Morgunblaðið - 04.11.2011, Page 1
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2011
íþróttir
Handbolti Landsliðið mætir Pressuliði í Laugardalshöllinni í kvöld. Endapunkturinn
á æfingabúðum landsliðsins sem hefur æft af krafti og býr sig undir EM í Serbíu. 2
Íþróttir
mbl.is
Ekki liggur enn
ljóst fyrir hvar
knattspyrnumað-
urinn Guðjón
Árni Anton-
íusson, varn-
armaðurinn öfl-
ugi úr Keflavík,
kemur til með
að spila á næstu
leiktíð.
Samningur
Guðjóns Árna við Keflavík er út-
runninn og hafa nokkur lið úr
Pepsi-deildinni óskað eftir kröft-
um hans. Guðjón hefur mest verið
orðaður við FH en bæði Breiðablik
og Keflavík, sem hann hefur leikið
með allan sinn feril, vilja gera við
hann samning.
Hins vegar er ekki loku fyrir
það skotið að Guðjón spili á er-
lendri grundu á næstu leiktíð en
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins fer hann á næstu dög-
um til reynslu hjá norsku félagi og
þar með hefur hann ekki tekið
neinu tilboði frá íslensku liði.
Hans mál eru einfaldlega í bið-
stöðu.
Guðjón Árni er 28 ára gamall
sem hefur verið einn besti leik-
maður Keflvíkinga undanfarin ár.
gummih@mbl.is
Guðjón Árni
á leið til Nor-
egs til reynslu
Guðjón Árni
Antoníusson
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍR-ingar urðu fyrir mikilli blóðtöku
á þriðjudaginn þegar í ljós kom að
leikstjórnandinn snjalli, Sveinbjörn
Claessen, hafði slitið krossband í
annað sinn á tveimur árum. Hann
verður ekki meira með ÍR á þessari
leiktíð í körfuboltanum en hann
missti einnig af tímabilinu 2009-
2010.
„Áfall er ekki nógu sterkt orð til
að lýsa þeirri líðan sem þessu fylgir.
Þetta er bara ömurlegt og ekkert
annað um það að segja. Það hlýtur
bara eitthvað gott að eiga eftir að
koma út úr þessu, það getur ekki
annað verið,“ sagði Sveinbjörn þeg-
ar Morgunblaðið náði tali af honum í
gær en ekki er um sama hné að ræða
og fyrir tveimur árum. Sveinbirni er
vel kunnugt um þá endurhæfingu
sem bíður hans að aðgerð lokinni en
hann mun þó ekki fara undir hnífinn
alveg á næstunni. Þegar Sveinbjörn
sneri aftur á völlinn fyrir ári varð
óhófleg vökvamyndun í hnénu og
það seinkaði batanum um tvo mán-
uði. Að þessu sinni verður þess
freistað að koma í veg fyrir að slíkt
endurtaki sig.
Mar í hnénu seinkar aðgerð
„Læknirinn sér ástæðu til þess að
flýta sér ekki í aðgerðina. Í hnénu er
einhvers konar bein- og brjóskmar
fyrir utan skaðann í krossbandinu.
Þetta mar gerir það að verkum að
ekki er æskilegt að gera aðgerðina
að svo stöddu. Þetta tímabil er farið
hjá mér og það skiptir ekki máli þó
ég bíði í mánuð eða tvo eftir aðgerð-
ina. Ég þekki endurhæfingarferlið
upp á hár. Það var ekki skemmtilegt
en svo sannarlega lærdómsríkt.
Sjúkraþjálfarinn sem meðhöndlar
mig, Róbert Magnússon, er mikill
fagmaður og hann mun stýra end-
urhæfingunni og koma mér aftur á
rétta braut,“ sagði Sveinbjörn enn-
fremur. Í ljósi þessara tíðinda mun
hann geta einbeitt sér að lög-
fræðinámi sínu í vetur en útskrift er
fyrirhuguð hjá honum næsta vor.
„Sárvorkenni Svenna“
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Gunnar Sverrisson, þjálf-
ara ÍR, en Sveinbjörn hefur verið
lykilmaður í hans liði. „Hugur minn
er hjá Svenna því ég sárvorkenni
honum en ekki hvort ég eigi að ná í
annan leikmann. Svenni á sér draum
um ákveðinn árangur í körfubolta og
að þetta skuli gerast aftur er gríð-
arleg vonbrigði fyrir hans hönd.
Eins og menn vita er hann gríð-
arlega duglegur og ákveðinn í því að
gera vel. Þetta er alveg hræðilegt.“
„Áfall ekki nógu sterkt orð“
Sveinbjörn Claessen sleit krossband í hné í annað sinn á tveimur árum
Mun ekki fara í aðgerð á næstunni Útskrifast sem lögfræðingur í vor
Morgunblaðið/Kristinn
Óheppinn Sveinbjörn hefur ekki
haft heppnina með sér.
Hólmfríður
Magnúsdóttir,
landsliðskona í
knattspyrnu, er
í viðræðum við
bandaríska fé-
lagið Phila-
delphia Indep-
endence um að
leika áfram með
því á næsta
keppnistímabili.
„Það eru líkur á að ég spili með
þeim áfram. Ég er í viðræðum við
forráðamenn félagsins en það er
ekkert frágengið enn sem komið
er,“ sagði Hólmfríður við Morg-
unblaðið í gær og kvaðst ekki
hafa rætt við nein önnur félög.
Hólmfríður hefur leikið með
Philadelphia undanfarin tvö ár en
liðið endaði í bæði skiptin í öðru
sæti bandarísku atvinnudeild-
arinnar eftir ósigra í úrslita-
leikjum.
Hún var reyndar ekki með lið-
inu á lokasprettinum í ár en
Hólmfríður ákvað þá að lengja
hjá sér tímabilið með því að
ganga til liðs við Val í lok júlí.
Hún spilaði því síðustu átta um-
ferðirnar með Hlíðarendaliðinu,
ásamt Evrópuleikjunum.
vs@mbl.is
Hólmfríður
áfram hjá
Philadelphia?
Hólmfríður
Magnúsdóttir
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ úthlut-
aði í gær fjórum íþróttakonum og tveimur sér-
samböndum samtals 3,5 milljónum króna. Mark-
mið og tilgangur sjóðsins, sem var stofnaður
2007, er að styðja við bakið á afrekskonum í
íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda
íþrótt sína og ná árangri.
Um 50 umsóknir bárust en stjórn sjóðsins
valdi úr þær Hönnu Rún Óladóttur og Söru Rós
Jakobsdóttur danskonur, sem fengu 250 þúsund
krónur hvor, og þær Ásdísi Hjálmsdóttur frjáls-
íþróttakonu og Rögnu Björgu Ingólfsdóttur bad-
mintonkonu sem fengu 500 þúsund krónur hvor.
Þá fékk Sundsamband Íslands eina milljón
króna vegna verkefna afrekskvennahóps síns,
og Handknattleikssamband Íslands eina milljón
króna vegna úrslitakeppni heimsmeistaramóts
kvenna sem fram fer í Brasilíu í desember.
Á myndinni eru Hanna, Sara og Ásdís ásamt
fulltrúa Rögnu sem var upptekin við keppni í
Þýskalandi í gær. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Afrekskonur styrktar um 3,5 milljónir króna