Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  17. tölublað  100. árgangur  EIVÖR NÆR BETRI TENGINGU VIÐ UM- HVERFIÐ BERFÆTT MYNDIN FROST TEKIN UPP Á LANGJÖKLI FC ÓGN FER ANSI LANGT Á KEPPN- ISSKAPINU SUNNUDAGSMOGGINN GEFA EKKERT EFTIR 10PERSÓNULEG PLATA Á LEIÐINNI 47 Vilhjálmur A. Kjartansson Skúli Hansen Frávísunartillaga sem lögð var fram gegn tillögu Bjarna Benediktssonar var felld með 31 atkvæði gegn 29 í gærkvöldi. Alþingi mun því fá tillögu Bjarna um að falla frá ákæru á hendur Geir H. Haarde til efnislegrar meðferðar. Samþykkt var að vísa málinu til meðferðar í stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd. „Ég er mjög ánægður með þessa nið- urstöðu enda mikilvæg mannréttindi undir. Hins vegar get ég ekki neitað því að það kom mér á óvart hvað margir af þeim sem áður hafa lýst þeirri skoð- un sinni að ekki sé tilefni til málshöfðunar á hendur Geir H. Haarde voru á móti því að vilji Alþingis, Alþingi 17 daga að afgreiða ákvörðun um ákærur árið 2010, sem endaði með ákæru á hendur Geir. Vill að boðað verði til þingkosninga Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, segir að Al- þingi hafi brugðist í þessu máli. „Oft hefur það verið reiknað út að þessi stjórn hangi á einu atkvæði og ég ætla ekki að bera ábyrgð á því að halda Ögmundi Jónassyni og Össuri Skarphéðinssyni í embætti,“ segir Þráinn. Þá telur hann fýsilegt að boðað verði til alþingiskosninga. „Mér er efst í huga núna að fá kosningar þannig að það komi í ljós hvort þjóðin kjósi yfir sig samtryggingu eða þá hugsun sem ríkir hjá okkur sem viljum draga lærdóm af hruninu.“ MTillaga Bjarna fer til umfjöllunar »4 Frávísunartillögu vísað frá  Alþingi mun fjalla um tillögu um að falla frá ákæru á hendur Geir H. Haarde  Frávísunartillögu hafnað með 31 atkvæði gegn 29 eftir langar umræður á þingi sem um leið er vilji ákæruvaldsins í málinu, væri skýr og öllum vafa um hann yrði eytt,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá vonar Bjarni að málið fái skjóta meðferð en það tók Morgunblaðið/Golli Alþingi Össur og Jóhanna þung á brún í gær. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Launahækkanir í kjarasamningun- um sem ASÍ og Samtök atvinnulífs- ins samþykktu í gær að gilda mundu áfram, reynast mörgum fyr- irtækjum erfiðar. Ástæðan er ekki síst sú að hjól atvinnulífsins hafa ekki farið í gang af þeim krafti sem vonir stóðu til, að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA. Með framlengingu samninganna munu laun á almennum vinnumark- aði hækka um 3,5% um næstu mán- aðamót. „Við sjáum að útflutningsgrein- arnar munu eiga miklu auðveldara með að bera þessar hækkanir held- ur en fyrirtæki sem starfa fyrst og fremst á þröngum heimamarkaði. Þar getur þetta verið mjög erfitt og það sem þarf til að koma er í fyrsta lagi hagræðing. Ef hún næst ekki þarf að hækka verð og ef menn geta það ekki, þá þurfa þeir væntanlega að fækka starfsfólki,“ segir hann. Í yfirlýsingu SA og ASÍ við undirrit- un um áframhaldandi gildi samn- inganna í gær segjast samtökin vera sammála um að ekki sé ástæða til uppsagnar kjarasamninga vegna þróunar kaupmáttar, verðlags og gengis krónunnar „en að forsendan um efndir ríkisstjórnarinnar á gefn- um fyrirheitum hafi ekki staðist“. Tókst að þoka málum áfram Forsvarsmenn ASÍ segja að þrátt fyrir mikla tregðu á stjórn- arheimilinu hafi tekist að þoka áfram mikilvægum málum en rík- isstjórnin er gagnrýnd: „Ég hef ekki í þau 20 ár sem ég hef verið að starfa á þessum vettvangi fundið jafn mikla gremju út í nokkur stjórnvöld,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ. »6 Hagræða, hækka eða segja upp  Forseti ASÍ segist ekki hafa fundið álíka gremju í garð stjórnvalda í 20 ár  Ólafur Helga- son, bóndi í Hraunkoti í Landbroti, var með hæstu með- alafurðir allra kúabúa landsins, 8.340 kg mjólkur eftir hverja kú. Aðspurður segir Ólafur þetta að hluta til vera heppni, lítið hefur verið um veik- indi hjá honum undanfarin ár, en einnig gott fóður. „Það er mikilvægt að end- urrækta túnin reglulega til þess að fá bestu mögulegu uppskeruna.“ Ólafur nefnir að vallarfoxgras sé besta fóðrið fyrir kýrnar. Auk þess ræktar Ólafur bygg sem hann segir úrvals fóður. »20 Hraunkot með afurðahæstu búum Ólafur Helgason  Svo getur farið að sex biskups- kosningar fari fram á Íslandi næstu sex mánuðina. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur beðist lausnar frá embætti frá 30. júní í ár að telja og er gert ráð fyrir að biskupskjör fari fram í mars. Nýr vígslubiskup á Hólum verður kjörinn ekki síðar en í sumar og verði vígslubiskupinn í Skálholti kjörinn biskup Íslands þarf að kjósa nýjan vígslubiskup. Fái enginn meirihluta atkvæða þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá. »18 Stefnir í allt að sex biskupskosningar Biskupar Feðgarnir Karl og Sigurbjörn. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur boð- að breytingar á íslenska liðinu eftir tapið gegn Slóvenum á Evrópumótinu í gærkvöldi, 32:34. Íslenska liðið slapp fyrir horn en byrjar milliriðil keppn- innar án stiga. Breytingarnar ætlar Guðmundur að tilkynna í dag en hann segir að liðið fari eftir sem áður í leikina af fullum krafti. » Íþróttir Boðar breytingar eftir tap Ljósmynd/Hilmar Þór Guðmundsson létt&laggott „Það er ekki lengur starfhæfur meirihluti á Alþingi. Ögmundur getur ekki lengur verið innan- ríkisráðherra og það gefur augaleið,“ segir Þór Saari. Hann telur besta kostinn vera ut- anþingsstjórn sem forsetinn skipar. „Það er ein leið að leggja fram vantraust og önnur að stjórnin boði til kosninga sem fyrst,“ segir Þór Saari. Vonast eftir utanþingsstjórn ÓSTARFHÆFT ÞING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.