Hermes - 01.10.1968, Qupperneq 10

Hermes - 01.10.1968, Qupperneq 10
hefna í fyllingu tímans: mikið er hans megin, mátt- ugur er hann í dansinum, kváðu þeir. Blómin voru afl hans, skýin hans dans. Hver maður á sér dýr sem er hans verndarvættur, hann ber lykt af því dýri og Indíánarnir nota ilmefni til þess að leyna þeirri lykt svo það sé ekki hægt að vinna þeim tjón. Guli hérinn var verndartákn Gaspars Ilom; gulu hérarnir með maíseyrun heyra og skynja allt, og þeir vara hann við þegar hætta er áferðum; og Gaspar talar fyrir alla og ladinarnir óttast hann mest, hinir spönskumælandi Indíánar sem tóku upp siði og lífs- hætti hinna hvítu og sviku arfinn og landið og blóð sitt, og hinn helga maís, þeir þora ekki að hreyfa sig, þeir sjá hestana fara framhjá einsog svört fiðrildi, og grunar bara riddarana með andlit einsog brenndar kökur; það er hætt að rigna. Og í djúpblárri nótt Iloms stökkva litlir glitrandi hérar frá stjörnu til stjörnu og boða hættu, og úr fjöllunum berst lykt af gulum páfagauk. Þannig er saga Asmriasar einsog ofvaxið prósaljóð eða endalaus vefnaður þar sem eitt söguljóðið tekur við af öðru með ilmandi litum og mátmgum myndum. Heimur fullur af galdri og fordæðuskap, draugar og vættir, galdramaður í hjartarlíki, póstur sem getur breytzt í koyot, steppuúlfinn sem rennur snarlega yfir fjöllin. Stundum temja indíánarnir hann. Þú mátt ekki skjóta þennan koyot, veiztu nema þarna fari sjálfur pósturinn ásthryggi sem þú varst sendur að leita uppi. Einvaldinn Ubico hafði loksins hundskazt úr há- sætinu 1944, og frjálslynd stjórn Arbenz gerði Asmrias að menningarfulltrúa við sendiráðið í Mexíkó, síðar varð hann sendisveitarritari í Argentínu og loks sendiherra í San Salvador. Eftir hina miklu Indíánastúdíu hans, skoðun hans á hinni þreyjandi alþýðu, þá tók hann næst fyrir þau öfl sem standa á bak við einvaldana sem pína fólkið. A þessum diplómataárum fór að koma út hinn mikli bananaþríleikur hans sem er innblásinn af hinum ó- fagra leik United Fruit Co. Fyrsta bindi: Fárviðrið, Viento fuerte, segir frá tilraun bandaríska hugsjóna- mannsins Mr. Mead til þess að rétta hlut smælingjanna í Miðameríku og endar á ofsabyl sem kostar hann og konu hans lífið en erfðaskrá þeirra tryggir sjálf- stæði bananaræktenda. Næsta bindið: El Papa Verde, Græni Páfinn, er ein frægusm bóka Asmriasar og segir frá atburðum sem eru byggðir á því sem gerðist 1927 þegar United Fruit fékk keppinaut í félagi sem var stofnað í Honduras en bandaríska stjórnin beitti sínum áhrifum til að berja það niður og hjálpa United Fruit til að gleypa keppinautana, 1929 komst meiri- hluti hlutabréfanna í eigu United Fruit og síðan hefur ekkert fjármálastórveldi verið til í Mið-Ameríku nema United Fruit, og því stjórnar hinn græni páfi sem reisir og fellir ríkisstjórnir eftir því sem hentar hags- munum hans með hjálp Bandaríkjastjórnar undir fána frelsisins sem við elskum öll svo heitt. A þessum stað- reyndum mannkynssögunnar byggir Asmrias skáld- verk sitt. I þessu bindi er sögð sagan af því hvernig ævintýramaðurinn Geo Maker Thompson hefst til valda og dreymir um að verða nútímaútgáfa hinna miklu sjóræningja fyrri tíma í Karabíska hafinu sem söfnuðu ótrúlegum auði með því að svífast einskis og Geo Maker Thompson ætlar að komast lengra en þeir og gernýta möguleika nútímans og verða grceni páf- inn, nútímasjóræningi sem hefur áttað sig á auði þessa lands og læmr ekkert standa í vegi fyrir sér að hrifsa hann undir sig, græni páfinn sem siglir léttan byr í mannasvita, blekkir hina arðrændu með því að bjóða þeim framfarir meðan hann er að hirða af þeim allt sem þeir eiga, flækja í net sitt og sá spillingunni, hann viðurkennir bara rétt hins sterka, og ágirndin stýrir öllu æði hans þessa ljóshærða risa frá því hann geng-

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.