Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2012 fyrir allt og allt. Blessuð sé ykk- ar minning. Valdísi, Magnúsi og fjölskyld- um þeirra vottum við innilega samúð okkar. Gunnar Ólafsson og fjölskylda, Keflavík. Þegar voraði fór mikil óþreyja að grípa mann. Maður gat ekki beðið eftir því að komast í sveit- ina. Ég lagði áherslu á að kom- ast fyrir 8. júní, þá átti ég af- mæli. Og enginn hélt skemmtilegri afmælisveislur en Hebba. Ég man svosem ekki hve sortirnar voru margar sem hún bakaði eða hvort maður fékk al- vöru súkkulaði eða bara Nesk- vikk. En að sitja í öndvegi (ann- ars frátekið fyrir aldursforseta!) innan um alla þessa Villa og Kalla, Stúlla og Halla, Hadda og Badda, það var hamingjan. Eitt sinn fæddist kálfur á afmælis- daginn minn. Það var kvíga og Hebba skírði hana umsvifalaust Gunnlaugsínu. Varð hún síðar ein besta mjólkurkýrin í gjörv- öllum Skagafirði og þótt víðar væri leitað. Svenni var óheppn- ari; á afmæli hans fæddist bola- kálfur sem var nefndur Sveinn, og var lógað skömmu síðar. Hal- ann af honum hirti ég og ætlaði að færa systur minni sem pels, en það er önnur saga. Á Brekku urðum við allir bolsévikkar. Öllum var gert að færa Hebbu allt það sælgæti sem barst frá ömmum og ætt- ingjum og því var svo skipt jafnt á milli manna: Eftir hafragraut- inn stóð skál með bolsíum eða öðru nammigotti á eldhúsbekkn- um og var einn moli á mann. Hvort jafnræði var með öðrum sætindaúthlutunum veit ég ekki, en ófáum kleinunum og pönnu- kökunum stakk Hebba heimul- lega að mér og hvíslaði: „Ekki segja neinum frá!“ Óskar og Hebba voru skemmtilegt fólk og það var gaman að vera hjá þeim í sveit. Ég var fimm sumur þar og hefði gjarna viljað vera oftar og leng- ur. Þau stjórnuðu þessu stóra heimili með gæfulegu sambandi af strangleik og mildi. Hebba sá aðallega um húsið og garðinn en Óskar um skepnurnar og jörð- ina, en þau voru þó ekki bibl- íuföst á verkaskiptinguna og hjálpuðust að í hvívetna. Fegurri garður er vandfundinn en á Brekku og skógræktin þar vek- ur athygli allra sem fram hjá fara. Ungu sumargestirnir fengu að kynnast öllum algengum sveitastörfum áður en þau urðu tækninni að bráð. Kýrnar voru handmjólkaðar, túnin handrökuð og ærnar rúnar með klippum. Eitt sinn sendi pabbi mig norður með forláta rafknúna Phillips- hárskurðarvél. Taldi hann rétt að Bjössi rakari á Hjarðarhag- anum sæi um snyrtinguna á fjöl- skyldunni en hugsanlega gæti Óskar beitt þessu á féð, eða hvað? Sennilega reyndist það torvelt en þess í stað gerðu Hebba og Óskar áhugaverðar tilraunir með nýsköpun í klipp- ingum á okkur strákunum, löngu áður en pönkarar þorðu að ex- perimenta með sínar frísöringar í heitu löndunum. Voru laugar- dagssundferðir Brekkumanna til Varmahlíðar þetta sumarið helsta aðdráttarafl sveitarinnar. Hebba var einstaklega blíð og þolinmóð kona. Það hefur verið ærið verk að ganga urmul ungra barna nánast í móðurstað sum- arlangt, og í mörg horn að líta. Einn var handleggsbrotinn, ann- ar pissaði undir, sumir myrk- fælnir en aðrir óttuðust Bólu- Hjálmar umfram aðra drauga. Og allir söknuðu mömmu. Öllum þessum þörfum sinnti Hebba. Það var gaman að heimsækja þau á ferð um hringveginn; það var svolítið eins og að heilsa uppá aldraða foreldra. Það er bjart yfir minningu Hebbu og Óskars. Gunnlaugur Johnson. ✝ Arndís Sigríð-ur Sigurð- ardóttir fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi 21. júlí 1930. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 10. janúar 2012 eftir skamm- vinn veikindi. For- eldrar Arndísar voru Sigríður Sig- urfinnsdóttir, fædd í Keflavík 1906, d. 1983, og Sigurður Ágústsson, fæddur í Birt- ingaholti 1907, d. 1991. Systkini Arndísar eru Ásgeir, f. 1927, d. 2009, Ásthildur, f. 1928, Sig- urfinnur, f. 1931, Ágúst, f. 1936, Magnús Helgi, f. 1942 og Móeið- ur Áslaug, f. 1943, d. 2002. Arndís giftist hinn 16. maí ár- ið 1953 Skúla Gunnlaugssyni, f. 25. október 1927. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Magnússon fæddur í Hallkelsstaðahlíð í Kol- beinsstaðahreppi, 1897, d. 1955, og Margrét Ólöf Sigurðardóttir fædd á Litla-Kálfalæk í Hraun- hreppi 1906, d. 1989. Börn Arn- dísar og Skúla eru 1) Sigríður, f. 1954, eiginmaður hennar er Bergey, c) Fjölnir. Lang- ömmubörnin eru 9. Arndís ólst upp í Birtingaholti og gekk í Barnaskólann á Flúð- um. Hún tók landspróf frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni árið 1949. Arndís og Skúli stofnuðu nýbýli í Miðfelli 4 í Hrunamanna- hreppi og stunduðu búskap í 40 ár þar til Grétar sonur þeirra og Elísabet hans kona tóku við búinu. Alla tíð var Arndís mikil fé- lagsmálamanneskja. Hún tók virkan þátt í starfi ungmenna- félags Hrunamanna á yngri ár- um, stundaði frjálsar íþróttir og lék í mörgum leiksýningum sem voru settar upp. Hún gekk ung í kvenfélag Hrunamannahrepps og var formaður um skeið. Einn- ig var hún félagi í Garðyrkju- félagi Íslands og starfaði með Sambandi sunnlenskra kvenna. Þegar árin færðust yfir tók við starf í Félagi eldri borgara í Hrunamannahreppi og var hún formaður þess um tíma, auk þess að starfa með Landssambandi eldri borgara. Frá unglingsaldri söng hún með kirkjukór Hrepp- hólakirkju og urðu árin 50 sem hún söng þar. Að auki söng hún með Flúðakórnum, Söngfélagi Hreppamanna, Þjóðhátíðarkór Árnesinga og að lokum með kór eldri borgara í sveitinni sinni. Útför Arndísar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 21. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Bjarni Ásgeirsson, f. 1950, börn henn- ar og fyrri eig- inmanns hennar Hermanns Norð- fjörð eru a) Skúli Þorsteinn Norð- fjörð, b) Axel Finn- ur Norðfjörð, c) Rakel Dögg Norð- fjörð. 2) Grétar Gunnlaugur, f. 1957, eiginkona hans er Elísabet Sigurðardóttir, f. 1958, dætur þeirra eru a) Hanna Björk, b) Sigríður, c) Auður. 3) Móeiður, fædd 1960, maður hennar er Sigurður Bald- vinsson, f. 1949, dóttir þeirra er Arndís Ása. 4) Svanhildur, f. 1963, sonur hennar og Andrei Neacsu er Ragnar Mar. 5) Her- dís, f. 1970, eiginmaður hennar er Stefán Stefánsson, f. 1966, börn þeirra eru, a) Birgitta, b) Ingi, dóttir Stefáns er c) Rósa. 6) Hildigunnur, f. 1972, eiginmaður hennar er Pálmi Pálsson, f. 1970, börn þeirra eru a) Páll, b) Pétur, c) Agnes, d) Eydís. 7) Kristjana, f. 1975, eiginmaður hennar er Freyr Ólafsson, f. 1974, börn þeirra eru a) Ólafur Fjalar, b) Kveðja til móður. Ó, heita og margreynda móðurást, milda og sterka, sem aldrei brást, og Drottins vors dýrasta gjöfin. Hve lík er hún elsku lausnarans, er leiðarstjarna hvers einasta manns, er lýsir um hauður og höfin. Hún hugsar ekki’ um sinn eigin hag, en öllu fórnar, og nótt og dag ég veit, að hún vakir og biður. Hún heyrir barnanna hjartaslátt og hlustar og telur hvern andardrátt, hún beygir sig bljúg að þeim niður. Hún kyssir þau, vaggar þeim blítt í blund, hún brosir og grætur á sömu stund, að brjósti sér viðkvæm þau vefur og veitir þeim af sínu lífi líf, er ljós þeirra, vernd og bezta hlíf. Hún er engill, sem Guð oss gefur. Guð blessi þig, móðir, í gleði og þraut, og geislar frá himins stjörnu braut þér lýsi um ófarin árin. Og sál þín gleðjist við hjarta hans, vors hjartkæra, góða frelsarans, er skilur bezt tregann og tárin. (Sumarliði Halldórsson) Með innilegu þakklæti til móð- ur okkar, sem alla tíð umvafði fjöl- skylduna sína ást og umhyggju. Algóður Guð umvefji hana kær- leika sínum og ljósi í nýrri veröld. Sigríður, Grétar, Svanhildur, Móeiður, Herdís, Hildigunnur og Kristjana. Ég vil minnast tengdamóður minnar, Arndísar í Miðfelli í Hrunamannahreppi. Það er sennilega að síga í 25 ár síðan ég vissi fyrst af þessari konu. Ég, sem strákur í Landeyj- um, var orðinn forvitinn um stelpu uppi í Hreppum. Án Facebook og Google var hjálpin næst í Sunn- lenskum byggðum. Ég fletti upp í „Tungur, Hreppar, Skeið“. Þar fann ég svarthvíta mynd af Skúla bónda og Arndísi. Ártölin stemmdu tæplega, Arndís fædd ’30, Skúli ’27, stelpan ’75. En Sunnlenskar byggðir sviku ekki, þetta reyndust vera foreldrarnir. Ferðum fjölgaði í Hreppa. Laumuspil breyttist í opinbert samband. Gifting. Arndís var orð- in tengdamóðir mín. Hver var þessi kona? Í fallegum ævintýrum er sagt frá höfðingjum, kóngum og drottningum. Sagt er frá merku og glæsilegu fólki. Virðing, fágun, viska og sjarmi. Höll og hallar- garður þar sem tekið er á móti gestum og gangandi af höfðings- skap. Borð svigna undan kræsing- um. Minningin um Arndísi er minn- ing um höfðingja. Geislandi konu með glæsilegan hallargarð (svo ekki sé talað um prinsessurnar). Arndís var alin upp í Birtinga- holti í Hrunamannahreppi. Heim- ili sem var hlaðið af menningu. Þaðan hafa komið frumkvöðlar, menntamenn, listamenn, stjórn- málamenn og framúrskarandi bændur. Tengdamamma fékk enda margvíslega hæfileika í arf. Hún gat leikið og sungið, stjórnað og stafsett, ræktað og ráðlagt öðrum betur. Arndís hefði getað haslað sér völl hvar sem er. En tengdamamma vissi hvað hún vildi. Grasið var ekki grænna hinum megin við Stóru-Laxá. Arndís fann sinn draumaprins í sveitinni. Höllin reis. Hallargarð- inn ræktaði hún sjálf. Upp komu blóm og ber, runnar og rósir. Brekkurnar fyrir ofan Miðfells- hverfið klæddi hún trjám. Hún sinnti búskap og kom upp börn- unum sjö. Ég þekkti Arndísi síðustu tutt- ugu ár hennar. Frásagnargáfan var á sínum stað og minnið magn- að. Líkt og hún myndi hvern dag. Hvert var farið, hvar var staðið, hver sagði hvað. Mér eru eftirminnilegar sögur af lífi, búskap, bruna og uppbygg- ingu í Birtingaholti. Sögur af kór- starfi og kvenfélögum, frjáls- íþróttum og Framsókn. Það voru Noregsferðir, ferðalög um fjöll og dali. Laugarvatnsdvölin, vinirnir, Systa og kjallarinn í Garði. Allt þetta lifnaði við þegar Arndís sagði frá. Lokakaflinn í ævintýri Arndís- ar í Miðfelli hefur verið skrifaður. Á kveðjustund er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast höfðingjanum tengdamóður minni. Það þarf ekki kórónu úr gulli til að vera eftirminnilegt stórmenni. Freyr Ólafsson. Kveðjustund sem þessi er ást- vinum erfið og minningar hellast yfir og auka á táraflóðið í mestu sorginni. En sorgina má sefa með því að samgleðjast Dísu yfir far- sælli ævi sem elskaðri eiginkonu til sextíu ára, móður sjö barna, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Skúli og Dísa er, að manni finnst, orðhending sem ekki er hægt að slíta í sundur því svo sam- rýnd hjón hafa tengdaforeldrar mínir verið í leik og starfi alla tíð. En svona er víst lífið, þér er skammtaður tími til að leysa ákveðin verkefni. Sumum tekst þetta vel og öðrum lánast það ekki. Dísa leysti sín verkefni vel og urðu þau mikil og mörg. Henni auðnaðist einnig að eiga góð tutt- ugu ár frá því að hafa komið yngsta barninu á legg og njóta efri áranna með bónda sínum við ýmis áhugamál og félagsstörf. Hún fer því héðan hnarreist með fullt hús stiga og skilur eftir sig samheldinn og frískan hóp fólks sem mótast hefur af hennar eljusemi, dugnaði og lífsgleði. Rúm tuttugu ár eru síðan ég fór að koma reglulega að Miðfelli og kynntist þeim hjónum, var spurður hverra manna og hvaðan ég væri og boðinn velkominn inn á heimilið og upp úr því inn í fjöl- skylduna, þó svo að maður hafi nú ekki alltaf verið gáfulegur eða á ferðinni á hefðbundnum heim- sóknartímum. En þar sem maður finnur fyrir væntumþykju þar líð- ur manni vel og þannig hefur mér alltaf liðið í Miðfelli. Ég kveð Dísu tengdamóður mína með þakklæti fyrir alla þá hlýju sem hún hefur veitt mér frá því ég hitti hana fyrst, fyrir að vera börnunum okkar Hildigunn- ar svona einstaklega góð og ástrík amma, fyrir að hafa orðið svona stór og áhrifamikill hluti af mínu lífi. Hvíl í friði kæra Dísa. Pálmi Pálsson. „Enginn veit hver annan gref- ur,“ segir gamalt máltæki. Þetta hvarflaði í hug mér þegar bróðir minn hringdi og tilkynnti mér lát Dísu, systur okkar. Hún Dísa, þessi magnaða per- sóna, hélt ég að yrði allra kerlinga elst, svo vel sem hún virtist á sig komin, þótt komin væri á níræð- isaldurinn. Það var Dísa raunar alltaf, glæsileg í framgöngu og fasi, búin miklum mannkostum, heilsteypt í hvívetna. Við vorum á svipuðu reki, við Dísa, hún ári eldri, stjórnsöm og ákveðin og þótt kastaðist í kekki, sem títt er hjá systkinum, urðum við því samheldnari sem unglings- árin liðu. Það er ljúft að minnast þeirra góðu tíma þegar íþrótta- og fé- lagslíf var með hvað mestum blóma í sveitinni okkar. Í þeim hópi bar Dísu hátt, með sínum mörgu íþróttasigrum á héraðs- og landsmótum ungmennafélaganna. En þótt líkamlegt atgervi hennar væri mikið var hið andlega ekki síðra. Námshestur góður og fé- lagslynd. Hún var hagorð, þótt hún léti lítið á því bera. Í einu ljóði sínu, sem hún orti um samkomu- staðinn góða, Álfaskeið, minntist hún á „íþróttagarpinn góða“ sem mun hafa verið henni þá þegar hugleikinn, enda átti hann eftir að verða henni elskulegur samferða- maður í 60 ár. Það var ekki langt að fara frá Birtingaholti að Miðfelli en þar stofnuðu þau Dísa og Skúli Gunn- laugsson nýbýli sitt og áttu þar heima alla tíð síðan við mikið barnalán og hagsæld. Óþarft er að fjölyrða hér um búskap og brauðstrit en eins skal getið um samferð þeirra góðu hjóna. Það er ást þeirra beggja á landinu sínu. Flestum sínum frí- stundum, sem í upphafi hafa nú varla verið margar, eyddu þau í ferðalög um landið, ekki síst um öræfi og fáfarnari slóðir. Alltaf á góðum bílum, sem hægt var að komast það sem á annað borð var bílfært. Það er alltaf mikils virði að kunna að njóta fegurðar. Fegurð- ar náttúrunnar og góðs mannlífs. Þar, sem í öðru, voru þau hjón samhent. Það er alltaf sárt að missa góða vini og samferðamenn. En það, að kunna að njóta fegurðar minning- anna, er eins og að upplifa björt- ustu stundir hins liðna. Sigurfinnur Sigurðsson. Elskuleg föðursystir okkar, hún Dísa í Miðfelli, er nú komin til nýrra heimkynna. Við systurnar erum svo lánsamar að tilheyra samheldnum frænkuhópi þar sem dætur Dísu og Skúla eru stór hluti okkar. Þar ríkir væntumþykja sem endurspeglast af samheldni foreldra okkar frænkna í gegnum árin. Á samverustundum okkar minnumst við gjarnan á liðna tíð og ber þá oftar en ekki á góma dýrmætar minningar um hana ömmu okkar í Birtingaholti. Hún Dísa var svo lík henni ömmu, ekki bara í útliti heldur hafði hún sömu hjartahlýjuna og umhyggjusem- ina. Henni var umhugað um frændgarð sinn og kom jafnan færandi hendi með Skúla sínum að líta á nýbakaða foreldra og bjóða lítið barn velkomið í heim- inn. Elsku Skúli, Sigríður, Grétar, Móeiður, Svanhildur, Herdís, Hildigunnur, Kristjana, börn og tengdabörn. Við biðjum góðan Guð að leiða ykkur og styrkja í sorginni. Megi ljóðið hans afa hug- hreysta ykkur, það birtir upp um síðir. Það hljóðnar svo margt, þegar haustar að og héla á blómið sígur, sem eftir sumarsins sólskinsbað í sárum til jarðar hnígur. En vissan er ljúf: eftir vetrarblund, er vorbjartir dagar hlýna, þá mun það einhverja morgunstund á móti þér aftur skína. (SÁ) Með þakklæti og virðingu kveðjum við elskulega frænku. María og Ragnheiður Guðný Magnúsdætur. Látin er merk og mæt kona, Arndís S. Sigurðardóttir í Miðfelli 4 í Hrunamannahreppi, fædd og uppalin í Birtingaholti hér í sveit. Hana hef ég (Jóhannes) þekkt nánast síðan ég fyrst man eftir mér. Árið 1953 giftist hún frænda mínum, Skúla Gunnlaugssyni í Miðfelli, og stofnuðu þau nýbýlið Miðfell 4 og bjuggu þar af mynd- arskap allan sinn búskap. Þau eignuðust sjö börn, einn son og sex dætur sem öll eru hið mesta myndarfólk sem og allir þeirra af- komendur. Arndís var vel gerð kona og hæfileikarík. Hún náði góðum árangri í íþróttum á sínum yngri árum og keppti m.a. á íþróttamótum Skarphéðins og landsmótum UMFÍ uns við tók búskapur og barneignir. Þau hjónin höfðu mikið yndi af að ferðast, ekki síst um hálendi Ís- lands og vorum við hjónin iðulega með í slíkum ferðum ásamt fleiri vinum og vandamönnum. Einnig mætti nefna ferðir til Noregs og Færeyja, sem voru einstaklega vel heppnaðar. Þá voru einnig í seinni tíð vel heppnaðar ferðir Fé- lags eldri Hrunamanna, en Arndís var í mörg ár formaður í þeim ágæta félagsskap. Fyrir öll okkar miklu samskipti fyrr og síðar vilj- um við hjónin þakka af heilum hug og vottum Skúla og börnum og barnabörnum og hinum fjölmörgu afkomendum einlæglega samúð. Hrafnhildur og Jóhannes, Syðra-Langholti. Oft er erfitt að trúa sannleik- anum. Það gerðist hjá mér er fregn barst af andláti minnar kæru vinkonu Dísu í Miðfelli, Dísu í Birtingaholti eins og hún var jafnan kölluð á yngri árum. Við urðum nánar vinkonur í Héraðs- skólanum á Laugarvatni og síðan hefur innri þráður ekki slitnað. Fjarlægð varð á milli okkar er við stofnuðum heimili, hún var áfram í sinni sveit en ég fluttist til Húsa- víkur. Ávallt er við hittumst hefur það verið sama gleðistundin og skríkjandi hláturinn hennar sem réð ríkjum í okkar allt of fáu sam- verustundum. Ég á mynd í mínum huga sem ég geymi og mun minn- ast allt mitt líf. Landsmót UMFÍ á Laugarvatni 1966 í glampandi sól og miklum hita. Hátíðardagskrá var að hefjast. Ung kona kona stígur á pall klædd íslenskum skautbúningi, horfir fram og flyt- ur ljóð, mörg erindi, reiprennandi. Þessi glæsilega kona var auðvitað engin önnur en hún Dísa í Birt- ingaholti. Það er myndin mín. Hún var einstakur persónuleiki og eftir hana liggja djúp spor bæði í hennar heimabyggð og víðar. Ég þakka af alhug og öllu mínu hjarta okkar samskipti elsku Dísa mín. Ég mun alltaf taka þig til fyrir- myndar. Elsku Skúli. Missirinn er mikill en dýrmætur fjársjóður ykkar beggja, „afkomendurnir“, er stór og glæsilegur. Kærleikur og hlýja umvefji þig. Samúðarkveðja. Védís Bjarnadóttir (systa). Það bærist alltaf í brjósti hljótt, það ber þér lífsvökvann dag og nótt. Á öllum stundum með traustan takt, það tekur slögin á ævivakt. Og hindrun ýmsa á æviferð það yfirstígur með sinni gerð. En mynd þíns hjarta er mildin sterk og máttur þess lífsins kraftaverk. Í huga mínum er hjartans mál það heila’ og fagra í þinni sál. Jafnt ástin ljúfa sem hugsjón há er hjarta bundin og Guði frá. (Hjálmar Jónsson) Kær vinkona er farin í síðustu ferðina sína. Með þakklæti í huga kveðjum við hana og minnumst allra góðu stundanna í samferð og náinni sambúð í yfir 60 ár. Tíu fyrstu árin bjuggum við þröngt á sama loftinu og aldrei bar skugga á og aldrei varð misklíð þó að börnin væru orðin mörg á báðum heimilum. Ótrúlegt en satt. Síðan hvor í sínu húsinu, alltaf var sama vináttan og hjálpfýsin. Gaman í saumaklúbbnum og á ættarmót- um í Miðfelli. Innilegar samúðar- og kærleikskveðjur til ykkar allra frá og í Miðfelli 4. Við biðjum Drottin að leggja líkn með þraut. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Elín og Magnús, Miðfelli 5. Arndís Sigríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.