Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2012 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa vega- mál verið í miklum ólestri árum saman. Tillaga Ögmundar Jón- assonar um hálend- isveg yfir báða hálsana milli Gufufjarðar og Þorskafjarðar snýst um að áralöng bið eftir láglendisvegi- og jarð- göngum undir Klett- sháls verði framlengd um sex áratugi án þess að ráðherra samgöngumála þurfi að taka afleið- ingunum. Mun minna fjármagni hef- ur á undanförnum árum verið varið til vegagerðar á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum. Það er stað- reynd sem innanríkisráðherra getur þrætt fyrir þegar honum hentar. Eitt helsta lögmál nútíma vega- gerðar snýst líka um að brattir og hlykkjóttir fjallvegir yfir erfiða og snjóþunga hálsa skuli víkja fyrir lág- lendisvegum og stuttum veggöngum. Um Austur- og Vestur-Barðastrand- arsýslu skiptir greiðfær og öruggur láglendisvegur miklu máli til þess að hægt sé að tryggja áframhaldandi byggð og framþróun í samfélags- og atvinnumálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Mín skilaboð til Ólínu Þorvarðardóttur eru þau að tími fjallveganna sé nú liðinn þegar fram- farir í jarðgangagerð eru að aukast. Tillögur innanríkisráðherra um að endurbyggja erfiða hálendisvegi á báðum hálsunum í óbreyttri mynd gegn vilja heimamanna snúast frekar um að ögra íbúum suð- urfjarðanna og að allar byggðirnar sunnan Dynjandisheiðar skuli búa við áframhaldandi vetrareinangrun næstu hálfu öldina. Þetta eiga þingmenn Norðvest- urkjördæmis að kynna sér á meðan ágrein- ingur er milli stjórn- arflokkanna um Vaðla- heiðargöng sem 1000 króna vegtollur á hvern bíl borgar aldrei. Stað- reyndin sem Ögmund- ur andmælir er að fjallvegir á snjó- þungum og illviðrasömum svæðum auka viðhaldskostnað ökutækja og eldsneytisnotkun, þá eykst flutnings- kostnaðurinn til og frá sunnanverð- um Vestfjörðum sem er alltof mikill. Þrátt fyrir fögur loforð um bættar samgöngur í fjórðungnum sem inn- anríkisráðherra hefur svikið berast engar fréttir af því að Dýrafjarð- argöng séu í sjónmáli. Síðustu daga októbermánaðar bárust fréttir af því að Vegagerðinni væri nú full alvara í því að skoða möguleika á þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar sem Ól- ína Þorvarðardóttir og Einar K. Guð- finnsson hafa deilt um. Þessir tveir þingmenn Vestfirðinga skulu svara því hvort það sé heppilegt að lög- reglan á Patreksfirði keyri 400 km báðar leiðir til að þjóna íbúum Reyk- hóla án þess að ákvörðun um jarð- göng undir Klettsháls liggi fyrir næstu áratugina. Fyrir löggæsluna á Patreksfirði er þetta svæði milli Vesturbyggðar og Reykhóla alltof stórt. Á löngum tíma hefur milljörðum króna verið varið til vegagerðar í Dalabyggð og í Djúpveg. Komið hafa fram hugmyndir um að tengja saman þessi vegakerfi með stuttum veg- göngum meðfram Kollafjarðarheiði. Þá myndi láglendisvegur frá Ísafirði til Reykjavíkur sem nútímafólk gerir kröfu um styrkja byggð á norð- anverðum Vestfjörðum. Eftir að veg- urinn á Klettshálsi var byggður upp fyrir hálfan milljarð króna hefur hann alltaf verið lokaður alla vetr- armánuðina án þess að Einar K Guð- finnsson vilji tala um veggöng undir þennan farartálma. Búast má við því sama á Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi sem Ögmundur Jónasson vill byggja upp í óþökk heimamanna. Fyrir Vegagerðina getur verið vonlaust og alltof kostnaðarsamt að þjónusta fjallvegi fjarri starfs- stöðvum þeirra án þess að innanrík- isráðherra viðurkenni þá staðreynd að það sé liðin tíð að fara með upp- byggða vegi upp á snjóþung og ill- viðrasöm svæði í meira en 200 m hæð sem Vegagerðin getur ekki haldið opnum. Mín hugmynd er að Ólína Þorvarðardóttir svari því hvort hún fallist á málamiðlunartillögu heima- manna sem gerir ráð fyrir veggöng- um undir Hjallaháls og að nýr vegur verði lagður út Djúpafjörð að aust- anverðu og yfir Gufufjörð. Tími fjallveganna er liðinn, Ólína Eftir Guðmund Karl Jónsson » Þrátt fyrir fögur lof- orð um bættar sam- göngur í fjórðungnum sem innanríkisráðherra hefur svikið berast eng- ar fréttir af því að Dýra- fjarðargöng séu í sjón- máli. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Skyldi hugtakið „jafnrétti“ hafa valdið einna mestum skaða í þjóð- félögum heimsins þegar allt kemur til alls? Þó ekki væri nema bara vegna þess að fólk er engan veginn allt jafnt frá náttúrunnar hendi (þótt innsti kjarninn sé sá sami) – fyrir nú utan allan félagslega mismuninn sem orðið hefur til í aldanna rás, ein- mitt vegna téðs tilfinnanlega „ósanngjarns“ meginfyrirbæris lífs- ins. „Jafnrétti“ er jafnan haldið hvað hæst á lofti af þeim sem skilgreina sig sjálfir neðan meðaltalsins (vegna minnimáttarkenndar?) hvort sem þeir hafa staðist síminnkandi kröfur um námsárangur í skólakerfunum eða ekki. Manni sýnist menntahroki hafa farið vaxandi síðustu áratugi, einkum innan félagshyggjuflokk- anna, „vegna þess að sjálfu verka- fólkinu er ekki treystandi til að rífa niður uppbyggingu forfeðranna hjálparlaust“. Til þess þarf víst til- styrk „systurflokkanna“ í Evrópu án þess að femínistar komi þar sér- staklega við sögu. Með öðrum orð- um: Baráttu gegn Bandaríkjamönn- um. Skefjalausum hatursáróðri gegn þessu mesta stórveldi jarðar hefur verið haldið á lofti af íslenskum vinstrimönnum um sjö áratuga skeið eða lengur. Staðhæft er af sumum að kvikmyndir frá Hollywood gefi raunsanna mynd af bandarísku þjóð- félagi, þótt fátt sé fjær sannleik- anum í flestum tilfellum. Orðalepp- arnir sem uppi voru hafðir um varnarliðið á sínum tíma eru auðvit- að ekki hafandi eftir í virðulegu fjöl- skyldublaði – en oft hefur það hvarflað að manni að það virðast einkum þeir sem aldrei hafa komið til Bandaríkjanna sem tala hvað verst um þá yndislegu þjóð. Að vísu er margur potturinn brotinn í því vísa landi (les; heimsálfu) líkt og hvarvetna annars staðar. Útrás- arvíkingarnir þeirra eru síst skárri en okkar og fráleitt til þess fallnir að sýnast verðugir fulltrúar þjóð- arinnar. Ósköp virðist nú annars illa fyrir okkur komið Íslendingunum, þetta kjörtímabilið, óskabörnum banda- manna, sjálfum sigurvegurunum. Urðum við ekki ofaná? Ég veit það ekki. Flottasta land/þjóð jarðar? Vonandi klúðrar því ekki „jafnrétti“ þótt áfram verði rætt um „jöfnun“. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON leigubílstjóri. Jafnrétti? Óhugsandi Frá Páli Pálmari Daníelssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.