Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2012 HVAÐ GETUM VIÐ LÆRT AF DÖNUM? Opinn fundur ASÍ um það hvernig lækka má húsnæðisvexti heimilanna. Allir velkomnir. Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Peter Jayaswal, aðstoðarframkvæmdastjóri samtaka húsnæðislánveitenda í Danmörku, fjallar um danska húsnæðislánakerfið (erindi á ensku). Pallborð: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs Stefán Halldórsson, ráðgjafi Landssamtaka lífeyrissjóða í húsnæðismálum. Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður er fundarstjóri og stýrir umræðum í pallborði. Morgunverðarfundur ASÍ um húsnæðislán þriðjudaginn 24. janúar milli kl. 8 og 10 á Hilton Reykjavík Nordica Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Ávinningurinn af klösum er greini- legur, og mælingar sýna að fyrirtæki sem taka virkan þátt í klasastarfi eru samkeppnishæfari. Klasamyndun er þegar komin mjög vel á veg í mörgum löndum og mörgum atvinnugeirum, en það sem þarf núna er að þróa klasaformið lengra: að láta klasana þroskast og styrkjast,“ seg- ir dr. Gerd Meier zu Köcker, aðstoð- arforstjóri þýsku VDI/VDE ný- sköpunarmið- stöðvarinnar í Berlín. Hann verður fyrirlesari á mál- þingi um klasa og klasastjórnun sem Iceland Geothermal, íslenski jarð- varmaklasinn, heldur á morgun þriðjudag í samvinnu við Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira en bara fundir En hvað er eiginlega klasi? „Klasi (e. cluster) er svæðisbundinn samstarfs- vettvangur fyrirtækja sem starfa á sama sviði. Klasi er annað og meira en t.d. hagsmunasamtök, sem halda reglulega fundi og viðburði eða ger- ast málsvarar greinarinnar út á við. Um leið er klasi ekki samruni né snýst hann um að samkeppnisaðilar reki sameiginlegt félag. Klasi snýst um virkt samstarf við afmörkuð verk- efni sem geta verið t.d. að þróa vöru eða þjónustu, eða greiða leiðina inn á nýja markaði.“ Klasi þýðir ekki að fyrirtæki deili öllum sínum gögnum og leynd- armálum með samkeppnisaðilum, eða að samstarf sé háð tilviljun. „Í klasa þarf að eiga sér stað ákveðin mið- stjórnun þar sem markmið eru sett og verkefnum komið á laggirnar um leið og byggðar eru brýr á milli þeirra sem taka þátt í klasanum. Fyrirtæki sem alla jafna þurfa að bítast um sömu bitana eiga þá að geta unnið friðsamlega saman að verkefnum sem gagnast báðum. Ég gæti t.d. ímyndað mér að í gegnum klasa gætu tveir eða fleiri keppinautar á Íslandi nýtt saman krafta sína til að brjóta báðum fyrirtækjum leið inn á Evr- ópska markaðinn. Þegar því mark- miði er svo náð er hægt að losa um tengslin á ný,“ útskýrir dr. Meier zu Köcker. „Við sjáum t.d. í bílaiðn- aðinum hvernig þetta gengur fyrir sig. Þar hafa stórir aðilar bundist böndum til að þróa nýja tækni. Þekk- ing beggja og styrkleikar eru tvinn- aðir saman, en þegar markinu er náð hefst samkeppnin á ný.“ Er rétt að byrja Klasi er ungt hugtak í stjórnunar- og rekstrarfræðum. Þó klasar hafi á sumum stöðum og tímabilum sprottið upp af sjálfu sér, að segja má á nátt- úrulegan hátt, þá er það ekki fyrr en á 10. áratugnum að klasamyndun og kostir klasans komast í hámæli með riti hagfræðingsins Michael Porter, The Competitive Advantage of Na- tions. „Bara á síðustu 5 til 10 árum höf- um við séð klasa spretta upp með miklu hraði um allan heim, en það sem nú þarf að gera er að þróa vinnubrögð klasanna betur, gera þá sterkari og virkja til fulls þá möguleika sem búa í klasaforminu.“ Ekki er um það að ræða að hægt sé að fylgja einhverri fullkominni for- skrift um starfsaðferðir, samsetningu og jafnvel fjölda klasa á hverju svæði eða í hverjum geira. „Á Íslandi eru starfræktir klasar fyrir sjávarútveg, heilbrigðisgeira, ferðaþjónustu og jarð- hitaiðnað, og ég er t.d. ekki svo viss um að það þurfi fleiri klasa í svo smáu landi. Margir klasar gera ekki endilega meira gagn, og meira skiptir að hafa fjölmennan hóp fyrirtækja innan hvers klasa,“ segir dr. Meier zu Köcker. „Það er heldur ekki hægt að líta til ákveð- inna landa eða landsvæða til að fá hina eina sönnu forskrift að starfsemi klasa. Á hverjum stað virðist hægt að finna margt sem vel er gert, og annað sem má bæta. Stjórnvöld geta alltaf lagt sitt af mörkum með því að fækka múrum, en klasar geta þrifist og blómstrað við alls kyns ytri aðstæður. Markmiðið á hins vegar að vera sterkari og mark- vissari stjórnun, og svo það að klasinn verði eins konar alhliða þjónustuveita fyrir jafnt stór, meðalstór og smá fyr- irtæki. Bæði þarf þá að tryggja nægan fjárhagslegan stuðning, en líka að leita með virkum hætti að fróðleik og fyr- irmyndum til að læra af.“ Hvert fara klasarnir nú?  Klasaformið er að slíta barnsskónum og þarf að þroskast lengra  Engin ein forskrift vísar veginn  Málþing um klasa og klasastjórnun á þriðjudag Afl Lykillinn að árangri klasasamstarfs liggur í að sam- tvinna krafta og þekkingu fyrirtækja í afmörkuðum verkefnum. Klasar starfa hér á landi m.a. á sviði heil- brigðisgeira og ferðaþjónustu. Íslenski jarðhitaklasinn hóf að starfa að nokkrum afmörkuðum verkefnum um mitt síðasta ár. Mynd úr safni tekin við Kleifarvatn. Morgunblaðið/RAX Dr. Gerd Meier zu Köcker Verkefnastarf íslenska jarðvarmaklasans Iceland Geothermal hefur staðið yfir frá miðju síðasta ári. Stofnaðilar verkefnisins voru 20 talsins árið 2010 en í dag koma 63 fyrirtæki og fagaðilar að klasanum. Ekki er félagaform á klasasamstarfinu heldur er klasinn verkefnabundinn. Tíu samstarfsverkefni voru skilgreind á vinnustofu klasaaðila og verður unnið að þessum verkefnum frá júlí 2011 til desember 2012 þegar fram- hald og form starfsins verður metið og endurskoðað. Verkefnin tíu sem íslenski jarðvarmaklasinn starfar að eru: Fjölnýt- ing, verkefnastjórnun jarðvarmaverkefna, boranir, vélbúnaður; þróun og viðhald, nýliðun, alþjóðleg fagráðstefna árið 2013, starfsskilyrði, gagna- öflun, samskipti við klasaaðila og fjármögnun jarðvarmaverkefna. Fag- hópur var stofnaður utan um hvert verkefni og fagstjóri yfir hverjum hópi, en ráðgjafarfyrirtækið Gekon annast klasastjórnunina. Verkefnin vísa veginn 63 AÐILAR AÐ BAKI ÍSLENSKA JARÐHITAKLASANUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.