Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2012 ✝ Óskar PállDaníelsson fæddist í Hafn- arfirði 18. október 1979. Hann lést af slysförum á gjör- gæsludeild Land- spítalans 12. janúar 2012. Óskar var sonur Herdísar Hjörleifs- dóttur, f. 30.6. 1956, og Daníels Dieter Meyer, f. 16.3. 1953, þau skildu. Sambýliskona Dieters er Ingunn Ólafsdóttir, f. 16.04. 1959. Óskar Páll átti tvo bræð- ur: 1) Friðrik, f. 3.12. 1973, eig- inkona hans er Matthildur Ragnarsdóttir, f. 17.1. 1979, börn þeirra eru Jóhannes Helgi, Lára Rós, Helena Dís og Ragnar Þór. 2) Bergsteinn, f. 14.8. 1985. Börn Ingunnar Ólafsdóttur eru Sigríður Ósk og Gylfi Geir. Móðurforeldrar Óskar Páls eru Hafdís Maggý Magnúsdóttir, f. 6.7. 1937, og Hjörleifur Guð- björn Bergsteinsson, f. 11.7. hann aftur til Íslands og fór í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla vorið 2005 sem heilsunuddari. Árið 2005 hóf hann að æfa Brazilian Jiu-Jitsu hjá Mjölni og m.a. dvaldi hann í æfingabúðum í einn mánuð árið 2006 í Portland í Bandaríkjunum. Óskar Páll var einn af þeim fyrstu að fá blátt belti í þessari íþrótt. Í októ- ber 2006 náði hann því afreki að vera í fyrsta sæti í léttvigt á Ís- landi. Eftir að Óskar Páll kynnt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni hóf hann að stunda fjallgöngur við hvert tækifæri með fjöl- skyldu- og vinahóp. Eftir út- skrift úr FA vann hann sem nuddari í hlutastarfi ásamt því að vinna í þvottahúsi Kópavogs. Með námi hafði hann unnið hjá Eimskip og Hróa Hetti. Síðast vann hann á lager hjá Loga- landi. Hann sat í stjórn Bæna- hússins frá byrjun árs 2007. Óskar Páll hafði skráð sig í nám í rekstrarstjórnun við Háskól- ann í Reykjavík og hugði þar á frekara nám. Útför Óskars Páls fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23. janúar 2012 og hefst athöfn- in klukkan 13. 1934. Föðurfor- eldrar voru Emil Friedrich Meyer, f. 20.1. 1909, d. 19.11. 1966, og Helene Katharina Paulina Meyer, f. 15.11. 1926, d. 25.5. 1977. Óskar Páll giftist hinn 27. ágúst 2011 Elísabetu Önnu Kolbeinsdóttur, f. 19.8. 1988, dóttir þeirra er Eva Viktoría, f. 20.2. 2008. Foreldrar Elísabetar Önnu eru Guðrún Erla Gunn- arsdóttir, f. 27.9. 1958, og Kol- beinn Sigurðsson, f. 20.9. 1959. Systkini Elísabetar eru: 1) Sara Lind, börn hennar eru Alexand- er og Amalie Lind. 2) Anton, eiginkona hans er Tinna Björk. 3) Salóme Petra. Óskar Páll ólst upp í Hafn- arfirði til 6 ára aldurs og flutti þá með fjölskyldu sinni til Þýskalands og bjó þar næstu 11 árin, þar sem hann gekk í Wal- dorfskóla.17 ára gamall flutti Ég veit ekki hvar ég á að byrja, elsku ástin mín. Það eru svo margar æðislegar minningar sem við áttum saman. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn frá mér en það er huggun að vita að þú ert á betri stað. Þú fórst á þann stað sem þú hefur hlakkað til að fara á, að hitta frelsara þinn. Ég mun samt sakna þín þangað til minn tími kemur og ég kem til þín á þenn- an dýrðarstað sem þú ert á. Ég er svo þakklát fyrir þá fullvissu að ég veit nákvæmlega hvert þú fórst og að einn daginn munum við sameinast á ný. Þegar við fórum að fyrst að hittast og hanga saman datt mér ekki í hug að við myndum enda á því að gifta okkur. En eftir að hafa verið í kringum þig og kynnst þér eins og ég gerði þá var ekki annað hægt en að heillast af þér. Þú varst svo ein- stakur og óeigingjarn. Þú snertir við hjarta mínu með því bara að vera þú. Eftir að hafa verið sam- an í stuttan tíma baðstu mig að giftast þér. Þú varst svo fullviss að ég væri konan þín og að Guð hefði leitt okkur saman sem hann gerði. Ég þakka Guði fyrir þann yndislega tíma sem við áttum saman. Það eina sem kemur í huga minn eru góðar minningar. Þegar þú komst fyrst inn í líf mitt breyttist allt til hins betra. Þú varst alltaf svo góður við mig og Evu. Þú varst svo mikill pabbi og það var svo einstakt að fylgjast með ykkur saman. Hún horfði svo upp til pabba síns. Það er erfitt að halda áfram án þín, Óskar minn, þú varst svo mikill hluti af veröld minni og Evu að það er erfitt að hugsa sér lífið án þín. Við vorum alltaf svo öruggar í höndum þínum. Það er ekki hægt að koma orðum að því hversu erfitt er að kveðja þig. Framtíðin var svo björt og spennandi. Við vorum á leiðinni saman út í lífið, ég, þú og Eva litla. En á einu augnabliki var því öllu svipt frá okkur, okkar framtíð saman. Það er svo sárt að hugsa út í allt sem við hefðum getað átt og gert saman og allar þær minningar sem við hefðum skapað saman ef þú hefðir ekki farið svona snöggt. Ég sakna svo samræðnanna okkar, þú varst svo mikill pælari og komst svo oft með nýtt sjón- arhorn á hlutina sem ég elskaði. Þú varst yfirleitt svo fámáll en þegar þú opnaðir munninn komu svo miklir gullmolar upp úr þér. Þú varst líka alltaf svo fús að læra og fannst gaman að afla þér þekkingar um hina og þessa hluti. Síðan meltirðu þá og hugs- aðir þá í einhvern tíma og svo komu gullkornin þín. Þessir litlu fróðleiksmolar sem ég á eftir að sakna mikið. Ég gæti skrifað endalaus orð en það væri aldrei nóg til að lýsa því sem ég upplifi þegar ég hugsa til þín. Ég elska þig enda- laust og er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera konan þín. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Hjartað mitt er þitt. Þín eiginkona, Elísabet. Elsku hjartans fallegi dreng- urinn minn, þegar hún Shiba (Elísabet Anna) eiginkona þín hringdi í mig og sagði mér að þú værir týndur og björgunarsveit- in farin að leita þín vissi ég í hjarta mínu að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Þú hafðir farið að skokka upp á Helgafell, eins og þú hafðir svo oft gert áður. Nokkrum klukkustundum seinna varð þessi grunur að skelfilegum veruleika og ljóst að þú myndir ekki lifa þetta af. Þú sem varst svo hraustur og geisl- andi af hamingju og aðeins fimm mánuðir frá því að þú giftist henni Shibu sem þú varst svo yf- ir þig ástfanginn af. Þú elskaðir hana Evu litlu stjúpdóttur þína sem þú fékkst í kaupbæti. Það var yndislegt hvernig hún byrj- aði á því að kalla þig Óskar Pál besta vininn sinn, síðan Óskar pabba og svo bara pabba. Ég er svo þakklát fyrir að samskipti okkar voru náin og tíð. Við fórum saman í sjósund, þú tókst mig með á Brazilian Jiu- Jitsu-æfingar, ég horfði á þig keppa, við fórum saman í fjall- göngur, á biblíulestra og sam- komur. Stundum fórum við líka í Kolaportið á laugardögum og á kaffihús á eftir. Þessi einstak- lega smitandi hlátur þinn hljóm- ar enn í eyrum mér þegar þú varst að gera tilraunir með heilsuréttina þína. Fleiri minningar koma upp í hugann eins og þegar þú sast hjá mér á sjúkrahúsinu í fyrra og baðst fyrir mér, last fyrir mig og sagðir mér hvað þú elskaðir mig mikið. Einnig þegar þú sast hljóður úti í horni heilan dag í vinnunni hjá mér vegna þess að þú hafðir áhyggjur af því að ég væri í hættu og vildir passa upp á mig. Óskar minn, þú elskaðir bræður þína og stórfjölskyldu, varðst sorgmæddur þegar þeim leið illa og gladdist með þeim þegar þeim leið vel og lést alltaf verkin tala. Þú varst alla tíð mjög ábyrgð- arfullur einstaklingur og leitandi að tilgangi lífsins og þegar þú fannst Jesú breyttist allt líf þitt og þú varðst svo innilega glaður. Toppurinn á hamingju þinni var þegar þið Shiba urðuð ást- fangin og hún, þessi einstaka, fallega og vel gefna unga kona, samþykkti að verða eiginkona þín. Líf þitt varð fullkomið. Þú „googlaðir“ í leit að upplýsingum um hjónabandið og last allt um það sem þú komst yfir sem og Biblíuna með hjónabandið í huga. Einn daginn komst þú út úr herberginu þínu og sagðir: Mamma, þetta er ekki flókið. Ha sagði ég, hvað er ekki flókið? Hjónabandið, svaraðir þú. Hlut- verk mitt sem karlmanns í hjónabandi er að gera konuna mína hamingjusama og þá fæ ég það margfalt til baka. Við það stóðst þú, þó svo tíminn hafi ver- ið allt of stuttur. Það kremur hjarta mitt að horfa á hana Shibu og litlu dótt- ur þeirra hana Evu. Missir þeirra er svo mikill en Guð mun bera þær á höndum sér og hjá Honum munu þær finna huggun. Ég trúi því að þú sendir her- skara engla til að gæta þeirra. Huggun mín felst í því að vita að þú kvaldist ekki og að þú sitj- ir nú við fótskör Jesú og þar munum við hittast aftur. Ég þakka Guði fyrir þann tíma sem við fengum að eiga saman. Hvíl í friði elsku, elsku fallegi dreng- urinn minn. Þín mamma. Elsku Óskar Páll. Þegar þín ástkæra eiginkona, hún Elísabet Anna, hringdi í mig hinn 12. jan- úar síðastliðinn og sagði mér að hún hefði ekki heyrt í þér og þú værir týndur óraði mig ekki fyr- ir því að þessi dagur ætti eftir að enda í jafnmikilli sorg og raunin varð. Svo mikil var sorgin að ég get ekki lýst því, elsku dreng- urinn minn. Um hálffimm var ég kominn til þín á Landspítalann og þar var okkur strax tjáð hversu alvarlega áverka þú hefð- ir fengið og að útlitið væri sann- arlega ekki bjart. En vonin var svo sterk og að þetta myndi allt bjargast, það tæki bara smá- tíma. Þegar vélarnar sem áttu að lífga þig við á gjörgæsludeildinni voru svo teknar úr sambandi rúmlega ellefu festust augu okk- ar allra á hjártalínuritstækinu en þá kom í ljós að þitt ástríðufulla hjarta vildi ekki byrja að slá aft- ur. Okkar stærsti ótti var orðinn raunverulegur. Þú varst farinn frá okkur elsku hjartans engill- inn minn. Engin orð fá lýst þeirri sorg sem við upplifum núna þegar þú ert farinn frá okkur hér af jörðu. Ég ætla ekki að reyna að skrifa margar blað- síður til að lýsa tilfinningum mínum um þann söknuð eða all- ar þær gleðistundir sem þú gafst okkur elsku sonur, heldur ætla ég hér að neðan að senda þér ljóð sem englar sem búa hér á jörðu komu með til mín á þess- um sorgartíma. Elsku Óskar Páll minn, fyrst Jesús þurfti svona mikið á þér að halda til að hjálpa sér að hann tók þig svona skyndilega frá okkur, þá bið ég góðan Guð að umvefja þig sínu skærasta kær- leiksljósi og gæta þín vel þar til ég kem til þín og hitti þig aftur. Takk fyrir alla þá gleði sem þú komst með inn í líf mitt, takk fyrir að hafa verið sonur minn, takk fyrir að hafa verið til. Ég elska þig. Grátið ei við gröf mína ég er ekki þar. Ég lifi í ljúfum blænum er strýkst um vanga þinn. Ég er sólargeisli er smýgur í sálu þína inn, vermir hug og hjarta eins og hinsti kossinn minn. Ef að kvöldi til himins þú horfir og þráir anda minn þá líttu skæra stjörnu og horðu hana á því þar er ljómi augna minna og svalar þinni þrá. Er norðurljósin leiftra þá njóttu þess að sjá að orku mína og krafta þú horfir þar á. Ef uppsprettu lífsins þú leitar þaðan ljósið kemur frá dvel ég þar í birtu þeirri er lífið nærist á. Mér gefið hefur verið að dvelja ykkur hjá og tendra ykkur lífsneista með nýrri von og þrá. Grát því ei við gröf mína ég lifi ykkur hjá. (Þýð. HSS) Við söknum þín svo mikið að engin orð fá því lýst, elsku son- ur. Pabbi og Ingunn. Það er þyngra en tárum taki að skrifa þessar línur. Aldrei hefði okkur dottið í hug að við ættum eftir að skrifa minningarorð um barnabarn okkar, en enginn veit sinn vitj- unartíma, sem oft er ótímabær. Upp hlaðast minningar liðinna ára og margs er að minnast þeg- ar við hugsum til elskulegs barnabarns okkar. Góður, traustur og ljúfur drengur er horfinn til austursins eilífa. Mestur er þó söknuður elsku- legrar eiginkonu og dóttur, við biðjum þess að hinn hæsti verndi og varðveiti þau og alla aðstand- endur um ókomna tíð. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Þerrðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. (Erla) Saknaðarkveðja frá ömmu og afa, Hafdís og Hjörleifur. Við sögðum að við hefðum fengið „Óskarinn“ þegar þú gift- ist dóttur okkar, og við vorum ekki að grínast, því að eftir að hafa þekkt þig í nokkur ár viss- um við að við gætum ekki fengið betri tengdason. Þú varst frábær eiginmaður og faðir. Brúðkaups- dagurinn ykkar var þvílíkur gleðidagur frá upphafi til enda og að sjá hamingjuna lýsa frá ykkur báðum fékk alla til að brosa og ég hef aldrei hlegið jafnmikið í brúðkaupi eins og þennan dag. Og Eva litla sem þú gekkst al- gjörlega í föðurstað elskaði þig einstaklega mikið. Það að sjá ykkur saman var frábært því samband ykkar var einstakt og er hennar söknuður mikill. Þið voruð svo falleg og yndisleg fjöl- skylda. Hamingjan lýsti svo sannarlega af ykkur. Í dag erum við svo þakklát fyrir að við vorum dugleg að segja það við þig hvað við vorum þakklát fyrir þig. Þú sagðir að þitt takmark í lífinu væri að gera eiginkonu þína hamingjusama og þá myndir þú uppskera ham- ingju. Þú varst meira fyrir að láta verkin tala en að tala af þér. Og síðustu jól, þá sáum við verk- in tala, þegar þú lagðir mikið á þig að kaupa draumakápuna fyr- ir konuna þína og að koma henni á óvart. Og við fjölskyldan vor- um öll sammála um að þetta yrði seint toppað. Þú varst mikil blessun fyrir okkur í Bænahúsinu, svo mikill stólpi sem var sívaxandi. Þær prédikanir sem þú komst með voru gullmolar sem munu ávallt lifa með okkur. Að skrifa þessar línur er svo sárt, því söknuðurinn er svo mik- ill, minningarnar eru svo margar og fallegar um þig að það væri hægt að skrifa heila bók, við munum hugsa vel um stelpurnar þínar, sem sakna þín svo sárt. Megir þú hvíla í friði og við erum þess fullviss að þú sért í fögnuði með Drottni, skapara okkar og við hlökkum til þess að hitta þig þegar okkar tími kemur. Við biðjum Drottin okkar að styrkja fjölskyldu þína og okkar sem eru að kveðja góðan dreng sem að okkar mati fór alltof snemma. Kærleikskveðja. Þínir tengdaforeldrar, Guðrún Erla (Ella) og Kolbeinn. Elsku Óskar. Þegar mamma hringdi í mig 12. janúar og sagði mér að það væri verið að leita að manni á Helgafellinu óraði mig ekki fyrir því að þú værir sá maður. Þú varst alltaf svo pott- þéttur í öllu sem þú gerðir og hugsaði ég með mér að þú hefðir nú bara villst eitthvað aðeins og kæmir í leitirnar fljótlega. Seinna símtalið sem ég átti við mömmu var ekki skemmtilegt, þar sem hún sagði mér að þú værir alvarlega slasaður og ég ætti að drífa mig niður á spítala. Á leiðinni komst ekkert annað að í huga mínum en að þetta yrði allt í lagi. Þú yrðir fljótur að jafna þig því þú værir svo hraustur og í svo góðu líkamlegu formi að þetta færi allt vel. Þeg- ar ljóst var að þú værir svona al- varlega slasaður og útlitið ekki gott hélt ég samt svo fast í von- ina og vonaði að læknunum skjátlaðist og þú myndir sýna þeim að þeir vissu nú ekki alltaf allt. Þegar staðan var orðin sú að þetta væri búið beið ég eftir að einhver myndi klípa mig og vekja mig af þessum slæma draumi, og ég er enn að bíða. Þegar ég hitti þig í fyrsta skiptið eftir að mamma mín og pabbi þinn byrjuðu að búa sam- an fannst mér alltof lítið fyrir þér fara; það voru engin læti í þér og þú talaðir ekki út í það óendanlega eins og við mamma. Varst svo rólegur og yfirvegað- ur. Þó svo að þú segðir kannski ekki mikið kom samt alltaf stutt og hnitmiðuð setning frá þér og oft gat maður ekki verið annað en sammála þér. Þú hafðir sterk- ar skoðanir á öllu og fannst mér oft gaman að rökræða við þig. Hláturinn þinn er nokkuð sem ég á eftir að sakna svo mikið því það hlær enginn eins og þú. Þú varst svo einlægur, hjartahlýr og hafðir svo skemmtilegan húmor. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað og þér líður vel en okkur hinum sem sitjum hér niðri eftir að hafa misst þig líður ekki svo vel. Það eru engin orð sem geta lýst þeim sársauka sem allir þínir nánustu eru að takast á við. Erfiðast er að horfa á Shebu þína sem þú sást ekki sól- ina fyrir og litla sólargeislann ykkar hana Evu Viktoríu, þær sakna þín svo sárt. Ég bið góðan guð að styrkja alla þína nánustu á þessum erf- iðu tímum. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Þangað til næst. Kveðja, Sigríður Ósk (Sigga). Mér líður eins og það hafi ver- ið í gær sem ég fékk símhring- inguna um að þú værir látinn. Ég trúði því einfaldlega ekki og hugsaði að það gæti bara ekki verið að þú værir farinn. Þegar ég horfi til baka, og hugsa um hvernig þú eltist við systur mína og ætlaðir að vinna hana, þá er ég svo þakklátt fyrir að við feng- um þau forréttindi að fá þig inn í fjölskylduna. Við fengum ekki bara þig, við fengum einnig alla þína fjölskyldu sem okkur þykir svo vænt um. Að sjá hvernig þú komst inn í líf Evu Viktoríu sem góður faðir og að horfa á ykkur saman var einstakt. Þú gerðir systur mína svo hamingjusama og þegar þú komst henni að óvörum um jólin er eitthvað sem enginn mun gleyma. Ég veit ekki hvort þú eða hún var spenntari yfir káp- unni sem þú gafst henni í jóla- gjöf síðustu jólin ykkar saman. Það sem stendur svo mikið upp úr hjá mér er þegar þið voruð að fara að gifta ykkur og ég átti ekki pening til að komast til Ís- lands þá varst það þú sem stakkst upp á því að sleppa morgungjöfinni og kaupa flug- miða fyrir mig í staðinn. Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að upplifa brúð- kaupsdaginn með ykkur. Brúð- kaupsdagurinn ykkar var ein- staklega fallegur og gleðin skein af ykkur báðum. Þetta var ánægjuleg minning sem mun vera með okkur alla ævi. Við munum sakna þín alveg ógurlega og ætla ég að passa vel upp á konuna þína og dóttur. Hvíl í friði. Þín mágkona, Sara Lind. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Bergsteinn, Helga, Bragi, Hjörleifur og Bergdís. Óskar Páll Daníelsson HINSTA KVEÐJA Elsku, elsku pabbi. Ég elska þig að eilífu. Mig langar að kyssa og knúsa þig að eilífu. Við hlökkum til að hitta þig á himninum seinna. Þín dóttir, Eva Viktoría.  Fleiri minningargreinar um Óskar Pál Daníelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.