Hús & Búnaður - 01.03.1967, Page 5

Hús & Búnaður - 01.03.1967, Page 5
Raðsófinn getur verið frístandandi í stofunni og snúið baki út á gólfið svo þœgilegt hlé myndist í einu horninu. Standi hann við glugga eins °9 rnyndin sýnir, er hoegt að njóta útsýnisins út um gluggann úr sóf- anum. Hér myndast þœgiiegur samrœðukrókur með því að láta borðið mynda vinkilinn úti í einu horni stofunnar. Það er saumaklúbbur um kvöldið. Sófanum hefur verið breytt eins og myndin sýnir og nú geta konurnar setið í hring með handavinnu sína og rabbað samon. Og þegar fjölskyldan er saman komin til að horfa á sjónvarpið leysir raðsófinn vandamálið þegar honum hefur verið raðað upp fyrir framan tœkið. Sveinn Kjarval er kunnur fyrir störf sín sem húsgagnaarkitekt. Raðhúsgögn hans eru sniðin eftir nútímaþörfum en þó í klassískum stíl. Form þeirra gefur möguleika til fjölbreyttrar uppröðunar og hentar við mismunandi að- stœður. Hœgt er að breyta til og skapa nýjan blœ yfir stofunni við mismunandi tœkifœri eða til tilbreytni. Þá þarf ekki heldur að ráðast í öll kaupin í einu því hœgt er að auka við síðar þegar ástœður leyfa eða flutt er í rýmra húsnœði. Efni og vinna húsgagnanna virðist vandað. Hér sjáið þið gerð þessara húsgagna og sýnishorn af því hvernig hœgt er að skapa mismunandi svip í stofunni. HÚSGAGNAVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70 annast sölu þessara húsgagna.

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.