Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 24
Á dögunum sendi
Ólafur H. Jónsson mér
opið bréf í Morg-
unblaðinu í tilefni af
umsögn minni um
virkjanir við Kröflu,
Leirhnjúk og Gjá-
stykki í drögum að
þingsályktun um
rammaáætlun um
virkjun vatnsafls og
jarðvarma. Síðan send-
irðu annað opið bréf til mín viku
seinna. Mikið liggur greinilega við
að koma í veg fyrir að neitt verði
verndað heldur verði allt virkjað.
Svo virðist sem þessi umsögn hafi
farið svo fyrir brjóstið á þér, Ólafur
minn, að þú skýtur þig strax í fótinn
í upphafssetningu bréfsins, sem
hljóðar svo, orðrétt: „Það er rangt
og algjörlega út í hött eins og þú set-
ur fram að ég sem formaður Land-
eigenda Reykjahlíðar ehf. (L.R) og
sveitarstjóri sem er varaformaður
LR ehf. hafi verið að koma í fyrsta
skipti í Gjástykki á árinu 2010 í um-
ræddri ferð með þér.“ Berum þetta
saman við það sem ég segi orðrétt í
umsögn minni: „Það var ekki fyrr en
í fyrra að formaður landeigend-
afélagsins og sveitarstjórinn, líka
landeigandi skoðuðu verðmætustu
staði svæðisins í fylgd undirritaðs.“
Í orðum mínum held ég því hvergi
fram að þið hafið verið að koma í
fyrsta sinn í Gjástykki, – heldur að-
eins því að þið höfðuð þá ekki séð
„verðmætustu staði svæðisins“ sem
umsögn mín snýst mest um, þ. e.
annars vegar staðinn, sem alþjóðleg
samtök um ferðir til mars hafa valið
sem æfingasvæði fyrir marsfara
framtíðarinnar, rétt eins og Askja
var valin fyrir tunglfara á sínum
tíma, – og hins vegar stað norð-
arlega í Gjástykki, þar sem hægt er
að ganga eftir gjá, sem opnaðist þar
í október 1984 og upp kom nýtt
hraun sem ýmist breiddi úr sér,
rann ofan í gjána á ný eða á víxl ofan
í hana og upp aftur.
Í umsögn minni færi ég að því rök
að að minnsta kosti síðarnefndi stað-
urinn eigi sér enga hliðstæðu í heim-
inum sem sýni landrek og land-
sköpun jafn vel, heldur ekki hér á
landi. Þess vegna var það, að í ferð
okkar um Gjástykki 2010 féllust þið
á að koma með mér á þessa tvo
staði, sem ég tel verðmætustu stað-
ina á Kröflueldasvæðinu hvað varð-
ar náttúruverðmæti og verndun. Nú
kann að vera að þið
teljið verðmætustu
staðina vera þar sem á
að gera borholur,
stöðvarhús, gufu-
leiðslur, vegi og há-
spennulínur. Aldrei
myndi mér detta í hug
eða setja á prent annað
en að þið hafið oftar en
einu sinni farið á þá
staði til að lygna aug-
unum af ánægju yfir
því að þar muni hin
einu sönnu verðmæti,
peningarnir, gusast upp úr jörðinni.
Í umsögn minni færi þó ég að því
rök, að jafnvel þótt aðeins sé hugsað
um peningaverðmæti og atvinnu-
sköpun, – eins og virðist vera skil-
yrði fyrir öllu sem gera má hér á
landi, – muni verndun þessa svæðis
og þeir möguleikar sem það gefur,
skapa meiri peningaverðmæti en
virkjun þess, líkt og í Yellowstone í
Bandaríkjunum.
Í grein þinni segir þú að það hafi
komið þér á óvart að ég hafi ekki vit-
að hvar fyrirhugaðir borpallar í Vít-
ismó ættu að vera. Líttu á kortið hjá
Landsvirkjun sem sýnir það svæði,
sem Landsvirkjun er búin að
merkja sér sem nýtingarsvæði. Ef
þú segir á móti að ætlunin sé að
hliðra borholunum til svo að ekki
valdi sjónmengun, vil ég minna á, að
hingað til hafa borsvæðin verið
teygð eins og langt og mörk hafa
náð yfir. Stórar borholur eru nú
þegar í aðeins 1300 metra kallfæri
og sjónlínu við Leirhnjúk í stað þess
að skábora. Og í stað þess að ská-
bora, þannig að ekki þyrfti að raska
hinum einstæðu sprengigígum við
Víti, var vaðið með 10 þúsund fer-
metra borplan yfir viðkvæman há-
lendisgróður ofan efri gígsins. Spor-
in hræða og í ljósi forsögunnar er
full ástæða til að sporna við álíka
spjöllum og sýnd eru á loftljósmynd
minni af borplaninu. Þú segir að
þetta blasi öðruvísi við gangandi
ferðafólki en við mér á FRÚnni. Ég
get hins vegar sýnt þér enn magn-
aðri myndir sem ég tók gangandi á
jörðu niðri af þessum spjöllum. Fullt
tilefni virðist fyrir okkur til að fara í
aðra ferð saman um svæðið í sömu
gagnkvæmu vinsemdinni og síðast.
Síðan er til flugfélag sem heitir Mý-
flug og flýgur með ferðamenn yfir
svæðið á sumrin, oft margar ferðir á
dag.
Þú bendir á innsláttarvillu í
myndatexta í fylgiskjali, sem mér er
ljúft að leiðrétta og biðja velvirð-
ingar á. Þegar þessi texti er hins
vegar borinn saman við megintext-
ann í umsögninni sjálfri, sem er ít-
arlegri og tvítekinn, sést hið rétta af
samhenginu. Þú segir að lokun veg-
arslóða, sem þið landeigendur gerð-
uð frá Kröflu norður í Gjástykki í
samráði við Landsvirkjun (þó það
nú væri) hafi verið gerð til að forða
„misvitrum“ ferðamönnum frá því
að fara sér að voða á torfarinni og
varasamri leið. En ég spyr: Af
hverju þarf þessi leið að vera tor-
farnari og varasamari en hliðstæðir
vegaslóðar á hálendi Íslands og lok-
uð með keðju? Af hverju eru engar
merkingar, engin leiðbeining-
arskilti, engar staðarmerkingar?
Rök þín eru þau að aðgengi að nátt-
úruperlum geti ekki orðið gott nema
með því að reisa þar virkjanir eins
og dæmin sanni hér á landi, – ann-
ars sé ekkert hægt að gera nema
loka svæðunum svo að ferðamenn
skemmi þau ekki. Dásamleg rök:
Umturna svæðunum fyrst með
mannvirkjum svo að ferðamenn
skemmi þau ekki!
Ég ráðlegg þér að fara til Yellow-
stone og ná þér í góðar ráðgjafa-
tekjur með því að boða þeim kú-
vendingu. Þar er gífurleg orka látin
óvirkjuð, ekki hróflað við einum ein-
asta hver eða fossi og þó er þar
hæfilegt aðgengi án spjalla.
Í seinni grein þinni segir þú að
virkjun í Gjástykki myndi aðeins
hafa áhrif á „brotabrot“ af svæðinu.
Þeir sem farið hafa um virkj-
anasvæðin á Hellisheiði og víðar vita
vel hvernig svona virkjanir líta út.
Þú segir að ef Kröfluvirkjun yrði
fjarlægð myndu nær engin merki
sjást um að hún hefði verið þar.
Kröfluvirkjun stendur að mestu á
melum en í Gjástykki er um að ræða
nýrunnin hraun og þessi tvö svæði
eru að þessu leyti ósambærileg. Ef
virkjanirnar hafa nær engin áhrif,
Ólafur minn, af hverju rísa þær þá
ekki hver af annarri í Yellowstone til
bjargar hinum orkuþyrstu Banda-
ríkjamönnum?
Opið svarbréf til
Ólafs H. Jónssonar um
verndun Gjástykkis
Eftir Ómar
Ragnarsson » Ólafur minn, nú
fórstu sjálfur „yf-
ir strikið í athuga-
semdum þínum og
fullyrðingum. Slíkt
verður að leiðrétta.“
Ómar Ragnarsson
Höfundur er fjölmiðlamaður.
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011
Mikið skelfing held
ég að tilveran væri
snauð ef við hefðum
ekki ævintýri til að
orna okkur við. Æv-
intýri sem fá hugann
til að reika, jafnvel
fljúga um heima og
geima. Ævintýri sem
spyrja áleitinna
spurninga og leita
eftir svörum. Þannig
er ég nokkuð viss um
að ævintýri forn eða nýrri, sönn
eða skálduð gefi lífinu lit og gæði
nútímann innihaldi hvort sem við
upplifum þau sjálf eða heyrum frá
þeim sagt.
Lífið er ævintýri
Lífið er náttúrlega ekkert annað
en eitt stórt og samfellt ævintýri.
Dulúðleg spennusaga sem þú veist
svo sem minnst um hvert leiðir
þig.
Ein er sú saga sem hefur þó
haft meiri áhrif á mig en aðrar.
Það er sagan af fæðingu, lífi og
starfi, dauða og upprisu Jesú
Krists. Ekki nóg með að sagan sú
hafi varðveist í yfir 2.000 ár og
haft meiri áhrif í veröldinni en
aðrar sögur, heldur miðum við
tímatal okkar við hana.
Sagan sú er reyndar fyrir mér
ekki eins og hvert annað ævintýri
heldur sílifandi og gefandi stað-
reynd. Því sannarlega getur raun-
veruleikinn oft verið hið mesta og
besta ævintýri.
Ástarsaga, ekki
glansmynd
Mörg hver ef ekki flest yljum
okkur við hana ár eftir ár. Og þó
að hún kunni að virka rómantísk
og falleg þá er hún jafnframt nöt-
urleg, ögrandi og illskiljanleg. Og
þó að í mínum huga sé hún falleg-
asti viðburður allra tíma er hún
hreint alls engin glansmynd. Hún
fjallar um kærleika Guðs. Um orð-
ið sem varð hold og bjó á meðal
okkar. Um hann sem sendur var
til þess að frelsa okkur. Veita von
og fylla hjörtu okkar af himnesku
súrefni og ólýsanlegum friði og
veita lífi okkar tilgang.
Hún skilur eftir spurningar sem
gott er að láta búa með sér og
íhuga ár eftir ár, fá að hvíla í,
upplifa og njóta, þótt maður skilji
hana ekki.
Það er eitthvað við
þessa sögu. Áhrif
hennar eru greinilega
magnaðri og var-
anlegri en aðrar sög-
ur bjóða upp á. Hún
hefur einhver ólýs-
anleg áhrif á mann
svo maður tekur að
binda vonir sínar við
hana. Hún sýnir okk-
ur skilning, umburð-
arlyndi og samstöðu
auk þess að veita okk-
ur styrk og von og
færa okkur frið.
Sjálfur Guð fæddist inn í þenn-
an heim sem ósjálfbjarga barn við
aðstæður eins og þær gerast
verstar. Hann kom ekki eins og
þruma úr heiðskíru lofti eða
þrengdi sér inn í þennan heim
frekar en hann treður sér inn í
hjarta þitt. Hann kom til að taka
sér stöðu með þér eins og þú ert,
nákvæmlega þar sem þú ert
staddur hverju sinni. Hann kom
til að þjást með þér og gráta með
þér og hann kom til að gleðjast
með þér í gegnum tárin þrátt fyrir
allt. Hann kom til að veita þér von
og fylla þig lífi með eilífum til-
gangi.
Aðeins forrétturinn
Ég trúi því að ævinnar bestu
stundir séu aðeins sem forréttur
að þeirri veislu sem koma skal og
lífið raunverulega er. Þess vegna
er svo mikilvægt að njóta aðvent-
unnar í ljósi jólanna og ævinnar í
ljósi lífsins.
Jesús sagði: Ég er ljós heims-
ins. Sá sem fylgir mér mun ekki
ganga í myrkri heldur hafa ljós
lífsins.
Góður Guð gefi okkur að sjá og
skynja, meðtaka og hvíla í undri
ævintýrisins á jólanótt, ástarsögu
allra tíma, læra að meta hana og
njóta hennar.
Gleðileg jól!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Það er eitthvað við
þessa sögu, því
áhrif hennar eru
greinilega magnaðri
og varanlegri en aðrar
sögur bjóða upp á.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld
og rithöfundur.
Ekki eins og
hvert annað
ævintýri
Í tilefni af forsíðu-
frétt Morgunblaðsins
5. desember þess efn-
is að meirihluti fjár-
laganefndar hafi kall-
að eftir rannsókn á
fjárveitingum til
Fjármálaeftirlitsins
er rétt að fara yfir
uppbyggingu eftirlits-
ins undanfarin ár.
Fjárhagsáætlun
Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2012
felur í sér 3% niðurskurð frá árinu
2011. Til viðbótar er varið 308
milljónum króna til þriggja verk-
efnaflokka, það er nýrra verkefna,
umbótaverkefna og uppbygging-
arverkefna. Nýju verkefnin skýr-
ast af ákvörðunum Alþingis um að
Fjármálaeftirlitið eigi að takast á
við nýjar skyldur, svo sem eftirlit
með skilanefndum og slit-
astjórnum. Umbóta- og uppbygg-
ingarverkefnin koma í
framhaldi af úttekt
fransks sérfræðings,
Pierre-Yves Thoreval,
á Fjármálaeftirlitinu
á grundvelli svokall-
aðra grunnreglna um
skilvirkt bankaeftirlit.
Fjármálaeftirlitið
reyndist ekki uppfylla
um helming þeirra 25
alþjóðlegu staðla sem
þar eru settir fram
um skilvirkt eftirlit.
Úttektin leiddi einnig
í ljós að Fjármálaeftirlitið þarf að
byggja upp heildstætt áhættu-
matskerfi til að standast alþjóðleg
viðmið.
Til viðbótar umbóta- og upp-
byggingarverkefnum skýrast auk-
in framlög til Fjármálaeftirlitsins
af tímabundnum verkefnum sem
tengjast efnhagshruninu. Sautján
einstaklingar vinna nú við rann-
sóknir á hruninu og á áttunda tug
mála hafa þegar verið send til
embættis sérstaks saksóknara en
gert er ráð fyrir að rannsóknum
Fjármálaeftirlitisins ljúki á næsta
ári.
Nauðsyn uppbyggingar Fjár-
málaeftirlitsins kom skýrt fram í
skýrslu finnska ráðgjafans Kaarlo
Jännäri, sem ríkisstjórn Íslands
fékk til að leggja mat á lagaum-
hverfi og framkvæmd fjármálaeft-
irlits á Íslandi og gera tillögur að
úrbótum eftir hrun. Enginn les-
andi skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis þarf heldur að velkjast í
vafa um nauðsyn uppbyggingar á
þessu sviði. Viljayfirlýsing ís-
lenskra stjórnvalda til Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins síðastliðið sum-
ar ber þessu enn fremur vitni en
þar er áhersla lögð á uppbyggingu
eftirlitsins.
Óhætt er að segja að staða
Fjármálaaeftirlitsins hafi verið
ákaflega slæm eftir efnahags-
hrunið, enda stofnunin bæði fjár-
svelt og undirmönnuð. Unnið hef-
ur verið að uppbyggingu
Fjármálaeftirlitsins með öflugum
stuðningi löggjafans. Mörkuð var
ný og áræðin stefna fyrir Fjár-
málaeftirlitið og núna um áramót-
in tekur gildi nýtt skipulag Fjár-
málaeftirlitsins til að það verði
verkefnamiðað og starfsemin skil-
virkari.
Það er óheppilegt að kostnaður
vegna Fjármálaeftirlitsins hefur
vaxið mikið undanfarin ár og nær
hámarki á næsta ári, á sama tíma
og umsvif fjármálamarkaða eru í
lágmarki. Kostnaður við Fjár-
málaeftirlitið er greiddur af eft-
irlitsskyldum aðilum, en ekki af
almennum sköttum, í samræmi við
sérlög um opinbert eftirlit 99/
1999.
Eftir því sem rannsóknum lýkur
og uppbyggingar- og umbótaverk-
efni klárast, mun starfsmönnum
fækka og kostnaður við Fjármála-
eftirlitið minnka.
Til þess að tryggja heilbrigt
fjármálalíf verður Fjármálaeft-
irlitið að sinna ákveðnum verk-
efnum, sama hvort haft er eftirlit
með fáum fjármálafyrirtækjum
eða mörgum. Þeim verkum þarf
að sinna með sem hagkvæmustum
hætti.
Öflugt fjármálaeftirlit er frum-
forsenda þess að erlendar fjár-
málastofnanir treysti íslensku
fjármálakerfi og að íslenskir bank-
ar geti leitað fjármögnunar á er-
lendum mörkuðum. Uppbygging
Fjármálaeftirlitsins er því veiga-
mikil forsenda endurreisnar ís-
lensks efnahagslífs.
Öflugt fjármálaeftirlit er forsenda endurreisnar
Eftir Aðalstein
Leifsson »Unnið hefur verið að
nauðsynlegri upp-
byggingu Fjármálaeft-
irlitsins eftir hrun með
öflugum stuðningi lög-
gjafans.
Aðalsteinn Leifsson
Höfundur er stjórnarformaður
Fjármálaeftirlitsins.