Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Heldur hjónabandinu heitu… 2. „Hann verður ekki í loftinu“ 3. Telja her Kína horfa til Íslands 4. Bókhaldið strimlar í pokum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslenska dansflokknum hefur verið boðið að sýna á APAP Global Per- forming Arts Marketplace and Con- ference í New York í janúar. Flokk- urinn mun sýna Kvart eftir Jo Strömgren í hinu virta Gerald W. Lynch-leikhúsi. ÍD á einni stærstu kaupstefnu heims  Rappsveitin Úlf- ur ÚIfur, sem er reist á rústum Bróður Svartúlfs (sigurvegari Mús- íktilrauna 2009) gefur út plötuna Föstudaginn langa, næstkom- andi laugardag. Plötunni verður fagnað með tón- leikum á Faktorý sama dag, gestir eru m.a. Arnór og Þórarinn úr Agent Fresco og Emmsjé Gauta. Úlfur Úlfur og Föstudagurinn langi  Sunnudaginn 11. standa Skúli mennski og hljómsveitin Grjót fyrir útgáfu- og aðventubúgítónleikum í Iðnó. Ásamt því að spila plötuna Búgí! í heild sinni með blásarasveit og bak- röddum, leika þeir eldri lög og jólalög í búgíútsetn- ingum. Ari Eldjárn og KK heiðra líka gesti með nærveru sinni. Útgáfu- og aðventu- búgí Skúla mennska Á miðvikudag Austlæg átt, víða 5-13 m/s og él. Frost yfirleitt 2 til 15 stig. Á fimmtudag Norðaustanátt og víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, en él fyrir norðan og austan. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari norðaustanlands. Él syðra og á annesjum fyrir norðan. Frost 2-18 stig, kaldast í innsveitum norðanlands en mildast syðst. VEÐUR Tiger Woods vann langþráðan sigur á golfmóti þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í Kaliforníu í fyrrakvöld. Það var hans fyrsti sigur í rúm tvö ár, eða frá því einkalíf hans komst heldur betur í heims- fréttirnar haustið 2009. Í fréttaskýringu fjallar Kristján Jónsson um þennan magn- aða kylfing og hvort hann muni í kjölfarið blanda sér í baráttuna um sigra á risa- mótunum á ný. »4 Vatnaskil hjá Tiger Woods? Birna Berg Haraldsdóttir er yngsti leikmaður kvennalandsliðsins sem tekur þátt í HM í Brasilíu. Hún segir að það sé skemmtilegra að spila handbolta í Brasilíu en vera heima og læra fyrir jólaprófin í Flensborg. „Ég gæti þó fallið á því að vera hérna,“ segir Birna Berg. »3 Skemmtilegra í Brasilíu en læra fyrir jólaprófin Dómararnir gleymdu engu og gerðu engin mistök eftir að þeir sýndu Hrafnhildi Skúladóttur rauða spjaldið í leik Íslands og Svartfjallalands á HM í Brasilíu. „Það var íþróttafréttamaður RÚV sem féll á prófinu en ekki dómararnir,“ segir m.a. í frétta- skýringu Ívars Benediktssonar um málið. »2 Gleymdu engu og gerðu engin mistök ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Flestum dettur vafalaust ekki í hug lögfræði og því síður Suður-Afríka þegar minnst er á listhlaup á skaut- um en það á við þegar Erlendína Kristjánsson er annars vegar. Hún er lögfræðingur að mennt, aðjunkt í laga- og viðskiptaensku við Háskól- ann í Reykjavík og skautastjóri hjá Skautafélaginu Birninum í Graf- arvogi, en fædd og uppalin í Jóhann- esarborg. „Ég er hálfíslensk – pabbi minn var konsúll í Jóhannesarborg – og áður en Mandela var kjörinn forseti í Suður-Afríku 1994 var mikil óvissa í landinu og fjölskyldan ákvað að flytja til Íslands,“ rifjar Erlendína upp. „Foreldrar mínir fluttu 1991 en ég útskrifaðist sem lögfræðingur og flutti hingað 1993. Þá var Jóhann- esarborg kölluð mesta glæpaborg heimsins og ég sérhæfði mig í glæpalögfræði.“ Þjálfari í 17 ár Erlendína stundaði listhlaup á skautum í Suður-Afríku og þar fór hún á sín fyrstu þjálfaranámskeið 19 ára gömul. Eftir að hún flutti til Ís- lands var hún orðin þjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur áður en þrír mánuðir voru liðnir. Þaðan lá leiðin til Bjarnarins 1997 þar sem hún hefur, ásamt öðrum þjálfurum, byggt upp listskautadeildina nánast frá grunni. „Ég byrjaði að þjálfa undir berum himni í Laugardalnum og það var mjög erfitt að vinna úti í snjó og roki eftir að hafa verið í góða veðrinu í Suður-Afríku alla tíð.“ Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fór fram á Akureyri um helgina. Þar mætti 81 stúlka til leiks og þar af 38 á aldrinum 6- 17 ára frá Birninum. Af 31 verð- launum fengu Bjarnarstúlkur 15 og er Erlendína mjög ánægð með ár- angurinn. Hún segir að uppbygg- ingin sé farin að skila sér. „Íslend- ingar eru að byrja að ná árangri í alþjóðamótum,“ segir hún. „Vin- sældir íþróttarinnar aukast stöðugt og þátttakendum fjölgar.“ Hún þakkar það góðu starfi í félögunum og hjá Skautasambandi Íslands. Vel gangi að byggja upp þjálfara og dómara og unnið sé samkvæmt markvissri kennsluskrá. „Þetta er listgreinin mín,“ segir Erlendína um áhuga sinn á íþrótt- inni. „Sumir mála eða syngja í frí- stundum en ég fæ hvíld frá vinnunni á listskautum. Þetta er mitt athvarf og mér finnst mjög skemmtilegt að vinna í félagsstarfi með börnum.“ Lögfræðingur í listhlaupi  Suðurafrísk sveifla í listgrein- inni hérlendis Morgunblaðið/Árni Sæberg Efniviður Embla Rut, Tanja, Nadia, Tinna, Íris Björg og Eydís Birta með Erlendínu á æfingu í Egilshöll í gær. Eingöngu stúlkur keppa í list- hlaupi á skautum hérlendis. Er- lendína Krist- jánsson segir að skiln- ingur barnanna á íþróttinni hafi aukist mikið á nýliðnum árum, hraðinn sé meiri og stúlkurnar taki meiri áhættu en áður. Hugsunin nái líka út fyrir félagið og landið, sé alþjóðleg, og það sé af hinu góða enda séu yngstu stúlkurnar mjög efnilegar. Framtíðin sé því björt hjá stelpunum en hins vegar þurfi að fá stráka í íþróttina, því þetta sé ekki bara stelpuíþrótt, og það verði aðeins gert með því að mynda stóran hóp. Ekki gangi að vera með einn strák hér og þar, heldur verði að fá þá saman. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá styrk í svona verkefni og von- andi verður það að veruleika,“ seg- ir hún. Vill byggja upp strákahóp ERLENDÍNA KRISTJÁNSSON SKAUTASTJÓRI Nadia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.