Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2012 faðminn, brosandi og blíð. Dal- urinn allur baðaður í sól og nátt- úrufegurðin óviðjafnanleg á Brekkuhlaðinu. Síðan að ég dvaldi á Brekkuheimilinu átta ára gömul hefur mér fundist það vera mitt annað heimili og fólkið þar skyldara mér en annað fólk – kynslóð eftir kynslóð. Taldi mér meðal annars trú um að Þórlaug, móðuramma Göggu og Gunn- Ellu, væri amma mín rétt eins og við áttum Kristínu ömmu á Bakka saman. Það kom ekki á óvart að Gagga skyldi velja ljósmóður- nám enda passaði starfsvett- vangurinn ótrúlega vel við hana svona yfirvegaða og kærleiks- ríka. Eftir að þau Gunnar tóku við búinu á Brekku hætti hún að mestu að sinna ljósmóðurstarf- inu og var það miður, miður vegna mæðranna og barnanna sem misstu af umönnun hennar. Sagt er að maður komi manns í stað, en hvernig er unnt að fylla skarðið sem Gagga frænka skil- ur eftir? Hæglát og hugljúf var hún máttarstólpi eða kjölfesta í lífi svo margra. Hún var ávallt til fyrir aðra, miðlandi og gefandi af sér. Slíkar manneskjur eru fá- séðar í samfélagi sem elur stöð- ugt á sjálfselsku. Ef allir væru sömu gerðar og hún – og öll heimili rekin eins og Brekku- heimilið liti heimurinn öðruvísi út. Snyrtimennska, reglusemi og rausn var þar í öndvegi. Dætrum mínum þótti mikið til koma að setjast við hlaðborðið í Brekku. Til okkar í Skipasundið komu jólin þegar kleinurnar að norðan bárust og þeirra var vandlega gætt. Ekki síður féllu kleinur og annað Brekkugóðmeti í kramið hjá barnabörnum mínum. Börnin þeirra Gunnars bera þess líka merki hvers þau hafa notið. Þau eru heilsteypt, vel menntuð og farsæl. Öll hafa þau sótt heim á æskuheimilið í fríum og hátíðum. Samkenndin sem og samhjálpin er þeim eðlislæg. Það sannaðist í veikindum móður þeirra. Æðruleysi og hógværð ein- kenndi frænku mína alveg fram til hinstu stundar. Eina sem hún nefndi var að hún hefði viljað fá lengri tíma með barnabörnun- um. Hugurinn hvílir hjá þeim núna sem og allri fjölskyldunni. Við vitum hversu mikið þau hafa misst. Yfir minningu konunnar, móðurinnar, ömmunnar og syst- urinnar frá Brekku hvílir kær- leiksljómi, sem vonandi hjálpar aðstandendunum að takast á við framtíðina án hennar. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Sigrún Magnúsdóttir. Kristín Sigríður Klemenzdótt- ir er Gagga í Brekku. Gagga var hæglát en jafn- framt ákveðin, dugleg en fór ró- lega að öllu, heimakær en þó fé- lagslynd. Myndarleg húsmóðir, vel lesin og raungóð. Ég þekkti Göggu sem starfs- mann Húsabakkaskóla. Þar mætti hún seinni hluta dags og sá um þrif hjá okkur. Allt unnið af alúð og vandvirkni þó að stundum þætti óþarflega mikið drasl í sumum herbergjum heimavistar. Að vinnu lokinni var gott að setjast niður í „mess- anum“ með kaffibolla og spjalla um alla heima og geima áður en Gagga hélt heim í Brekku þar sem fjósverkin biðu. Stundum hafði Gunni komið með hana á dráttarvélinni og sótti hana aftur þegar nær ófært var um sveit- ina. Gagga var í saumaklúbbi með konum í nágrenni skólans og fljótlega fékk ég líka inngöngu í klúbbinn, þó að ég væri bæði nokkru yngri og ekki mikill dug- ur í mér sem hannyrðakonu. Þetta var hins vegar skemmti- legur félagsskapur og við áttum margar góðar stundir saman við spjall, kaffibolla og sérrítár. Með Sigga kom ég svo oft í Brekku og fann þau sterku tengsl sem hann átti við fjöl- skylduna sem hafði reynst hon- um svo vel, alla tíð. Þar drakk hann líka mörg kaffiglösin á meðan Gagga rétti hestunum brauðsneið út um eldhúsglugg- ann. Gagga, Gunni og krakkarn- ir þeirra voru ákaflega samheld- in; þar var lesið, rökrætt og síðast en ekki síst spilað fram eftir myrkum vetrarkvöldum og þá sérstaklega í kringum jólin. Gagga var gjarnan í því hlut- verki að fylgjast með gangi mála, hvetja til dáða og sjá svo hópnum fyrir einhverjum veit- ingum í lokin. Slíkar stundir eru hverri fjölskyldu dýrmætt vega- nesti á lífsins vegi. Við sem störfuðum á Húsa- bakka tókum að okkur að plasta nýjar bækur fyrir bókasafn hreppsins fyrir hver jól. Gunni var í bókasafnsnefndinni og þau hjón mættu alltaf glöð í þessa vinnu sem lauk með hinum ómissandi bókaleik, sem gjarnan stóð fram eftir nóttu. Minningarnar eru margar og allar góðar. Að leiðarlokum kveð ég Göggu og þakka henni fyrir samverustundirnar og sendi fjöl- skyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Helga Hauksdóttir. ✝ Árni Vern-harður Gísla- son fæddist í Litlu- Tungu í Miðfirði 2. júní 1928. Hann lést 17. janúar 2012. Foreldrar Árna voru Gísli Árnason bóndi, f. 1894, d. 1955, og Margrét Pálsdóttir hús- freyja, f. 1886, d. 1970. Hann var yngstur fjög- urra systkina en þau eldri voru Guðlaug, sem lifir systkini sín, en Sigríður og Ingibjörg eru báðar látnar. Gísli og Margrét ólu einnig upp tvo fóstursyni, Hörð Pétursson og Stefán Jón- atansson sem báðir eru látnir. Árni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Guðrúnu Borghildi Steingrímsdóttur hinn 22. októ- ber 1949. Hún er fædd í Mikla- garði í Saurbæ 5. október 1925, dóttir hjónanna Steinunnar J. Guðmundsdóttur, f. 1897, d. 1993, og Steingríms Sam- úelssonar, bónda í Miklagarði og síðan á Heinabergi á Skarðs- strönd, f. 1886, d. 1972. Árni og Guðrún eignuðust fjögur börn: 1) Steinunn Kristín, f. 24. febrúar 1950, gift Sigurði Guðmundssyni. Þau eiga þrjá Reykjaskóla í Hrútafirði og fór til frekara náms í Reykjavík þar sem hann aflaði sér meistaragráðu í bifreiðasmíði og bílamálun. Hann stofnaði Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar 1954. Það var í fyrstu við Kleppsveg en Árni byggði stærra húsnæði í Dugguvogi 23 og flutti þangað 1962. Árið 1978 var flutt í miklu stærra húsnæði á Tangarhöfða 8-12 og breiddin í þjónustu fyrirtækisins aukin. Stærstur hluti fjölskyldunnar starfaði við fyrirtækið. Árið 2004 var nýtt verkstæðishús byggt á Kletthálsi 9. Fyrirtækið var selt árið 2007 og þá dreifðist fjöl- skyldan til annarra starfa en Árni settist í helgan stein. Mikill fjöldi lærlinga lauk sveinsprófi undir handleiðslu Árna. Hann var einn af stofnfélögum Bílgreina- sambandsins og var heiðursfélagi þess. Árni sinnti fyrirtæki sínu af mikilli umhyggju og það átti stór- an sess í lífi hans. Þrátt fyrir annir við reksturinn höfðu þau hjónin mikið yndi af því að ferðast og fóru margar ferðir til fjarlægra heimshluta en áttu auk þess skjól í sumarbústað í Svínadal. Árni stundaði laxveiðar af ástríðu með- an heilsan leyfði og þar skipaði Miðfjarðará heiðurssess enda á uppeldisslóðum. Útför Árna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 23. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. syni: a) Árni Stein- grímur, f. 1971, kvæntur Pálínu Ernu Ásgeirs- dóttur. Þau eiga saman einn son, Sigurð Pétur, b) Guðmundur Orri, f. 1977, kvæntur Lilju Pálsdóttur. Þau eiga eina dóttur, Rakel Heklu og c) Unnar Darri, f. 1984, í sambúð með Stellu Rögn Sigurðardóttur. 2) Margrét, f. 26. febrúar 1953, d. 25. september 2011. Hún var gift Gísla Örvari Ólafssyni. Þau áttu þrjú börn: a) Steinar Freyr, f. 1976, kvæntur Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, b) Rúnar Bogi, f. 1982 og c) Kristín Ýr, f. 1993. 3) Gísli, f. 24. janúar 1955, kvæntur Unni Úlfars- dóttur. Þau eiga þrjú börn. a) Hrafnhildur, f. 1976, gift Magna Bernhardssyni. Þau eiga þrjú börn, Viktoríu, Lúkas og Jökul Gísla, b) Árni, f. 1980, í sambúð með Auði Snorradóttur og c) Ragnhildur, f. 1985. 4) Bogi Guð- mundur, f. 9. október 1966, kvæntur Kristínu Hlíðberg Rafnsdóttur. Þau eiga tvö börn: a) Steinunn Margrét, f. 1997 og b) Róbert Andri, f. 2001. Árni lauk gagnfræðaprófi frá Nú er skarð fyrir skildi, dugnaðarforkurinn hann faðir minn látinn. Mér fannst alltaf að hann yrði fjörgamall því hann hafði svo mikla orku, sí- vinnandi frá morgni til kvölds alla daga nema sunnudaga en þá var fjölskyldudagur og venjulega brunað út úr bænum á Þingvöll eða nærsveitir. Pabbi vildi veita okkur systkinunum það sem honum fannst hann hafa farið á mis við í uppvext- inum. Það var keypt píanó og ég sett í píanótíma, hann gerði líka upp WV bjöllu sem hann gaf mér og ég var annar af tveimur nemendum í MR sem áttu bíl. Hann var mikill fram- kvæmdamaður, alltaf að byggja eða stækka fyrirtækið. Hann fór í allar heimsóknir til fyr- irtækja sem höfðu opið hús til að sjá hvernig hlutir voru gerð- ir þar, því þar mátti læra eitt- hvað sem gæti komið sér vel. Hann fór árlega á vörusýningar erlendis til að kynna sér nýj- ungar í tækjum og tólum sem áttu að auðvelda vinnuna á verkstæðinu. Við unnum saman í rúm 20 ár og sá tími er mér mjög dýr- mætur, því þá kynntist ég hon- um fyrst. Þarna unnum við öll saman, pabbi, mamma, við systkinin, tvö tengdabörn og allir strákarnir okkar meira og minna með skóla, þarna varð til vinátta og samheldni sem hefur fylgt okkur síðan. Mín verkefni voru að reka bílaleiguna, sjá um innflutningspappíra og erlendar bréfaskriftir og þó að hann væri stjórnsamur veitti hann mér frelsi til að fara mínar leiðir enda man ég ekki til þess að okkur yrði sundurorða. Hann var alltaf spenntur fyrir nýj- ungum og þegar strákarnir færðu það í tal við hann að gaman væri að opna búð með aukahlutum fyrir bíla þá var hann strax jákvæður og til varð ÁG mótorsport, sem var mjög skemmtilegt að reka. Þar varð til nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir stráka sem höfðu áhuga á breyttum bílum og pabbi fylgd- ist spenntur með, því þetta var eitthvað sem hann hefði haft áhuga á sem ungur maður. Þrátt fyrir að fyrirtækið ætti að mörgu leyti hug hans allan þróuðust málin svo að þegar aldurinn færðist yfir fluttist ábyrgðin á rekstri og ákvarð- anataka smátt og smátt yfir á hendur okkar barnanna hans og tengdabarna en hann var samt alltaf ráðagóður og til staðar. Nú er lífskerti hans útbrunn- ið og við syrgjum en þökkum jafnframt fyrir lausn frá veikum líkama. Hann hefði ekki viljað hafa þetta öðruvísi þrátt fyrir að framundir það síðasta hafi hann haft von um að endurhæf- ing og sjúkraþjálfun sem hann stundaði af kappi mundu gera honum mögulegt að komast aft- ur heim. Þannig er honum rétt lýst: að sjá ljósu hliðina á mál- inu og gefast aldrei upp. Þín Steinunn. Þegar við komum saman til að kveðja tengdaföður minn í dag fer ekki hjá því að hug- urinn leiti til baka. Það er eðli- legt að líta yfir farinn veg þegar þessi afgerandi þáttaskil verða og sá sem var meðal okkar er það ekki lengur og verður aldr- ei aftur nema í minningunni. Það var ekki fyrr en við Steina fórum að leggja leið okk- ar á verkstæðið sem þá var í Dugguvogi að ég varð var við Árna enda eyddi hann stærst- um hluta tíma síns þar. Við vor- um einungis unglingar en það sýndi hvernig hann hugsaði um sína að ekki var Steina fyrr bú- in að fá bílprófið en gerður hafði verið upp fyrir hana for- láta Volkswagen. Þegar ég kom heim úr námi og við fórum að byggja húsið okkar stóðu yfir byggingafram- kvæmdir á Tangarhöfða þar sem allir í fjölskyldunni tóku þátt en nutu einnig því að allt mögulegt byggingarefni stóð til reiðu þegar það hafði verið not- að þar. Þannig hélt þetta síðan áfram í gegnum lífið: ef Árni gat stutt við okkur á beinan eða óbeinan hátt þá stóð ekki á því. Það sýnir hversu góðan orðstír hann hafði í rekstrinum að hvar sem nafn hans var nefnt bötn- uðu kjörin á því sem kaupa átti þegar við þurftum á einhverju að halda í okkar framkvæmdir. Árni var áhugasamur um allt sem til betri vegar mátti heyra í tækni og aðföngum og það leið ekki á löngu áður en ég var far- inn að skrifa fyrir hann bréf til erlendra fyrirtækja sem hann síðan flutti inn vörur frá. Þegar verkstæðið á Tangarhöfða var undirbúið var víða leitað fanga um tækjabúnað og reynt að tryggja að þar yrði allt eins og best yrði á kosið. Sömuleiðis var að mörgu að hyggja áður en ráðist var í að víkka út starf- semina og hefja rekstur bíla- leigu. Árni hafði alltaf mikinn áhuga á velferð fjölskyldunnar okkar, fylgdist af áhuga með öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og var umfram allt jákvæður þegar eitthvað stóð fyrir dyrum eða áfanga var náð. Hann vildi alltaf vita hvernig hefði gengið og hverju hefði verið komið í verk. Löngu eftir að fótabúnaðurinn var að mestu búinn að gefa sig lagði hann á sig töluvert erfiði til að sjá hvernig framkvæmdum í bú- staðnum okkar í Heiðarhorni miðaði og ljómaði þegar hann sá að framgangur hafði orðið. Tengdafaðir minn hafði lagt að baki drjúgt ævistarf þegar afskiptum hans af fyrirtækja- rekstri lauk. Heilsan var byrjuð að gefa sig hjá þessum sterka og stóra manni. Aðgerðir á hnjám náðu aldrei tilætluðum árangri og fjölvöðvagigt olli honum kvölum sem lyfjameð- ferð leysti hann ekki undan nema að takmörkuðu leyti. Þrátt fyrir þetta hélt hann já- kvæðni sinni og taldi alltaf að nú mundi þetta batna. Veikindi og síðar andlát Margrétar yngri dóttur hans voru honum mjög þungbær og hafa efalítið flýtt fyrir endalokum hans. Okkar samheldna fjölskylda hefur tekið á sig ágjafir á liðnu ári sem við reynum að takast á við með því að hjálpa hvert öðru og standa saman hér eftir sem hingað til. Við hefðum gjarna viljað hafa tengdaföður minn með okkur lengur en það stóð ekki til boða. Við söknum hans mikið en erum þakklát fyrir þann tíma sem okkur var út- hlutað með honum. Sigurður Guðmundsson. Ég gleymi því aldrei þegar ég var 17 ára og var að bíða eft- ir að komast á samning í mat- reiðslu. Á sama tíma var ég at- vinnulaus og nýbyrjaður með Möggu, það fannst Árna alveg ómögulegt og réð hann mig til starfa hjá sér. Ég átti að sjá um öflun varahluta og aðfanga. Eft- ir rétt rúmar tvær vikur í starfi sem sendill fannst Árna nóg komið vegna þess að á þessum tíma var ég eltur í hlað á Dugguvoginum af mótorhjóla- lögreglu nokkrum sinnum. Árni sagði við mig að þetta væri nú dýrt spaug og spurði hvort ég vildi ekki fara inn á gólf að vinna við bíla. Það hljómaði ekki svo vitlaust þannig að ég gaf upp á bátinn að læra mat- reiðslu og kláraði bifreiðasmíði Árni V. Gíslasonstað og í eftirminnilega lautar- ogveiðiferð til Þingvalla þar sem þú brostir og hlóst og hafðir svo góða matarlyst úti í ferska loftinu. Mikið erum við þakklát fyrir að þú skyldir komast heim til Ís- lands um jólin og veita okkur tækifæri til þess að styðja við for- eldra þína og hitta þig áður en þú kvaddir í hinsta sinn. Þú varst fé- lagslyndur og forvitinn drengur og þegar ég kvaddi þig síðast eftir góða kvöldstund á barnaspítalan- um fylgdist þú áhugasamur með samræðum okkar. Elsku Sigrún, Oddgeir og Emma Þórunn. Þið eruð yndisleg fjölskylda, góð hvert við annað og hafið veitt syni ykkar og litla bróður gott og gleðiríkt líf þrátt fyrir veikindin. Þið hafið sýnt al- veg ótrúlegan styrk og megi sami styrkur hjálpa ykkur nú til þess að takast á við þennan ólýsanlega missi. Sofðu, sofðu, litla barnið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. Móðurhöndin milda, milda, þýða, mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. (Benedikt Þ. Gröndal) Elsku vinur, við trúum því að nú sért þú kominn á góðan stað og laus við sjúkdóminn þinn. Hjartans kveðjur, Inga Þórey, Ragnar, Unnur Efemía og Gísli Hrafn. Það var í saumaklúbb heima hjá Guðbjörgu sem við vinkonur hittum Emil í fyrsta sinn, þá að- eins nokkurra vikna gamlan. Stoltið og gleðin skein úr augum Sigrúnar og við vorum agndofa yfir þessum litla gullmola. Emil var yndislegur drengur sem náði að bræða alla með brosi sínu og hjali. Hann barðist hetjulega í veik- indum sínum umvafinn ást og hlýju fjölskyldu sinnar og er það þyngra en tárum taki að hugsa til þess að Emil fái ekki að vaxa úr grasi í faðmi hennar. Emil litla hljóta að vera ætluð mikilvæg verkefni á betri stað en minning hans mun um alla tíð verða heiðr- uð af ástríkum og heilsteyptum foreldrum hans og systur sem hafa sýnt mikinn styrk og karakt- er á þessum erfiðu tímum. Við biðjum guð að gæta ástvina Emils litla og sefa sorgina. Hvernig sem eilífðar tímarnir tifa, trúin hún græðir sem vorblærinn hlýr. Myndin þin, brosið og minningin lifa, meitluð í huganum svo fögur og skír. (Friðrik Steingrímsson.) Erna Kristín, Ólöf Heiða og Guðbjörg. Elsku Emil. Það var eftirvænt- ing hjá Sigrúnu, Oddgeiri og Emmu að fá að líta nýjasta fjöl- skyldumeðliminn augum, og þú varst greinilega engu minna spenntur og reyndir eins og þú gast að flýta þér í heiminn. Það var yndislegt að fá fallegan strák í fjölskylduna. Þú dafnaðir vel í byrjun en fljótlega kom þó í ljós að þú varst lasinn. Það er ólýs- anlega átakanlegt og sorglegt að svona góður strákur hafi þurft að takast á við slíka erfiðleika. En þótt það hafi verið álag á þér og fjölskyldunni að kljást við veik- indin var gott að sjá hvað þessi kærleiksríka fjölskylda hugsaði vel um þig og stóð vel saman. Minningarnar um þig, t.d. frá bú- staðarferðinni í Skorradal og heimsókninni til Svíþjóðar, mun ég geyma í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo blíður og góður við alla sem komu að heimsækja þig og algjör hetja að berjast við veik- indin. Elsku Sigrún, Oddgeir og Emma. Það er mikið á ykkur lagt að þurfa að kveðja litla drenginn ykkar og bróður aðeins ársgaml- an. Hann háði erfiða lífsbaráttu á sinni stuttu ævi en nú hafa englar Guðs tekið hann til sín. Megi minningin um elsku litla dreng- inn ykkar lifa. Hjartans kveðjur, Ingunn Anna. Elsku Emil okkar er farinn, allt of snemma. Við höfum verið með Sigrúnu í mömmuhóp síðan Emil var bara lítil baun í móðurkviði. Þrátt fyrir að hafa ekki hitt hann oft urðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með lífsgöngu hans, sigr- um og áföllum frá upphafi. Við glöddumst yfir hverju framfara- skrefi, hörmuðum hverja afturför en vorum ávallt vongóðar og bjartsýnar. Við höfðum lengi vel áhyggjur af því að hann kæmi of fljótt í heiminn en grunaði aldrei að við þyrftum að kveðja hann of fljótt. Þegar Sigrún greindi okkur frá því að Emil ætti ekki langt eft- ir setti okkur hljóðar. Við skildum og skiljum ekki ennþá hversu ósanngjarnt lífið getur verið. Við eigum allar börn á svipuðu reki og Emil og getum því reynt að setja okkur í spor litlu fjölskyld- unnar þó svo að ímyndun komist aldrei nálægt raunveruleikanum. Sigrún og Oddgeir eru sterkt og samhent par og við dáumst að krafti þeirra og styrk. Þau hafa aðdáunarverðan drifkraft og eru alveg einstakt fólk. Við erum sannfærðar um að betri foreldra hefði Emil ekki getað fengið og að enginn hefði getað hugsað eins vel um hann og þau. Emil var fallegur og bjartur drengur sem barðist hetjulega fyrir lífi sínu. Við trúum því að Emil sé nú frjáls, frjáls frá erf- iðum sjúkdómi og erum við í eng- um vafa um að fallegum engli hef- ur nú verið ætlað mikilvægara hlutverk á himnum. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf?“ (Björn Halldórsson í Laufási.) Elsku Sigrún, Oddgeir og Emma Þórunn, við sendum ykk- ur hugheilar samúðarkveðjur og biðjum Guð og allar góðar vættir að hlúa að ykkur og styrkja í sorginni. Fyrir hönd nóvembermömmu- hóps, Ása Ninna Katrínardóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Eva Mjöll Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.