Morgunblaðið - 08.11.2011, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2011
Aron Jóhannsson skoraði markAGF í gær kvöld þegar liðið
gerði jafntefli við SönderjyskE á úti-
velli, 1:1, í dönsku
úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Ar-
on skoraði markið
á 16. mínútu en
hann lék í 77 mín-
útur með AGF.
Heimamenn í
SönderjyskE,
með Hallgrím
Jónasson og Eyjólf Héðinsson innan-
borðs, náðu að jafna metin í uppbót-
artíma leiksins.
Björk Gunnarsdóttir, hefur gerttveggja ára samning við knatt-
spyrnulið Breiðabliks. Hún er 24 ára
gamall framherji sem var á mála hjá
bikarmeisturum Vals í sumar og í
fyrra. Hjá Val spilaði Björk 35 deild-
arleiki og skoraði 21 mark. Hún kom
til Vals frá Stjörnunni fyrir tímabilið
2010.
Christian Eriksen, samherji Kol-beins Sigþórssonar hjá Ajax í
Hollandi, var í gærkvöldi útnefndur
besti knattspyrnumaður Danmerkur
í árlegu hófi dansks knattspyrnu-
fólks.
Þýski landsliðsmaðurinn í hand-knattleik og hægri hornamaður
Rhein Neckar Löwen, Patrick Gro-
etzki, leikur ekki með liðinu næstu
þrjá mánuði eftir að hafa meiðst í hné
í viðureign Þýskalands og Danmerk-
ur á handknattleiksmóti í Þýskalandi
síðasta föstudag.
Vegna meiðsla Groetzki hefurGuðmundur Þórður Guð-
mundsson þjálfari RN Löwen, ekki
úr mörgum hægri hornamönnum að
ráða því Ivan Cupic hefur verið úr
leik síðan í byrjun september. Vonir
standa til að Cupic geti verið með
þegar RN Löwen mætir Lübbecke
19. nóvember.
Arnór Þór Gunnarsson er í 12.sæti yfir markahæstu leikmenn
þýsku 2. deildarinnar í handknatt-
leik. Hann hefur skorað 55 mörk í 10
leikjum með TV Bittenfeld á leiktíð-
inni, þar af 20 út vítakasti.
Guðmundur Hólmar Helgasonvar valinn í
úrvalslið sem
valið var í lok
Opna Norð-
urlandamótsins í
handknattleik
sem fram fór í
Noregi um ný-
liðna helgi. Hann
var jafnframt
markahæsti leik-
maður mótsins
ásamt pilti frá Tékklandi. Íslenska
liðinu gekk ekki sem skyldi í mótinu
og tapaði öllum þremur viðureignum
sínum, við Norðmenn, Svía og Tékka.
Fólk folk@mbl.is
Magnús Þórir Matthíasson, knattspyrnumaður úr
Keflavík, er genginn til liðs við Fylkismenn og
samdi við þá til tveggja ára í hær en þetta kom
fram á Fótbolti.net.
Magnús er 21 árs og hefur leikið ýmist sem
miðjumaður eða kantmaður með Keflvíkingum.
Hann skoraði 3 mörk í 17 leikjum í úrvalsdeild-
inni í sumar og á alls að baki 52 leiki og 7 mörk
með liðinu í deildinni. Hann var í hópi 21 árs
landsliðsins í haust, án þess að spila.
Samkvæmt heimildum mbl.is hafði Breiðablik
einnig áhuga á að fá Magnús í sínar raðir og um
tíma þótti líklegast að hann færi þangað, en hann valdi að ganga til
liðs við Fylki. Strax í haust mun hafa legið fyrir að Magnús flytti á
höfuðborgarsvæðið og hætti hjá Keflvíkingum.
Magnús er þriðji leikmaðurinn sem Fylkir fær á skömmum tíma.
Björgólfur Takefusa er kominn í láni frá Víkingi R. og þá er Árni
Freyr Guðnason, fyrirliði ÍR, genginn í raðir Árbæinga. vs@mbl.is
Magnús Þórir í Árbæinn
Magnús Þórir
Matthíasson
Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Íslandsmeistari í karate,
vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í einstakl-
ingskeppni á Opna Stokkhólmsmótinu í karate sem fram fór
um nýliðna helgi. Einnig vann hún gullverðlaun í hópkata
ásamt Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur og Kristínu Magn-
úsdóttur.
Aðalheiður háði harða baráttu í senior flokknum við Norð-
urlandameistarann í kata, Anne Sofie Sörensen frá Dan-
mörku, en beið lægri hlut í úrslitum, en einnig tók sænski
landsmeistarinn Karin Hägglund þátt í þessum flokki.
Auk Aðalheiðar stóð Kristján Helgi Carrasco sig mjög
vel. Hann fékk silfur í kumite -67 kg flokki og hafnaði í 5. til
6. sæti í opna flokknum í kata eftir að hafa tapað naumlega
viðureigninni um bronsið. Þegar öll stig voru tekin saman
eftir laugardaginn, þegar keppni í flokki fullorðinna var lok-
ið, þá stóð íslenska liðið uppi sem sigurvegari og vann því
fullorðinskeppnina.
Á sunnudeginum hófu yngri flokkar unglinga keppni en
þar stóð Davíð Freyr Guðjónsson sig afar
vel og fékk tvenn gullverðlaun í cadet-
flokkum en þar keppa 14-15 ára ungling-
ar. Fyrir utan að vinna báða einstaklings-
flokkana, fékk Davíð einnig tvenn
gullverðlaun í hópkata með félögum sínum
Birki Indriðasyni og Heiðari Benedikts-
syni, en þeir þrír eru einnig Íslandsmeist-
arar í flokki fullorðinna í hópkata. Davíð
Freyr stóð því uppi ósigraður á mótinu og
vann allar sínar viðureignir. Auk Davíðs
stóð Breki Guðmundsson sig vel í flokki
13 ára pilta, þar sem hann fékk silfur í kumite.
Mótið í Stokkhólmi var sterkt en rúmlega 650 keppendur
frá 11 löndum tóku þátt. Þegar úrslit í öllum flokkum höfðu
verið gerð upp kom í ljós að íslensku keppendurnir höfðu
hlotið sex gullverðlaun, jafn mörg silfurverðlaun og sama
fjölda bronsverðlauna. iben@mbl.is
Strandhögg hjá karatefólki í Stokkhólmi
Aðalheiður Rósa
Harðardóttir
Ferill og 150 mörk Heiðars Helgusonar
23 mörk í ensku úrvalsdeildinni
79 mörk í ensku B-deildinni
18 mörk í norsku úrvalsdeildinni
21 mark í íslensku B-deildinni
9 mörk í íslensku C-deildinni
1993-1994 Dalvík 9
1995-1997 Þróttur R. 21
1998-1999 Lilleström 18
2000-2005 Watford 55
2005-2007 Fulham 12
2007-2009 Bolton 2
2009-2010 QPR 6
2009-2010 Watford 11
2010-2011 QPR 16
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fyrir átján árum skoraði 15 ára gam-
all piltur mark fyrir Dalvík í leik gegn
HK í 2. deildinni á Dalvíkurvelli. Það
fór svo sem ekkert í sögubækurnar á
þeim tíma. En í dag vita allir sem
fylgjast með fótbolta hver pilturinn
er. Hann hefur í síðustu fjórum leikj-
um QPR í ensku úrvalsdeildinni skor-
að þrjú mörk og lagt eitt upp, tvö
þeirra gegn tveimur af dýrustu fót-
boltaliðum heims.
Heiðar Helguson skoraði á Dalvík-
urvellinum forðum sitt fyrsta af 150
mörkum sem hann hefur nú gert í
deildakeppni á rúmlega 18 ára ferli
sem meistaraflokksmaður. Reyndar
tók þetta mark árið 1993 þátt í að
skrifa söguna að einu leyti. HK hafði
þegar þarna var komið sögu unnið 22
fyrstu leiki sína á Íslandsmóti eftir að
félagið hóf keppni þar í fyrsta sinn, Ís-
landsmet sem enn stendur. Dalvík
vann umræddan leik, 2:1, og Heiðar,
sem þá var skrifaður Sigurjónsson,
skoraði þarna fyrra mark sitt af
tveimur þetta sumarið.
Þrjú ár í Þrótti, síðan Noregur
Strax árið eftir gerði þessi efnilegi
piltur sjö mörk fyrir Dalvíkinga í 2.
deildinni og þeir héldu honum ekki
lengur á heimaslóðunum. Næstu þrjú
ár lék Heiðar með Þrótturum í 1.
deildinni, skoraði 21 mark í 45 leikjum
og árið 1997 tók hann þátt í að skjóta
Þróttarliðinu, undir stjórn Willums
Þórs Þórssonar, upp í úrvalsdeildina.
Heiðar hefur hinsvegar aldrei leikið
í efstu deild á Íslandi. Seint á árinu
1997 hóf hann atvinnuferilinn með því
að ganga til liðs við Lilleström í Nor-
egi. Ég minnist þess einmitt að í sím-
tali sem við áttum í kringum þau
vistaskipti bað Heiðar mig um að
skrifa sig framvegis Helguson.
Heiðar gerði það gott með Lille-
ström, skoraði 18 mörk fyrir liðið í 42
leikjum í norsku úrvalsdeildinni, og
var síðan seldur til Watford í Eng-
landi í ársbyrjun 2000. Hann var þá
dýrasti leikmaðurinn í sögu Watford
sem greiddi fyrir hann jafnvirði 180
milljóna íslenskra króna. Sem voru
öllu meira virði þá en nú!
Skoraði strax gegn stórliðunum
Þá var Watford nýliði í úrvalsdeild-
inni, en nýliðinn frá Dalvík var fljótur
að setja mark sitt á liðið og deildina.
Hann skoraði strax í fyrsta leik, gegn
Liverpool, og í kjölfarið sendi hann
boltann í netið hjá bæði Manchester
United og Arsenal. Hann varð marka-
hæsti leikmaður Watford á tímabilinu
með 6 mörk, þrátt fyrir að leika innan
við helming leikja liðsins, en þau
dugðu ekki til að halda Watford í úr-
valsdeildinni.
En frá þeim tíma hefur Heiðar átt
góðu gengi að fagna í Englandi, þegar
á heildina er litið. Hann lék með Wat-
ford í fimm ár og skoraði þá 55 mörk í
174 deildaleikjum en liðið lék í B-
deildinni það sem eftir var ferils Heið-
ars hjá liðinu.
Á árunum 2005 til 2009 lék Heiðar
með Fulham og Bolton í úrvalsdeild-
inni og gerði þá alls 14 mörk í 64 leikj-
um.
Heiðar fór til QPR í ársbyrjun 2009
og hefur verið í röðum Lundúnaliðsins
síðan. Hann var reyndar lánaður aftur
til Watford hluta tímabilsins 2009-10
og sýndi þar gamalkunna takta, skor-
aði 11 mörk í 29 leikjum í B-deildinni.
Heiðar vann sig svo inn í lið QPR á
ný í fyrra og tók drjúgan þátt í að
skjóta liðinu upp í úrvalsdeildina með
13 mörkum.
Eins dauði er annars brauð
Í ágúst mætti Heiðar til leiks með
QPR í úrvalsdeildinni. Ekki virtist út-
lit fyrir það í byrjun að Svarfdæling-
urinn fengi mikið að spila og hann tók
lítinn þátt í fyrstu sjö leikjunum. En
eins dauði er annars brauð – þegar DJ
Campbell félagi hans meiddist fékk
Heiðar tækifærið og hefur heldur bet-
ur nýtt sér það. Mörk gegn Black-
burn, Chelsea og Manchester City
hafa sýnt að Heiðar á enn nóg til að
gefa af sér á stóra sviðinu. Markið
gegn Blackburn var hans 100. í ensku
deildakeppninni og það hefur enginn
annar Íslendingur afrekað. Strák-
urinn frá Dalvík er ekki búinn að segja
sitt síðasta orð.
Heiðar skoraði 150. markið
Morgunblaðið/Eggert
Skallamaður Heiðar Helguson er ekki með hávöxnustu mönnum en er samt gríðarlega sterkur í loftinu og skorar mikið
af mörkum með skalla. Hér hefur hann betur gegn danska miðverðinum Simon Kjær í landsleik.
Skoraði fyrsta markið gegn HK, 15 ára gamall Lék aldrei í efstu deild á Íslandi
Yfir hundrað mörkin í Englandi Verið drjúgur að skora gegn „þeim stóru“