Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011 Ein af þeim bókum sem veitthafa mér mesta skemmt-un á þessu ári er fyrrabindið af 100 ára sögu Ís- landsmótsins í knattspyrnu eftir Sig- mund Ó. Steinarsson sem kom út í sumar. Þar var komin dæmigerð bók sem maður er alltaf að taka fram öðru hvoru, fletta upp leikjum eða atvikum, spá og spek- úlera – ótæmandi fróðleiks- brunnur fyrir fótboltavini. Þá um sumarið stóð einmitt hundraðasta Íslands- mótið og eins og það fyrsta hófst með sigri Fótboltafélags Reykjavíkur, sem síðar forframaðist í Knatt- spyrnufélag, þá lauk því hundraðasta með sigri KR-inga eins og rakið er rækilega í seinna bindi sögunnar. Hafi mönnum vaxið í augum hvað fyrra bindi þessarar miklu sögu var mikið að vöxtum, þá slær það seinna það út, 512 blaðsíður og þá sagan öll 896 síður, ríkulega myndskreytt, uppfull af skemmtilegum sögum og ævintýralegum, og forvitnileg töl- fræði um alla bók. Eðlilega þótti mér fyrra bindið meiri tíðindi, því þar var sagt frá svo mörgu sem ég ekki þekkti til; man fyrst almennilega eftir fótbolta þegar KR-ingar urðu meistarar 1968, enda var þá mikil gleði í Vesturbænum. Upp frá því fylgdist ég betur með og fyrir vikið er ekki margt sem ég er að lesa um í fyrsta sinn í seinna bindinu sem hefst með Íslandsmótinu 1966. Að því sögðu þá eru ótal fréttamolar sem koma á óvart og sífellt er ég að rekast á eitthvað nýtt eða að sjá eitt- hvað sem ég hélt ég vissi í nýju ljósi; nefni þar frásögnina af ævintýra- legum „flótta“ þjálfara Víkinga í ágúst 1978 og eins söguna af „marki aldarinnar“ sem Magni Blöndal Pét- ursson skoraði í september 1980. Mér sýnist því að þessi bók eigi eftir að endast mér eins vel ef ekki enn betur en hin og verða uppspretta skemmtunar og fróðleiks næstu árin. Fótbolti var alla tíð almenn- ingsíþrótt og lengi fannst mér eins og litið væri niður á menn fyrir að hafa áhuga á slíkum barbarisma. Það voru líka oft leiðindi og slark í kringum kappleiki, eins og Sigmundur segir til að mynda frá í leik Keflavíkur og Vals í maí 1977, þegar lögreglumenn þurftu að stilla til friðar. Með tím- anum hefur þó boltinn fengið þann sess sem hann hefur í dag, að vera íþrótt sem fjölskyldan skemmtir sér við og sem betur fer eru menn hættir að mestu að hella í sig fyrir leiki. Sú þróun er meðal annars fyrir tilstilli manna eins og Sigmundar sem skap- að hafa fótboltanum, knattspyrn- unni, faglega ímynd með umfjöllun sinni um íþróttina í áratugi. Það stór- virki sem eftir Sigmund liggur á þessu ári er svo kórónan á því verki, heimildar- og skemmtirit sem lengi mun lifa. Faglegt Verk Sigmundar Ó Stein- arssonar er „ótæmandi fróðleiks- brunnur fyrir fótboltavini“. Heimildar- og skemmtirit sem lengi mun lifa 100 ára saga Íslandsmótsins í knatt- spyrnu, síðara bindi bbbbb Eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Knatt- spyrnusamband Íslands gefur út. 512 bls. í stóru broti með nafna- og korta- skrá og ítarlegum heimildalista. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Morgunblaðið/RAX Mörgum finnst fáttskemmtilegra og jafnspennandi og að kom-ast út fyrir landstein- ana. Kynnast þar nýju fólki og framandi menningarheimum og er ofanritaður engin undantekning á því. Fyrir þá sem dreymir um að flakka heimshorna á milli hefst sá draumur oft á tíðum á lestri ým- iskonar ferðabóka sem segja og gefa í skyn við hverju megi búast á viðkomandi áfanga- stað. Nýverið kom út bókin Án vega- bréfs – Ferðasögur eftir ljós- myndarann og blaðamanninn Ein- ar Fal Ingólfsson og er ekki hægt að segja annað en að hún sé úr- vals upphafspunktur fyrir dag- drauma um heimshornaflakk og framandi slóðir. Einar Falur hefur á löngum og farsælum ferli sínum verið á far- aldsfæti og skrásett það sem fyrir augu hans hefur borðið. Bæði vopnaður myndavél og penna og hafa margar af ferðasögum hans birst á síðum Morgunblaðsins í gegnum árin. Bæði í fullri lengd og í styttri útgáfum. Í Án vega- bréfs hefur hann tekið saman ell- efu stórskemmtilegar, áhugaverð- ar og oft á tíðum ótrúlegar ferðasögur og fléttað saman við kraftmiklar ljósmyndir af áfanga- stöðum sínum. En það er einmitt þessi blanda af ferðasögum og ljósmyndum sem gerir lestur bók- arinnar að ferðalagi út af fyrir sig. Það er ekki bara verið að lesa um það sem á daga Einars Fals og ferðafélaga hans hefur drifið hverju sinni, heldur hafa ljós- myndirnar verið listilega vel valdar og settar saman við ýt- arlegar ferðasögur. En þó svo að textinn sé í fyrirrúmi þá eru ljós- myndirnar síður en svo í auka- hlutverki, þvi hver og ein þeirra hefur nefnilega sína eigin sögu að segja. Í bókinni fá lesendur að fara með og gerast ferðafélagar Einars Fals, sjá hvernig þessir ellefu áfangastaðir hafa komið fyrir augu hans og upplifa hvert ferða- lag fyrir sig í gegnum ítarlegar sögu og ljósmyndir. Hann fer með þig djúpt ofan í silfurnámur Cerro Rico í Bólivíu, á sólstöðuhátíð í Cuzco við rætur Andersfjalla, gef- ur lesendum einstaka sýn á Þriggja gljúfra stífluna sem teygir sig yfir Yangtze-fljótið í Kína, hvernig tugþúsundir pílagríma koma saman við ármót Jamuna og Ganges á Indlandi, Maldívaeyjar úr háloftunum, rústir Tvíbur- aturnanna stuttu eftir árásina 2001, hvernig Vestur-Íslendingar í Gimli minnast heimaslóðanna og hvernig er að fara á norðurpólinn og heim aftur, svo nokkrar af fjöl- mörgum sögum bókarinnar séu nefndar. Án vegabréfs – Ferðasögur bbbbb Eftir Einar Fal Ingólfsson. Crymogea gefur út. 317 bls. MATTHÍAS ÁRNI INGIMARSSON BÆKUR Höfundurinn í námu „Það er … þessi blanda af ferðasögum og ljós- myndum sem gerir lestur bók- arinnar að ferðalagi út af fyrir sig.“ Ótrúlegar ferðasögur LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BLITZ Sýnd kl. 8 -10:15 ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D Sýnd kl. 6 JACK AND JILL Sýnd kl. 6 - 8 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10 BORGRÍKI Sýnd kl. 10:15 HAPPY FEET 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN/ US WEEKLY NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT ÞAR SEM LÖGIN TAKA ENDA HEFST RÉTTLÆTIÐ ‚“FERSKASTA OG SKEM- MTILEGASTA JÓLAMYND SÍÐARI ÁRA.“ - MICHAEL RECHTSHAFFEN, HOLLYWOOD REPORTER „SNIÐUG, FYNDIN OG SÆT!“ - KEITH STASKIEWICZ, ENTERTAINMENT WEEKLY HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL Sjáðu n ýja Just in Biebe r myndba ndið í þ rívidd á undan m yndinni! -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 950 kr.3 D 3D GLERAUGU SELD SÉR700 kr. 700 kr. 950 kr.3 D 3D GLERAUGU SELD SÉR 950 kr.3 D 3D GLERAUGU SELD SÉR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI 5% ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 6 L BLITZ KL. 8 16 TROPA DE ELITE KL. 5.50 16 JACK AND JILL KL. 8 - 10 L / IMMORTALS 3D KL. 10 16 -A.E.T., MBL -V.J.V., SVARTHOFDI.IS 92% ROTTENTOMATOES ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 L BLITZ KL. 8 - 10.10 16 BLITZ LÚXUS KL. 8 - 10.10 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 TROPA DE ELITE KL. 10.20 16 JACK AND JILL KL. 8 - 10.10 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÞÓR 3D KL. 3.40 - 5.50 L T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L ARTHUR CHRISTMAS 3D ÁN TEXTA KL. 5.50 L TROPA DE ELITE KL. 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ELDFJALL KL. 5.45 L HEFURÐU VELT ÞVÍ FYRIR ÞÉR HVERNIG MAÐUR FER AÐ ÞVÍ AÐ AFHENDA TVO MILLJARÐA GJAFA Á EINNI NÓTTU? Sjáðu nýja myndbandið með JUSTIN BIEBER í þrívídd á undan myndinni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.