Hús & Búnaður - 01.03.1967, Síða 8

Hús & Búnaður - 01.03.1967, Síða 8
Kitehen Aicfl - uppþvottavélin DRÁTTARVÉLAR HF„ HAFNARSTRÆTI 23, annast sölu á Kitchen Aid — uppþvottavélinni, sem sambandið flytur inn. Vélin er tengd föst við 10 amp. raflögn, jarðtengd og œtluð til innbyggingar í innréttingu. Fellur hún undir borð- plötuna svo platan helzt heil yfir vélinni. Nú þykir orðið sjólfsagt að gert sé róð fyrir uppþvottavél þegar eldhús- innréttingar eru smíðaðar. Vélin opnast að framan og eru grindurnar, sem upp- þvotturinn er lótinn í dregnar út. Liturinn er yfirleitt hvítur en hœgt er að panta sérstak- lega ef óskað er aðra liti, þar ó meðal viðarlitina. Vélin hiíar ekki vatnið og þarf því að tengjast við heitt vatn. Hún er œtluð til uppþvottar fyrir borðbúnað handa 6—8 manns. Tíminn sem fer til uppþvottar er um 45 mín. Fyrst skolar hún, síðan sópu- þvœr hún úr öðru vatni, en skolar síðan úr þremur vötn- um og þurrkar að lokum. Hœgt er að láta vélina aðeins skola leirtauið, ef svo hentar, og geyma það síðan til nœsta þvottar. Með einu handtaki er hœgt að taka burt efri grindina og komast þá stœrri ílát í vélina t. d. pottar. Vélin hefur reynzt mjög vinscel á markaðinum. Eins árs ábyrgð er á vélinni og annast verzlunin fyrirgreiðslu um viðgerðarþjónustu á verkstœði, sem Sambandið rekur. Vélin er amerísk að gerð. Verð mun vera um 24—26 þús- und krónur. Hús& rjnji mm\ Búnaöur Keramik frá verzluninni Hamborg Cernmnno Þessi dökkbrúni keramik borðbúnaður er stílfagur og sannkölluð heimiIisprýði. Skreytingin er látlaus en fellur vel að lit og lögun. Öll stykkin sitja á breiðum grunni auk þess sem þau eru nokkuð þung í sér svo minni hcetta er á að þau velti. Áferðin er nokkuð gróf og verða þau þess vegna ekki eins sleip í uppþvotti og venjulegur leir. Þá er það mikill kostur að hœgt er að fá hvert stykki keypt stakt svo bœta má inn í settið eftir þörfum og kaupa það í áföngum. Verðið er að vísu nokkuð hátt en kostirnir einnig augljósir. Nokkuð mun í tízku að nota kaffi- og matarstell eða einstaka hluta þess til tœkifœrisgjafa. Verzlanirnar HAMBORG hafa keramikið til sölu og veita frekari upplýsingar um verð og gerð. Kaffikanna, bolli, rjómakanna, sykurkar, smjörkúpa

x

Hús & Búnaður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.