Morgunblaðið - 08.11.2011, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.2011, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2011 Fjölnismenn héldu um síðustu helgi sitt árlega Sambíómót í körfubolta fyrir stráka tíu ára og yngri og stúlkur ellefu ára og yngri. Þar var spilaður körfubolti frá því snemma á laugardagsmorgni og fram yfir há- degi á sunnudegi, með tilheyrandi hléum. Mótinu lauk síðan með pitsu- veislu og verðlaunaafhendingu. Allir þátttakendur fengu verðlaun, enda stigin ekki talin í leikjunum og úrslit þeirra því hvergi á blaði. Keppendur voru þó eflaust sjálfir með það á hreinu hvernig fór í hvert skipti. Leikið var á sex völlum í Dal- húsum og Rimaskóla en auk körfu- boltans var margt gert sér til gam- ans, m.a. farið í bíó og haldin kvöldvaka með alls konar skemmti- atriðum. Liðin voru á sjötta tuginn, frá tólf félögum, Fjölni, Val, ÍR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn, Skallagrími, Breiðabliki, Ármanni, Sindra, Kor- máki, FSu og KR, og þátttakendur um fjögur hundruð talsins. Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, kom við í Dal- húsum um helgina og smellti af þessum myndum. Fleiri myndir frá mótinu er síðan að finna í mynda- syrpu á mbl.is. vs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Körfuboltahelgi í Grafarvoginum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.