Hermes - 01.10.1968, Síða 16

Hermes - 01.10.1968, Síða 16
Thor Vilhjálmsson er fœddur í Edinborg, Skot- landi, 12. ágúst 1925, lauk stúdentsprófi úr MR 1944, hóf nám í norrœnudeild Háskóla íslands en dvaldi erlendis uppúr 1946 vi5 nám og rit- störf, í Bretlandi og París. Var bókavörður við Landsbókasafnið 1953—55 og ritstjóri leikskrár Þjóðleikhússins 1958—61. Oftsinnis leiðsögu- maður og fararstjóri íslenzkra ferðamannahópa erlendis. Formaður Rithöfundafélags íslands 1959—60 og síðan 1965. Einn stofnenda tíma- ritsins Birtings 1954 og meðritstjóri þess síðan. Á sœti i Þjóðfulltrúaráði Sambands evrópskra rit- höfunda. Frá Thor hafa komið þessar bœkur: Maðurinn er alltaf einn (1950), Dagar mannsins (1954), Andlit í spegli dropans (1957, í sœnskri þýðingu 1961 og síðar í enskri þýðingu), Undir gervitungli (1959), Regn á rykið (1960), Svipir dagsins, og nótt (1961), Kjarval (1964), Fljótt fljótt, sagði fuglinn (1968). Auk þess sögur og Ijóð í ýmsum erlendum tímaritum og safnritum. Þá hefur Thor meðal annarra ritverka þýtt Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne, Á yztu nöf eftir Thornton Wilder og Dáið þér Brahms eftir Fran- coise Sagan. Kvœntur er Thor Margréti Indriða- dóttur, fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu.

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.