Morgunblaðið - 28.01.2012, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2012
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Meiðsli Heimir Örn Árnason leikstjórnandi Akureyrarliðsins í handknatt-
leik er hér í baráttu við FH-inginn Ólaf Gústafsson.
HANDBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Óvissa ríkir um þátttöku Heimis Arn-
ar Árnasonar með liði Akureyrar í
handboltanum en meiðsli í hálsi hafa
verið að plaga leikstjórnandann
snjalla.
„Þetta lítur svo sem ekkert allt of
vel út hjá mér. Það hefur komið í ljós
myndun að brjóklosi í hálsliðunum og
þar að auki er ég tognaður í hælnum.
Það er bunga út úr hálsliðunum og ef
ég hefði fengið slæmt högg á hálsinn í
þeim leikjum sem ég spilaði svona þá
væri ég búinn eða á leið í aðgerð. Ég
spilaði þrjá leiki en ég var bara stál-
heppinn að fá ekkert högg á hálsinn.
Góðu fréttirnar eru þær að þetta er
eitthvað að ganga til baka og mér líð-
ur betur en ég hef fundið fyrir mikl-
um doða og kraftleysi á vinstri hlið
líkamans,“ sagði Heimir Örn við
Morgunblaðið í gær.
Heimir segir óvíst hvenær hann
spili á nýjan leik.
Verð að fara varlega
„Ef þessi bunga springur, sem hún
alveg við að gera, þá verð ég frá
keppni í alla vega hálft ár. Ég verð
því að fara mjög varlega og fara aftur
í myndatöku áður en ég fer af stað í
handboltanum til að vita hvort þetta
sé gengið til baka. Það má segja að
það sé óvissuástand hjá mér en ég
þarf auðvitað að fara varlega. Sjúkra-
þjálfarinn og læknarnir sögðu mér að
ég yrði líka að hugsa um lífið eftir
boltann, þannig að ég það í huga,“
sagði Heimir.
Andri Snær snýr til baka og
Ásgeir á góðum batavegi
Jákvæðu fréttirnar úr herbúðum
Akureyringa eru þær að hornamað-
urinn knái, Andri Snær Stefánsson,
er á heimleið frá Danmörku og mun
leika með Akureyringum frá næstu
mánaðamótum. Andri hefur dvalið í
Danaveldi í eitt og hálft ár og spilaði
þar með liði Odder Håndbold.
Þá er línumaðurinn Ásgeir Jónsson
allur að hressast og gæti spilað með
liðinu í næstu viku. Ásgeir gekk í rað-
ir Akureyrarliðsins frá Aftureldingu
síðastliðið sumar en hefur ekkert get-
að spilað með liðinu í N1-deildinni í
vetur en brjósklos í baki hefur verið
að angra hann frá því í ágúst.
Keppni í N1-deildinni hefst á nýjan
leik eftir frí sem gert var vegna Evr-
ópumótins í Serbíu á fimmtudaginn í
næstu viku en þá tekur Akureyri á
móti HK
Óvissa hjá Heimi
Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, glímir við brjósk-
los í hálsi Doði og kraftleysi í vinstri hlið líkamansKarlalandsliðið íknattspyrnu held-
ur áfram að fá
verkefni. Í fyrra-
dag bárust þær
fregnir að liðið
mæti Frökkum í
vináttuleik ytra
þann 27. maí og í
gær náðist sam-
komulagi við Svía
um leik sem fram fer þremur dög-
um síðar á Råsunda vellinum í
Stokkhólmi. Lars Lägerback lands-
liðsþjálfari fær því gott tækifæri til
að skoða leikmenn áður að alvör-
unni kemur í haust en þá hefst und-
ankeppni Evrópumótsins. Fyrstu
leikir landsliðsins undir stjórn Sví-
ans verða í næsta mánuði en þá
mæta Íslendingar liði Japana og
síðan Svartfellinga. gummih@mbl.is
Fleiri verkefni
hjá karla-
landsliðinu
Lars
Lagerbäck
Makedóníumenn
hrepptu 5. sætið
á Evrópumótinu í
handknattleik í
Serbíu í gær með
því að leggja Sló-
vena, 28:27, og
þeir tryggðu sér
þar með sæti í
forkeppni Ólymp-
íuleikanna.
Stórskyttan
Kiril Lazarov var eins og oft áður
markahæstur í liði Makedóníu.
Hann skoraði 8 mörk og bætti þar
með tíu ára gamalt markamet Ólafs
Stefánssonar. Lazarov skoraði 61
mark í keppninni en Ólafur skoraði
58 mörk á EM í Svíþjóð 2002 þegar
Íslendingar enduðu í fjórða sæti.
gummih@mbl.is
Lazarov hirti
markametið
af Ólafi
Kiril
Lazarov
Meistararnir í
sænska körfu-
boltanum, Sunds-
vall, töpuðu sín-
um fjórða leik í
röð í gær þegar
liðið heimsótti
Norrköping.
Lokatölur voru
97:96 en Jakob
Örn Sigurðarson
átti stórleik fyrir
Sundsvall sem dugði þó ekki til.
Hann var með 28 stig og hitti úr 6 af
9 skotum sínum fyrir utan þriggja
stiga línuna. Hlynur Bæringsson
skoraði tíu stigum minna eða 18 og
átti einnig fínan leik.
Sundsvall hefur ekki unnið síðan
Pavel Ermolinskij meiddist og mun-
ar þar greinilega um minna. Tap-
hrinan hefur sent liðið niður í 5. sæti
deildarinnar. omt@mbl.is
Gengur
ekkert án
Pavels
Jakob Örn
Sigurðarson
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi
Reykjavíkur náði frábærum árangri
í loftskammbyssukeppni á sterku al-
þjóðlegu móti í Þýskalandi í gær
þegar hann vann til silfurverðlauna.
Ásgeir hlaut 583 stig í undankeppn-
inni og svo 101,7 stig í úrslitum, eða
samtals 684,7 stig, og hjó afar nærri
Íslandsmeti sínu. Sigurvegari varð
Úkraínumaðurinn Oleg Omelchuk
sem hlaut samtals 687,2 stig. Ásgeir
hlaut 0,4 stigum meira en Andrija
Zlatic frá Serbíu sem varð í 3. sæti.
Árangurinn ætti að gefa Ásgeiri byr
undir báða vængi fyrir Evr-
ópumeistaramótið í Finnlandi í
næsta mánuði þar sem hann hyggst
tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum
í ágúst. sindris@mbl.is
Ásgeir fékk
silfur í
Þýskalandi
íþróttir
LÍNUR SKÝRAST
Grótta - ÍBV
Seltjarnarnes | Kl. 13.00
Lau. 28 jan. | N1-deild kvenna
Valur - Stjarnan
Vodafonehöllin | Kl. 14.00
Lau. 28 jan. | N1-deild kvenna
HK - Fram
Digranes | Kl. 19.30
Þri. 31 jan. | N1-deild kvenna
Haukar - FH
Schenkerhöllin | Kl. 16.00
Lau. 28 jan. | N1-deild kvenna
M
ed
ia
G
ro
up
eh
f
|H
SÍ
|1
10
1
20
12
Handbolti Dagný Skúladóttir landsliðskona og leikmaður Íslandsmeistara Vals
var valin besti leikmaðurinn í N1-deild kvenna í handknattleik í umferðum 1 til 9 2