Morgunblaðið - 28.01.2012, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2012
Frjálsíþróttafólk verður í eldlínunni í
Laugardalshöllinni alla helgina en
ÍR-ingar halda sitt árlega stórmót og
er þetta í 16. sinn það er haldið. Mót-
ið er langstærsta opna innanhúss-
mótið frjálsum sem haldið er árlega
hér á landi. Keppt er í aldursflokkum
frá 8 ára og yngri upp í karla og
kvennaflokk.
Keppendur verða nálægt 800 og
koma frá 23 félögum víðs vegar um
landið og þá senda Færeyingar kepp-
endur til leiks en áætlað er að þeir
verði um 40 talsins.
Mjög fjölskylduvænt
„Þetta mót er alltaf að verða
stærra og stærra hjá okkur. Mótið er
mjög fölskylduvænt og ef ég tala fyr-
ir okkur ÍR-inga þá eru foreldrar að
koma og starfa og taka þátt í þessu af
lífi og sál með börnunum sem er al-
veg frábært,“ sagði Fríða Rún Þórð-
ardóttir, varaformaður frjáls-
íþróttadeildar ÍR og keppniskona til
margra ára, við Morgunblaðið í gær.
Margt af besta frjálsíþróttafólki
landsins verður á meðal keppenda og
má fastlega búast við að einhver Ís-
landsmet falli á mótinu.
„Reykjavík International mótið
var um síðustu helgi og fólk er gjör-
samlega að detta í gírinn eins og sást
af árangrinum á því móti. Ég geri
fastlega ráð fyrir því að við sjáum
nokkur Íslandsmet falla og svo eru
líka nokkrir að reyna að ná lágmarki
fyrir heimsmeistaramótið innanhúss
sem haldið verður í Istanbul í Tyrk-
landi í mars,“ sagði Fríða Rún.
Keppni hefst í dag klukkan 9 og
stendur fram eftir degi og á morgun
hefst svo keppnin klukkan 10.
Ókeypis aðgangur er að mótinu og
óhætt að hvetja fólk til að mæta og
sjá efnilegasta frjálsíþróttafólk
landsins í bland við þá bestu.
gummih@mbl.is
Falla metin í Höllinni?
Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina í 16.
sinn Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins verður á meðal keppenda
Morgunblaðið/Eggert
Stórmót Hafdís Sigurðardóttir og Hrafhild Eir Hermóðsdóttir verða báðar
með á stórmóti ÍR-inga í Laugardalshöllinni um helgina.
KÖRFUBOLTI
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í
Iceland Express-deild karla í körfuknattleik
þegar Fjölnir kom í heimsókn í gær. Grindvík-
ingar höfðu mikla yfirburði þegar upp var stað-
ið en lokatölur voru 107:73. Þetta var 12. sigur
þeirra í deildinni en aðeins Þór Þ. hefur unnið
meistaraefnin. J’Nathan Bullock fór fremstur í
liði Grindvíkinga með 26 stig og 17 fráköst en
lék þó aðeins rúmar 28 mínútur. Vörn Fjölnis
réð lítið við hann sem og sóknarleik Grindvík-
inga sem er greinilega aftur farinn að virka vel
eftir smá hnökra í undanförnum leikjum.
Grindvíkingar eru á langefstir með 24 stig,
sex stigum meira en Stjarnan og Keflavík sem
bæði unnu mótherja sína í gær. Stjarnan fór að
Hlíðarenda og mætti þar Valsmönnum sem enn
eru án stiga eftir 13 umferðir. Stjarnan þurfti
ekki að hafa mikið fyrir sigrinum en lokatölur
voru 96:71. Renato Lindmets sem gekk til liðs
við Stjörnuna á dögunum eftir dvöl í Portúgal
var með 20 stig og 7 fráköst. Hann mun vænt-
anlega reynast Stjörnumönnum drjúgur á loka-
kaflanum.
Montnir að vinna stórt á Sauðárkróki
Á Sauðárkróki brotlentu heimamenn þegar
Keflvíkingar komu í heimsókn. Tindastóll hafði
verið á miklu flugi og unnið sex af síðustu sjö
leikjum liðsins í deildinni þegar kom að leiknum
í gær. Gestunum úr Keflavík var hinsvegar
aldrei ógnað og höfðu að lokum sigur, 91:72.
Magnús Þór Gunnarsson fór fyrir sínum
mönnum og skoraði 25 stig og tók auk þess 10
fráköst. Hann var að vonum ánægður með sig-
urinn þegar Morgunblaðið náði tali af honum
eftir leikinn. „Þetta var mjög góður sigur. Það
er alveg óskiljanlegt að Tindastóll hafi verið á
miklu skriði að undanförnu miðað við hvernig
þeir spiluðu í þessum leik. Þeir voru frekar
slakir nær allan tímann.“
Annar og þriðji leikhluti gerði útslagið að
mati Magnúsar enda virkaði vörn Keflvíkinga
þá eins og hún gerir best. „Við héldum þeim í
14 stigum í öðrum og 8 í þriðja, við slátruðum
þessu þá.
Það er aldrei auðvelt að koma á þennan völl
og við erum því rosalega montnir að hafa komið
hingað og farið burt með stigin tvö.“
„Það er bara að mæta og vinna“
Kristoffer Douse lék sinn fyrsta leik með
Keflvíkingum í kvöld en honum er ætlað að
leysa Steven Gerard Dagustino af hólmi sem yf-
irgaf félagið á dögunum. Hann náði ekki að æfa
með liðinu fyrir leikinn og spilaði aðeins í 10
mínútur. Magnús sagði að miðað við aðstæður
og það sem hann sýndi í gær, ætti hann eftir að
styrkja liðið.
Keflavík er nú í mikilli baráttu um 2. sætið
við bæði Stjörnuna og svo KR sem er tveimur
stigum á eftir þeim þegar níu umferðir eru eft-
ir. „Við stefnum á að vera í einu af fjórum efstu
sætunum þegar þessi keppni klárast og úr-
slitakeppnin byrjar. Markmiðin eru skýr, við
viljum komast í úrslitakeppnina til að vinna þar,
komast í úrslit í bikar og vinna hann. Körfubolti
er ekkert flókin íþrótt – það er bara að mæta
og vinna,“ sagði Magnús.
Sex tíma rútuferð frá Keflavík til Sauð-
árkróks virtist ekki hafa mikil áhrif Magnús
og félaga. Hann bjóst þó við lengri ferð heim
enda færðin líklega ekki búin að skána.
„Þetta verður spennandi, við setjum eins og
eina mynd í tækið. Það er allt annað að
ferðast heim eftir sigurleik,“ sagði Magnús
hress og kátur.
Stöðuna í deildinni ásamt tölfræði er að
finna hægra megin á síðunni.
Tindastóll
brotlenti á
heimavelli
Morgunblaðið/Eggert
Skreyttur Renato Lindmets var stigahæstur leikmanna Stjörnunnar gegn Val að Hlíðarenda í gær.
Valur – Stjarnan 71:96
Vodafonehöllin, Iceland Express-deild
karla, 27. janúar 2012.
Gangur leiksins: 0:4, 4:12, 13:19, 13:24,
24:37, 29:44, 29:46, 33:53, 37:61, 44:66, 51:73,
56:75, 62:87, 63:87, 67:91, 71:96.
Valur: Ragnar Gylfason 14, Birgir Björn
Pétursson 13/8 fráköst, Austin Magnus Bra-
cey 13, Igor Tratnik 13/6 fráköst, Alexander
Dungal 6, Kristinn Ólafsson 4, Hamid Dicko
3, Benedikt Blöndal 3, Bergur Ástráðsson 2.
Fráköst: 11 í vörn, 10 í sókn.
Stjarnan: Renato Lindmets 20/7 fráköst,
Keith Cothran 16, Marvin Valdimarsson 15,
Jovan Zdravevski 13, Justin Shouse 11/9
stoðsendingar, Guðjón Lárusson 8, Fannar
Freyr Helgason 7/5 fráköst, Dagur Kár
Jónsson 2, Sigurjón Örn Lárusson 2, Magn-
ús Bjarki Guðmundsson 2.
Fráköst: 14 í vörn, 9 í sókn.
Tindastóll – Keflavík 72:91
Sauðárkrókur, Iceland Express-deild karla,
27. janúar 2012.
Gangur leiksins: 2:8, 10:11, 20:19, 20:25,
22:31, 25:41, 32:47, 34:50, 34:61, 36:62, 40:66,
42:71, 52:77, 56:87, 70:89, 72:91.
Tindastóll: Friðrik Hreinsson 15/6 stoð-
sendingar, Maurice Miller 15, Svavar Atli
Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 frá-
köst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi
Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jó-
hannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson
2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.
Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10
fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole
15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8
fráköst, Charles Michael Parker 9/9 frá-
köst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guð-
brandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2.
Fráköst: 35 í vörn, 11 í sókn.
Grindavík – Fjölnir 107:73
Grindavík, Iceland Express-deild karla, 27.
janúar 2012.
Gangur leiksins: 5:4, 17:10, 21:19, 29:25,
40:29, 44:31, 49:37, 50:41, 57:44, 67:50, 75:53,
81:57, 89:62, 95:67, 103:69, 107:73.
Grindavík: J’Nathan Bullock 26/17 fráköst,
Páll Axel Vilbergsson 17/5 fráköst, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 14, Giordan Watson
11/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/10
fráköst, Ryan Pettinella 9/7 fráköst, Jóhann
Árni Ólafsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson
5, Þorleifur Ólafsson 5/5 stoðsendingar,
Ólafur Ólafsson 1.
Fráköst: 31 í vörn, 21 í sókn.
Fjölnir: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 19/4
fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 16,
Nathan Walkup 13/9 fráköst, Calvin O’Neal
13, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Trausti Ei-
ríksson 2.
Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.
Staðan:
Grindavík 13 12 1 1146:975 24
Stjarnan 13 9 4 1167:1085 18
Keflavík 13 9 4 1193:1101 18
KR 13 8 5 1133:1102 16
Þór Þorl. 13 8 5 1107:1057 16
Snæfell 13 7 6 1245:1176 14
ÍR 13 6 7 1131:1181 12
Tindastóll 13 6 7 1091:1140 12
Njarðvík 13 6 7 1103:1102 12
Fjölnir 13 5 8 1109:1188 10
Haukar 13 2 11 1003:1111 4
Valur 13 0 13 985:1195 0
1. deild karla
Hamar – Breiðablik ...............77:57
Hveragerði, 1. deild karla, 27. janúar 2012.
Hamar: Lárus Jónsson 17/4 fráköst, Svavar
Páll Pálsson 14/13 fráköst, Halldór Gunnar
Jónsson 13, Louie Arron Kirkman 9/6 frá-
köst, Ragnar Á. Nathanaelsson 9/8 fráköst/4
varin skot.
Breiðablik: Arnar Pétursson 12, Hraunar
Karl Guðmundsson 9, Atli Örn Gunnarsson
8, Rúnar Pálmarsson 7, Snorri Hrafnkels-
son 5, Hákon Bjarnason 4.
Skallagrímur – FSu .............101:83
Borgarnes, 1. deild karla, 27. janúar 2012.
Skallagrímur: Darrell Flake 24/19 frá-
köst/10 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson
23, Lloyd Harrison 17/4 fráköst/10 stoðsend-
ingar, Egill Egilsson 10/5 stolnir, Hilmar
Guðjónsson 8, Davíð Ásgeirsson 6,
FSu: Steven Terrell Crawford 20/7 fráköst,
Kjartan Atli Kjartansson 20/5 stoðsending-
ar, Orri Jónsson 14, Sæmundur Valdimars-
son 11, Bjarni Bjarnason 10/9 fráköst.
Staðan:
KFÍ 13 12 1 1245:1014 24
Skallagrímur 12 9 3 1059:990 18
Hamar 12 7 5 1062:999 14
Breiðablik 13 7 6 1123:1114 14
ÍA 12 6 6 994:964 12
Höttur 12 6 6 984:973 12
Þór A. 12 5 7 954:989 10
FSu 13 4 9 1082:1140 8
ÍG 13 4 9 1001:1177 8
Ármann 12 2 10 983:1127 4
Svíþjóð
Norrköping – Sundsvall..........................97:96
Jakob Örn Sigurðarson var með 28 stig
og Hlynur Bæringsson 18 fyrir Sundsvall.
Pavel Ermolinskij er meiddur.
NBA-deildin
Orlando – Boston .....................................83:91
LA Clippers – Memphis..........................98:91
KÖRFUBOLTI