttrúnaði, snillingur sem varð merkari af áhrifum sínum á aðra menn en því sem hann sjálfur skrifaði, með persónu sinni og æsilegum hugmyndum kveikti hann í mörgum og nú hefur hann látinn verið endurvakinn af æskunni í uppreisn sem átrúnaðargoð ásamt Trotsky, Marcuse, Che og Maó. Breton var afdráttarlaus og sagði: Heldur þetta hjarta með bremsuhandfangi en þetta fen af mldri og þetta hvíta klæðisplagg sem syngur bæði í loftinu og í moldinni heldur en þessa hjónabandsblessun sem sameinar enni mitt hinum fullkomna hégóma Heldur lífið. Hinn súrrealistisku áhrif á bókmenntir Asturiasar urðu varanleg og koma Ijóslega fram í öllum meiri- háttar verkum hans, og samþætmst hinum suður- ameríska arfi í spánsk-indíánsku blóði. Hið mikla aldamótaskáld Suður-Ameríku Ruben Dario sagði: No hay escuelas, hay poetas, það eru ekki stefnurnar sem skipta máli heldur skáldin. Súrrealisminn hafði sín áhrif og mikilvægi vegna þess hvernig rætt- ust sum skáld þeirrar stefnu og blómstruðu í verkum sínum eftir að þau höfðu sagt skilið við súrrealistana. Það gildir ekki sízt um Asmrias. Hér má geta þess líka að á Parísarárunum kynntist Asmrias öðrum suð-

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.