Morgunblaðið - 08.11.2011, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2011
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Grindavík verður næsti áfanga-
staður knattspyrnuþjálfarans sig-
ursæla frá Akranesi, Guðjóns Þórð-
arsonar. Grindvíkingar björguðu sér
naumlega frá falli með því að sækja
þrjú stig út í Vestmannaeyjar í loka-
umferð Pepsi-deildarinnar í haust.
Heimamaðurinn Ólafur Örn Bjarna-
son ákvað að láta af störfum sem
þjálfari að leiktíðinni lokinni og
Grindvíkingar hafa ákveðið að leita
til Guðjóns og gerði hann þriggja
ára samning við félagið á sunnu-
dagskvöldið.
„Ég sá ekki mikið til liðsins í sum-
ar. Ég sá þá reyndar á undirbún-
ingstímabilinu eða þar til ég fór
vestur um miðjan maí. Ég sá aðeins
til þeirra í sumar en ekki þannig að
ég geti lagt dóm á einstaka leik-
menn eða frammistöðu þeirra. Það
er hins vegar alveg klárt að í liðinu
eru ákveðnir þættir sem hægt er að
byggja á,“ sagði Guðjón þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í gær
en dró ekki dul á þá skoðun sína að
taka þurfi til hendinni ef Grindavík á
að fara úr fallbaráttunni upp í topp-
baráttuna. „Þar þurfa ýmsir þættir
að fara saman. Það er eitt að líka
hugmyndin að verða góður og annað
að gera það sem til þarf. Ég einn og
sér mun ekki gera liðið að toppliði,
það þurfa að vera aðstæður og um-
hverfi til þess. Það er hellingur sem
þarf að huga að ef þú ætlar að búa
til topplið. Það er bara þannig. Það
er ekki verið að halla á neinn í þeim
efnum. Ef þú ætlar þér að búa til lið
sem á að fara alla leið þá þurfa
margir hlutir að fara saman.“
„Þar eru margir stórhuga“
Guðjón var á árum áður orðaður
við þjálfarastöðuna hjá Grindavík og
hann segist þekkja ágætlega til ein-
staklinga sem starfa í kringum bolt-
ann á þeim bænum. „Það er ný
stjórn í félaginu sem er nýtekin við.
Ég þekki náttúrlega Jónas (Þór-
hallsson formann) og hef þekkt
marga af þessum mönnum í mörg
ár. Ég veit að þar eru margir stór-
huga og hafa mikla löngun. Það er
margt mjög gott í Grindavík en það
þarf aðeins að hrista upp í þessu.
Það er ákveðið hugarfar sem þarf að
breytast. „Þetta reddast“-hugarfar
dugar ekki. Nálgunin þarf að vera
markvissari og ákveðnari,“ sagði
Guðjón og hann ræddi leikmanna-
mál við stjórnarmenn.
Ræddi við Ólaf Örn
Guðjón hefur mikinn áhuga á því
að halda forvera sínum, Ólafi Erni
Bjarnasyni, hjá félaginu sem leik-
manni. „Það var farið aðeins yfir
leikmannamálin og þau eru í skoðun.
Það er meðal annars verið að skoða
mál Tékkans Michal Pospisil og
hvernig þau verða leyst. Annaðhvort
verður hann kallaður hingað til æf-
inga eða gengið frá starfslokum. Bú-
ið er að ganga frá málum Jamie
McCunnie. Ég er búinn að tala við
Ólaf Örn Bjarnason og falast eftir
því að halda honum sem leikmanni.
Ég hef mikinn áhuga á því að halda
Óla og ég vona að það gangi eftir.
Svo verður að koma í ljós hvernig
þessir strákar bregðast við þegar
maður fer að vinna með þeim og
hvernig er hægt að nota þá og nýta.
Það er alveg klárt að það þarf ein-
hverja styrkingu en ég held að aft-
asta línan geti verið nokkuð vel skip-
uð ef við höldum Óla. Það er ekki
komið að neinni ákvörðunartöku í
þessum efnum.“
„Nálgunin
þarf að vera
markvissari“
Morgunblaðið/Eggert
Grindavík Guðjón Þórðarson bætir nýjum ákvörðunarstað á landakortið hjá
sér en hann tekur nú við sínu sjötta liði hér á landi, á 25 árum.
Guðjón Þórðarson kveðst ekki búa til
topplið í Grindavík einn og sér
Guðjón Þórðarson
» Þjálfaði 1. deildar lið BÍ/
Bolungarvíkur á síðustu leiktíð
með góðum árangri. Guðjón og
BÍ/Bolungarvík gengu frá
starfslokum hans í síðasta
mánuði.
» Guðjón er uppalinn á Akra-
nesi en Grindavík verður
fimmta landsbyggðarfélagið
sem hann þjálfar hérlendis.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðjón Þórðarson hóf þjálfaraferilinn hjá upp-
eldisfélaginu ÍA þegar hann tók við meist-
araflokki félagsins haustið 1986 aðeins 31 árs
gamall. Hann hefur þjálfað nærri sleitulaust síð-
an og á því 25 ára starfsafmæli um þessar mund-
ir. ÍA hafnaði í 3. sæti sumarið 1987 en áður
hafði Guðjón leikið 212 leiki fyrir félagið í efstu
deild.Var það leikjamet hjá ÍA í deildinni þar til
Pálmi Haraldsson bætti það um einn leik í loka-
leik liðsins árið 2008.
Guðjón þjálfaði KA á árunum 1988-90 og Ís-
landsmeistaratitillinn árið 1989 kom mörgum
sparkspekingnum á óvart. Í kjölfarið tók Guðjón
við ÍA í næstefstu deild og fram til 1994 vann
hann deildina tvívegis með ÍA og bikarinn einu
sinni.
Guðjón fór til KR og stýrði liðinu 1994 og 95.
Liðið vann bikarkeppnina bæði árin og titillinn
94 var sá fyrsti hjá KR í 26 ár. Þá fór Guðjón aft-
ur upp á Skaga og vann tvöfalt árið eftir og varð
því bikarmeistari fjögur ár í röð.
Landsliðið
Guðjóni var sagt upp hjá ÍA í nóvember 1996
og tók við íslenska landsliðinu sumarið 1997 í
miðri undankeppni HM. Í næstu keppni, und-
ankeppni EM, fékk Ísland 15 stig og var í riðli
með Frakklandi, Úkraínu, Rússlandi, Armeníu
og Andorra. Ísland var með í baráttunni um að
komast í umspilið fram á síðustu mínútu.
Stoke
Þá tók við nýr kafli hjá Guðjóni þegar hann
tók við Stoke City í C-deildinni í Englandi.
Stoke vann á þessum tíma bikarkeppni neðri-
deildarliðanna og á síðasta tímabili Guðjóns
vann liðið sig upp í næst efstu deild. Í júlí 2002
tók Guðjón við liði Start sem þá var langneðst í
efstu deildinni í Noregi og féll um haustið.
Guðjón tók við liði Barnsley í ensku C-
deildinni árið eftir en var sagt upp í mars 2004
þegar liðið hafði misst af toppbaráttunni. Guð-
jón var um vorið ráðinn til Hibernian í Skot-
landi en hætti við þegar í ljós kom að honum
var ekki ætlað að stýra liðinu nema í þremur
leikjum.
Guðjón var næst ráðinn til Keflavíkur um
miðjan desember 2004 og hafnaði þá tilboði frá
Stockport og Grindvíkingar höfðu einnig áhuga
á Guðjóni á þeim tíma. Guðjón sagði upp hjá
Keflavík í maí og var ráðinn knattspyrnustjóri
Notts County þremur dögum síðar. Tímabilið
2005-2006 var hann því með elsta knattspyrnu-
félag í heimi í ensku D-deildinni. Guðjón sagði
upp að tímabilinu loknu og var aftur ráðinn til ÍA
í lok september 2006.
Skaginn og Crewe
Skagamenn komu nokkuð á óvart sumarið
2007 og höfnuðu í 3. sæti í efstu deild. Ekki gekk
eins vel sumarið eftir og Guðjóni var sagt upp í
júlí. Guðjón tók tilboði Crewe í lok árs 2008 en
liðið var þá í neðsta sæti ensku C-deildarinnar.
Guðjón rétti það verulega við um tíma og var
kjörinn knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í
deildinni. Ekki dugði það þó til að bjarga liðinu
frá falli. Guðjóni var sagt upp störfum í byrjun
október eftir fjóra tapleiki í röð í D-deildinni.
Ári síðar, í október 2010, tók Guðjón að sér
þjálfarastarfið hjá BÍ/Bolungarvík sem voru ný-
liðar í næstefstu deild. Liðið var í efri hluta
deildarinnar mestallt sumarið, hafnaði í 6. sæti
og fór í undanúrslit bikarkeppninnar. Liðið sló
þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks út úr
keppninni en tapaði í hörkuleik fyrir Íslands- og
bikarmeisturum KR í undanúrslitum. Guðjón og
BÍ/Bolungarvík sömdu um starfslok hans hjá fé-
laginu í síðasta mánuði.
Knattspyrnuþjálfari í aldarfjórðung
Danmörk
SönderjyskE – AGF..................................1:1
Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jón-
asson léku allan leikinn fyrir SönderjyskE,
Arnar Darri Pétursson var varamarkvörð-
ur liðsins.
Aron Jóhannsson skoraði mark AGF á
16. mín., en var skipt út af á 77. mín.
Staðan:
København 15 11 2 2 28:13 35
Nordsjælland 15 9 1 5 21:12 28
Midtjylland 15 8 2 5 23:21 26
AGF 15 6 7 2 22:14 25
Horsens 15 6 5 4 27:20 23
AaB 15 6 5 4 22:18 23
Silkeborg 15 5 5 5 21:21 20
OB 15 5 4 6 25:27 19
SønderjyskE 15 4 6 5 18:21 18
Brøndby 15 3 5 7 17:20 14
Lyngby 15 3 2 10 13:26 11
Køge 15 1 2 12 12:36 5
Skotland
St. Johnstone – Aberdeen ............... frestað
Kári Árnason og félagar í Aberdeen
urðu frá að hverfa vegna mikillar þoku á
heimavelli St. Johnstone í Perth.
Staðan:
Rangers 14 12 2 0 30:6 38
Celtic 13 8 2 3 25:13 26
Motherwell 14 8 2 4 18:17 26
St. Johnstone 13 5 4 4 15:11 19
Hearts 14 5 4 5 13:9 19
St. Mirren 14 4 5 5 12:13 17
Kilmarnock 14 3 6 5 19:24 15
Dundee Utd 14 3 5 6 20:26 14
Hibernian 14 3 4 7 14:22 13
Dunfermline 13 3 4 6 14:27 13
Aberdeen 13 3 3 7 13:16 12
Inverness 14 3 3 8 19:28 12
Í Skotlandi fellur aðeins neðsta liðið.
Leikin er þreföld umferð, 33 leikir á lið, og
síðan leika sex efstu og sex neðstu innbyrð-
is, einfalda umferð, þannig að heildarleikir
á tímabilinu eru 38.
Ítalía
B-deild:
Bari – Verona............................................0:1
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Verona.
KNATTSPYRNA
Lengjubikar karla
A-RIÐILL:
Skallagrímur – Þór Þ. .........................68:97
Skallagrímur: Lloyd Harrison 20/5 fráköst,
Birgir Þór Sverrisson 12/5 stoðsendingar/5
stolnir, Dominique Holmes 12/12 fráköst.
Þór Þ.: Michael Ringgold 17/9 fráköst,
Darri Hilmarsson 14, Guðmundur Jónsson
14/4 fráköst, Darrin Govens 14, Emil Karel
Einarsson 11/10 fráköst.
ÍR – KR ................................................98:110
ÍR: Nemanja Sovic 22/7 fráköst, Ellert
Arnarson 19, Hjalti Friðriksson 17/5 frá-
köst, James Bartolotta 12/4 fráköst, Krist-
inn Jónasson 11/6 fráköst.
KR: Edward Lee Horton Jr. 23/6 fráköst/6
stoðsendingar, David Tairu 20/6 fráköst/5
stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12/6
fráköst, Hreggviður Magnússon 10, Martin
Hermannsson 10.
Staðan: KR 6, Þór Þ. 6, ÍR 2, Skallagr. 0.
B-RIÐILL:
KFÍ – Fjölnir ..................................... frestað
Staðan: Grindavík 6, KFÍ 2, Haukar 2,
Fjölnir 0.
C-RIÐILL:
Stjarnan – Snæfell................................94:95
Stjarnan: Justin Shouse 20/4 fráköst/9
stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason
20/7 fráköst, Keith Cothran 17/6 fráköst,
Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Mar-
vin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot,
Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.
Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoð-
sendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 frá-
köst, Jón Ólafur Jónsson 13, Pálmi Freyr
Sigurgeirsson 12, Egill Egilsson 12/4 frá-
köst, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór
Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davíðs-
son 3/4 fráköst.
Staðan: Snæfell 4, Stjarnan 2, Tindast. 0.
D-RIÐILL:
Njarðvík – Keflavík..............................90:77
Njarðvík: Travis Holmes 23/16 fráköst/5
stoðsendingar/3 varin skot, Cameron Ec-
hols 22/12 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9,
Hjörtur Hrafn Einarsson 9/4 fráköst, Elv-
ar Már Friðriksson 9, Maciej Stanislav
Baginski 6, Rúnar Ingi Erlingsson 6/4 frá-
köst, Styrmir Gauti Fjeldsted 4.
Keflavík: Steven Gerard Dagustino 19/7
fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 17/7 frá-
köst, Charles Michael Parker 16/10 frá-
köst, Jarryd Cole 11/4 fráköst, Valur Orri
Valsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 4/4
fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2.
Staðan: Njarðvík 6, Keflavík 4, Hamar 2,
Valur 0.
KÖRFUBOLTI
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla:
Laugardalur: Björninn – SR ............... 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Ísafjörður: KFÍ – Fjölnir..................... 19.15
Í KVÖLD!
Guðjón Þórðarson og þjálfaraferillinn
1987 ÍA
1988-1990 KA
1991-1993 ÍA
1994-1995 KR
1996 ÍA
1997-1999 Landslið Íslands
1999-2002 Stoke City
2002 Start
2003-2004 Barnsley
2005 Keflavík
2005-2006 Notts County
2007-2008 ÍA
2008-2009 Crewe
2011 BÍ/Bolungarvík
2012- Grindavík
Íslandsmeistarimeð KA 1989, ÍA 1992, 1993 og 1996.
Bikarmeistarimeð ÍA 1993 og 1996.
Bikarmeistarimeð KR 1994 og 1995.
B-deildarmeistarimeð ÍA 1991.
Bikar neðri deildameð Stoke 2000.
Vann sæti í B-deildmeð Stoke 2002.