Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 2
Margir brugðu sér á skíði í gær í tilefni af alþjóðlegu skíðahátíðinni „Snjór um víða veröld“. Flest skíðasvæði landsins tóku þátt í henni, þ. á m. Bláfjöll, en þar var mjög gott skíðafæri, logn og tveggja stiga frost. Fjöl- mörg börn þeystu niður brekkurnar á þotum eða skíð- um, enda frítt fyrir 12 ára og yngri. Morgunblaðið/Golli Geystust niður brekkur Bláfjalla Alþjóðleg skíðahátíð haldin víða um land í gær 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Verðmunur á heitu og köldu vatni hjá Orkuveitu Reykjavíkur er nú nánast þrefaldur eftir gjald- skrárhækkanir sem tóku gildi nú um áramótin. Alls hafa vatns- og fráveitugjöld Orkuveitunnar hækk- að, í takt við byggingavísitölu, um 10,69%, sé miðað við gjaldskrá fyr- irtækisins 1. maí 2011. Þá hefur talsverð hækkun einnig orðið á heitu vatni frá áramótum en það hækkaði um 5,3%. Heitt vatn upp um 5,3% Sé tekið dæmi og miðað við 100 fm íbúð í Reykjavík nemur vatns- gjald þeirrar íbúðar nú 25.059 krónum á ári. Sú upphæð hefur hækkað um 2.420 krónur frá árinu 2011 og gerir það að verkum að íbúar þurfa að greiða 2.088 krónur á mánuði fyrir kalt neysluvatn. Eftir gjaldskrárhækkanir nemur fráveitugjaldið fyrir sömu íbúð ríf- lega 40.000 krónum á ári en árið 2011 nam það rúmum 32.000 krón- um. Að sama skapi hefur heitt vatn hækkað á nýju ári um 5,3% og sé miðað við þær forsendur að not- aðir séu 500 rúmmetrar af heitu vatni þarf viðkomandi ein- staklingur að greiða 74.391 krónu á ári. En það jafngildir 6.199 krónum á mánuði. Þá skal þess getið að gefnar for- sendur þessa dæmis teljist vart vera sparnaðarnotkun á heitu vatni og að inni í þessum tölum er 7% vsk. ásamt 2% orkuskatti. Mismunandi aðferðir Þegar kemur að útreikningum á vatnsgjaldi notast Orkuveitan við stærð viðkomandi húsnæðis í fer- metrum en flest önnur fyrirtæki í sambærilegum rekstri, t.a.m. HS Veitur, miða við ákveðna prósentu af fasteignavirði húsnæðis. Sú pró- sentutala hljóðar upp á 19,3 pró- mill. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykjavík- ur, segir ástæðu þess að Orkuveit- an notist við fermetrastærð vera m.a. þá að rekstrarkostnaður og tekjur veitna sé tiltölulega þekkt stærð og því henti þetta fyr- irkomulag ágætlega. „Þetta trygg- ir viðkomandi veiturekstri nokkuð stöðugar tekjur í samræmi við gjöldin,“ segir Eiríkur og bætir við að auk fyrri rekstrarsvæða Orku- veitu Reykjavíkur bætist nú við innheimtur vatnsgjalda á Grund- arfirði, Stykkishólmi, Hvalfjarð- arsveit og Úthlíð í Biskupstungum. Kalt vatn kostar sitt HS Veitur eiga og reka vatns- veiturnar í Reykjanesbæ, Garði og í Vestmannaeyjum. Að undanförnu hafa sveitarfélögin séð um að inn- heimta vatnsgjaldið fyrir HS Veit- ur en í ár hefur verið gerð breyt- ing á því fyrirkomulagi og munu HS Veitur nú sjá um að innheimta þessi gjöld í stað sveitarfélaganna. Morgunblaðinu barst nýverið af- rit af yfirliti vegna vatnsgjalds fyr- ir árið 2012 frá íbúa í Keflavík. Um er að ræða alls 116 fm íbúð, sem metin er á ríflega 24,6 millj- ónir króna, og er notast við 19,3 prómill af fasteignavirði íbúðar- innar við útreikning vatnsgjalds- ins. Samkvæmt yfirlitinu þurfa íbúar umræddrar íbúðar í Keflavík að greiða 47.575 krónur á ári, eða það sem nemur að jafnaði 3.965 krónum á mánuði, fyrir kalt neysluvatn. Sé það borið saman við tölur Orkuveitu Reykjavíkur, sem gefn- ar voru upp fyrir 100 fm íbúð í Reykjavík, er munurinn samtals 22.516 krónur. Þá fengust þær upplýs- ingar frá HS Veitum að ástæður þessa verð- munar væru margskon- ar. Var í því samhengi t.d. bent á að fast- eignamat í Reykjanesbæ hefði að und- anförnu hækk- að lítillega og slíkt stuðlaði m.a. að hækk- un vatnsgjalds. Mikill verðmunur á köldu vatni  Vatnsgjald 100 fm íbúðar í Reykjavík nemur ríflega 25 þúsund krónum á ári á sama tíma og það er rúmar 47 þúsund krónur af 116 fm íbúð í Keflavík  Ólíkar reikniaðferðir hjá OR og HS Veitum Dæmi um vatnsgjöld í Reykjavík og Keflavík Vatnsgjald Vatnsgjald Hækkun Hækkun árið 2011 árið 2012 í kr. í % 100 m2 íbúð í Rvk 22.639 kr. 25.059 kr. 2.420 kr. 9,7% 116 m2 íbúð í Keflavík 42.653 kr. 47.575 kr. 4.922 kr. 10,3% „Við vorum að skoða þann möguleika að taka upp fermetra- gjald, líkt og er í Reykjavík,“ seg- ir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna. Segir hann að við þá at- hugun hafi komið í ljós að þegar á heildina er litið kynni breyt- ingin að reynast neytendum HS Veitna kostnaðarsamari en nú- verandi fyrirkomulag. „Þetta er náttúrulega mismunandi út- færsla. Þar sem á öðrum staðn- um er bara tekið tillit til stærð- arinnar en á hinum staðnum er fasteignamatið. Það getur sveifl- ast til og frá.“ Júlíus kveðst þó vera fremur hlynntur fermetra- gjaldi en ákveðinni pró- sentu af fasteignavirði og útilokar ekki breyt- ingar í náinni fram- tíð. „Það hvar hús er staðsett ræður engu um vatnsnotkunina.“ Skoða breytt fyrirkomulag VATNSGJALD Júlíus Jónsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Við erum að ræða saman og vinna að málefnasamningi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi og odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, spurður hvernig meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokksins við Næstbesta flokkinn og Lista Kópavogsbúa gangi og bætir við: „Eins og við sögðum strax ætlum við að taka góð- an tíma í þetta, við höfum ekki sett okkur neinn ákveðinn tímaramma. Við hittumst bæði í gær og í dag og við munum síðan hittast aftur á morgun [í dag].“ Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu um helgina eiga bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í viðræðum við fulltrúa Næstbesta flokksins og Lista Kópa- vogsbúa um meirihluta- samstarf. Að sögn Ármanns fer vel á með fulltrúum listanna þriggja og ná þeir ágæt- lega saman. Ármann segist ekki vilja tjá sig um efnislegt inni- hald málefnasamningsins. Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að Sjálfstæðisflokkurinn gerir kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi en Listi Kópavogsbúa hefur lagt áherslu á að bæjarstjórinn sé ópóli- tískur. Vinna í sameiningu að málefnasamningi  Viðræður í Kópavogi halda áfram Ármann Kr. Ólafsson „Það yrði örugglega tekin afstaða til málskostnaðar í málinu, ég er nátt- úrlega skipaður verjandi þannig að ég á rétt á málsvarnarlaunum fyrir það sem búið er, þannig að það yrði væntanlega tekin afstaða til þess í landsdómi,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, spurður hvað taki við ef þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, fæst samþykkt og málshöfðun Alþingis gegn Geir verður dreg- in til baka í kjöl- farið. Að sögn Andra er mikilvægt að afgreiða þings- ályktunartillögu Bjarna sem fyrst fyrir Alþingi, úr því að það varð niðurstaðan að þingið tæki hana til efnislegrar umfjöllunar, enda stytt- ist nú í að lokaundirbúningur máls- ins hefjist. Meðferð málsins hefst fyrir lands- dómi hinn 5. mars næstkomandi en gert er ráð fyrir að lokafrestur til að skila gögnum renni út 16. febrúar. Andri vill ekki tjá sig efnislega um þingsályktunartillögu Bjarna Bene- diktssonar né meðferð hennar fyrir þinginu. Tjáir sig ekki um tillöguna  Gerir kröfu um málskostnað ef ákæran verður afturkölluð Andri Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.