Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 10

Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Þó að Björgvin Páll fái borgað fyrir að láta dúndra í sig boltum daginn út og daginn inn hefur hann aldrei nefbrotnað. „Ef ég nefbrotna þá gerist það bara. Ég er ekkert að fara að keppa í Herra Ísland svo mér er nokkuð sama þótt nefi ð á mér yrði eitthvað pínu skakkt,“ segir hann á léttum nótum. Þessi sterki karakter, sem ver mark „strákanna okkar“, er menntaður bakari en bakar þó aldrei heima. Hann leikur í dag með Magdeburg í Þýskalandi en segir að það skemmtilegasta sem hann geri sé að spila handbolta fyrir landsliðið enda er þjóðarstoltið gífurlega ríkt í honum og hann er meðal annars með Ísland húðfl úrað á framhandlegg sinn. „Það að geta glatt þjóðina í janúar þegar skammdegisþunglyndið er hvað mest er ómetanlegt. Það er í raun þjóðarstoltið sem er að springa út úr mér þegar ég missi mig í fagnaðarlátum í miðjum leik.“ Nú ert þú fálkaorðuhafi . Kemur fyrir að þú hengir hana á brjóst þitt, lítur í spegil og hugsar með sjálfum þér: „Já, ég er að meika það í lífi nu“? Ég hef nú ekki hengt hana á mig nema bara þegar ég má það, ég held að það gildi ákveðin lög um fálkaorðuna um hvenær maður má setja hana upp. Ég sé hana hins vegar uppi í skáp heima hjá mér og það minnir mig svona á að ég hafi gert eitthvað gott. Maður hefur samt passað upp á það að líta ekki á þetta sem endapunkt heldur einmitt upphafi ð að einhverju góðu og þá er fínt að geta unnið út frá fálkaorðu. Í æsku komst þú þér oft í klandur vegna ofvirkni þinnar eða óþekktar og mér skilst að kennarar þínir og annað fólk í kringum þig hafi jafnvel afskrifað þig á vissan hátt. Hefur þú aldrei hringt í þetta fólk eftir að þú fórst að ná árangri til að stinga upp í það? Nei, alls ekki. Ég þakka fyrir það í dag að ég hafi fengið þessa gagnrýni og ég held að það hafi verið mér hollt. Ef ég hefði ekki fengið að heyra þetta hefði þetta kannski ekkert endað vel því við það að heyra svona hluti skall raun- veruleikinn á mér að vissu leyti. Þá þurfti ég að afsanna ákveðin atriði og taka ábyrgð á hlutum sem ég var að gera eða því sem ég var ekki að gera. Ég er þannig gerður að ég reyni að læra af því sem ég geri rangt og er enn að læra. Þú varst meðal annars lagður inn á BUGL í nokkrar vikur sem krakki. Hugsar þú einhvern tímann til þess í dag? Það að fara þangað inn var einmitt líka dálítið hollt fyrir mig. Ég man eftir að hafa labbað þarna inn og fundist ég ekki eiga að vera þarna. Þá lagði ég bara upp með að sýna fram á að ég væri á röngum stað. Tíminn þarna inni var nú ekki langur en hann var góður til að átta mig á því að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Þú fórst að búa aðeins sextán ára gamall þegar mamma þín fl utti úr Reykjavík út á land og mér skilst að þú hafi r búið í HK-heimilinu. Er það rétt? Já, fyrsta íbúðin mín er í rauninni íbúð sem er tengd við HK-heimilið. Þegar ég var ekki heima hjá mér í þessari íbúð þá var ég inni í sal að leika mér með bolta, taka markmannsæfi ngu eða lyfta. Ég bjó þar í rauninni hvort sem ég var „heima“ hjá mér að horfa á sjónvarpið eða á æfi ngu. Þetta var ekki svona mitt annað heimili, ég átti bara bókstafl ega heima þar. Í dag býrð þú í Þýskalandi sem atvinnumaður í hand- bolta. Hvað er það besta við að búa í Þýskalandi? Það besta er að þar get ég unnið við það skemmtilegasta sem ég geri, að spila handbolta. Svo verð ég vonandi úti í atvinnumennsku í 10-20 ár og þá er gaman að geta lært tungumál og kynnst nýju fólki. Að lokum má nefna að við það að búa í Þýskalandi þá nýt ég Íslands svo miklu betur. Mér fi nnst alltaf geggjað að koma hingað, hvort sem það er til þess að spila handbolta eða vera með fjölskyldunni. Ég fór til dæmis út í morgun og þurfti að skafa bílinn minn, sem oftast fer kannski í taugarnar á fólki, en ég elskaði það því ég var að koma frá Þýskalandi þar sem það var tíu stiga hiti. Það er bara það sem ég er, ég er Íslendingur. Það er eitt að byrja að æfa handbolta, en annað að velja markvarðarstöðuna. Þarf maður ekki að vera alveg klikkaður til að vilja standa milli stanganna í handbolta? Jú, þetta hljómar kannski ekki sem besta vinna í heimin- um að láta kasta í sig boltum. Málið er hins vegar að ég kunni fl jótlega að meta ábyrgðina sem fylgdi því að vera markmaður og ekki síst hvað ég fékk mikla athygli þar. Það er mikill hasar hjá markmanni í handbolta. Í fótbolta færðu kannski ekki að gera neitt í 50 mínútur og það hentar mér ekki, þá spring ég bara. Það er gaman að vera svona lítið lið inni í stóra heildarliðinu. Það er reyndar líka skemmtilegt að í markinu fær maður svo góðan tíma til að fagna með áhorfendum. Þú verð kannski skot og færð þá nokkrar mínútur til að fagna á meðan að ef þú ert í sókn og skorar þá þarftu að hunskast til baka í vörn. Svo er bara spurning hvernig maður verður eftir tuttugu, þrjátíu ár þegar maður er búinn að vera að taka við þessum dúndrum í allan þennan tíma (hlær). Ert þú ekki í skotheldu vesti undir treyjunni? Nei, ég er með punghlíf en annars eru þetta bara marblett- ir og vesen. Þetta kemst samt í vana. Þú útskrifaðist sem bakari árið 2008 og jafnframt dúx iðnnema. Ert þú svona fáránlega góður bakari? Það má kannski segja að ég hafi verið í fáránlega góðum höndum. Ég var meðal annars heppinn með það að gera að ég lærði hjá algjörum meisturum. Ég var hjá Jóa Fel sem er náttúrlega meistari og kann fræðin ansi vel og einnig Þorvaldur Borgar, samstarfsfélagi minn í þeirri deild. Þegar þú færð lærimeistara eins og þá tvo eykur það bara áhuga manns á náminu. Ég reyndi bara að gera þetta eins vel og ég gat og er mjög stoltur af því sem ég gerði. Heimildir Monitor herma að þú bakir aldrei heima hjá þér. Hvernig stendur á því? Ég kem lítið sem ekkert að bakstrinum heima. Ég vil nú ekki segja að ég nenni því ekki heldur er ég bara með kvenpening á heimilinu sem er mjög góður kokkur og bakari. Ég reyni nú að gefa einhver góð ráð ef ég get eitthvað aðstoðað en annars er hún bara svo góð í þessu svo ég sé bara um að spila handbolta í staðinn. Má búast við að þú opnir Bjöggabakarí eftir atvinnu- mannaferilinn? Ég fæ endalaust af hugmyndum í hausinn og ein af þeim er til dæmis að opna kaffi hús og það er alveg pæling í framtíðinni, hvort sem það er eftir tvo mánuði eða eftir tíu ár. Þótt ég eigi nú ekki að segja frá því þá er ég meira að segja búinn að útbúa matseðilinn á kaffi húsinu. Ég er það bilaður í hausnum að ef ég fæ hugmynd þá tækla ég hana strax sem skjal í tölvu og bíð eftir að hún geti verið framkvæmd. Eru strákarnir í handboltalandsliðinu ekkert að pressa á þig að fara að baka fyrir sig? Nei, það er eitthvað minna af því. Þegar við erum í landsliðsferðum og það eru kannski kökur í boði þá spyrja þeir mig hvort það sé eitthvað varið í þetta. Þeir mættu nú samt vera duglegri að biðja mig um uppskriftir að skúffukökum og svona til að spreyta sig á heima fyrir. Ef landsliðið í handbolta efndi til karókíkeppni, á hvern myndir þú veðja? Ég myndi tippa á Kára Kristjáns línumann. Það býr mögnuð rödd í honum sem fæstir fá að kynnast. Hann er mikill rokkari og með rödd sem er bæði ljúf og rokkuð og þeir eru miklir sönghæfi leikarnir á þeim bænum þótt hann fl aggi þeim ekki mikið. Hann myndi allavega vinna Loga Geirsson, ég get lofað þér því (hlær). Getur þú lýst fyrir mér lífi nu í landsliðinu á milli leikja á stórmótum? Það er rosalega misjafnt hvað menn gera. Fyrst og fremst er aðalmarkmiðið milli leikja að halda skrokknum sínum góðum með því að fara til sjúkraþjálfara og hvílast sem mest. Það er númer eitt og svo er númer tvö að stúdera andstæðinginn. Þar fyrir utan eyða menn tíma í að halda sér ferskum hvort sem það er með því að horfa á bíómyndir, koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða tala við konuna á Skype. Þegar liðsmenn eru að tala við kærusturnar eða konurn- ar á Skype, leyfa þeir sér þá að segja „ég elska þig“ eða þurfa handboltamenn að sýnast harðir öllum stundum? Ég held að ég hafi nú misst allt „harða orðsporið“ þegar ég gaf konunni minni valentínusargjöf á sínum tíma sem var einfaldlega fréttatilkynning á Vísi.is um að ég elskaði hana. Þetta er allavega ekki feimnismál hjá mér svo ég þarf ekki að reyna að halda brjálæðislega harðri ímynd hvað það varðar. Hver af „strákunum okkar“ myndir þú segja að væri uppteknastur af útlitinu og hver er síst upptekinn af því? Síst upptekinn af því er líklega herbergisfélagi minn, Hreiðar Levý, þótt hann sé búinn að skána mikið. Hann spáir minnst í því hve- nær hann ætti að raka sig og svo framvegis. Svo hugsa ég að ég taki hinn titilinn bara á mig þar sem að Logi Geirsson er hættur. Frá því þú varðst einn af „strákunum okkar“ hefur alþjóð viljað vita hver pælingin á bak við skeggið þitt er. Átt þú útskýringu á þessum „píkutrylli“? Já, þegar ég fékk fyrst skegg óx mér bara skegg á þessum stað. Þetta var auðvitað rosa kjánalegt fyrst enda þunnt og asnalegt. Ég var að reyna að vera harður töffari af því að fyrir var ég frekar mjór og ekki kominn með sítt hár en mér fannst ég verða að „púlla“ einhverja týpu. Síðan hef ég bara haldið mig við þetta. Ég prófaði einu sinni að raka þetta af en fannst þá bara vanta eitthvað. Þetta er ekki það að mér fi nnist þetta eitthvað geðveikt töff í dag heldur er þetta eiginlega bara hluti af týpunni. Ég vona samt að fólk banki í mig eftir nokkur ár og skipi mér að raka þetta af mér því mér fi nnst ekkert voðalega töff þegar menn eru komnir vel yfi r þrítugt og eru með einhverja strípu framan í sér. Mér er sagt að þú hafi r orðið skotinn í konunni þinni eftir að hafa séð fermingarmynd af henni uppi á vegg hjá félaga þínum (eldri bróður hennar). Er það tilfellið? Já, við vorum að æfa fyrir EM með unglingalandsliðinu um verslunarmannahelgi og vorum að horfa á sjónvarpið milli æfi nga og þá rakst ég á fermingarmynd af þessari stelpu. Ég sagði svona: „Er þetta systir þín uppi á vegg, Jói? Gefðu mér númerið hennar.“ Þetta byrjaði þá bara sem grín gagnvart honum að ég fór að senda henni SMS. Síðan vatt þessi fífl askapur upp á sig og við héldum einhverju sam- bandi í gegnum SMS-skilaboð þangað til hún mætti á leik hjá okkur og þá sá ég hana uppi í stúku og varð eiginlega bara heillaður strax. Hún glitraði alveg uppi í stúku með ljósa hárið og allt það. Svo hitti ég hana almennilega eftir að við komum heim sem Evrópumeistarar en ég hugsaði strax að þetta væri stelpan sem ég ætlaði að ná mér í og hef verið með síðan. Bróðirinn hefur alveg verið sáttur? Já já, hann tók þessu með jafnaðargeði og vissi að ég er enginn vitleysingur. Hann lamdi mig ekki eða neitt og ég er þakklátur fyrir það. Þú giftir þig síðastliðið sumar. Er lífi ð allt annað sem giftur maður? Það umturnaðist algjörlega. Nei nei, þetta er í rauninni sami gamli farvegurinn fyrir utan það að brúðkaups- dagurinn var líklega besti dagur lífs míns. Þarna ert þú á ákveðnum tímapunkti að drekka inn í þig allt sem hefur gerst á lífsleiðinni hingað til og þú ert með öllum sem þú vilt að séu þarna, fjölskyldunni og vinunum. Það er verið að tala um þig, það er verið að hrósa þér, lasta þig og gera grín að þér og súmmera upp líf þitt. Ég er þó nokkuð feginn að þetta sé búið þar sem þetta var dálítið skipu- lagsmál og mikill tími fór í þetta en ég held að það verði allir að prófa þetta einhvern tímann. Konan þín segir þig næstum því of duglegan í húsverk- unum heima fyrir. Má segja að þú hafi r lært að taka út ofvirknina í þeim efnum? Ég er með ákveðna fullkomnunaráráttu sem hefur ágerst með árunum. Þegar ég var yngri var ég bara venjulegur unglingur með allt í rusli inni í herberginu mínu en á einum tímapunkti komst ég að því að ég væri ógeðslegur. Það gerðist þegar ég fann vonda lykt inni í herberginu mínu, leit undir rúm og sá þá allt í einu fi mm daga kjúkl- ing á disk inni hjá mér. Ég sagði við sjálfan mig: „Nei, þú getur ekki verið svona ógeðslegur“, svo það var ákveðinn vendipunktur. Upp frá því fór ég að leggja upp úr hreinlæti og er með ákveðna áráttu sem lýsir sér þannig að það þarf að brjóta saman þvottinn minn á ákveðinn hátt. Í ljósi þess brýt ég alltaf saman þvottinn minn sjálfur, ekki af því að ég treysti konunni ekki heldur hef ég bara trú á að ég geti gert það betur (hlær). Í sömu andrá ert þú sagður of skipulagður. Ert þú sammála því? Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að ég hef náð árangri í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur sé af því að ég er skipulagður. Ég vinn mark- visst að því sem ég er að gera en það getur Ég fór til dæmis út í morgun og þurfti að skafa bílinn minn, sem oftast fer kannski í taugarnar á fólki, en ég elskaði það...“ Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 240585. Uppáhaldsmatur: Allur maturinn yfi r jólin og bananabrauðið hjá konunni. Uppáhaldsstaður í heiminum: Inni á vellinum. Uppáhaldshandboltamaður: Thomas Svensson. Stærsti sigurinn: Leikurinn við Spán í undanúrslitum á ÓL. Æskuátrúnaðargoð: Þau voru mörg. Thomas Svensson sem handboltamarkmaður, Peter Schmeichel sem svona leiðtogatýpa, Beck- ham útlitslega séð, Jordan sem íþróttamaður almennt og Cantona hvað varðar karakter. ÞETTA EÐA HITT? Brúðkaupið eða silfrið á ÓL? Ef ég þyrfti að velja á milli konunnar og boltans þá yrði konan alltaf fyrir valinu, þannig að ég verð að segja brúðkaupið. Sérstaklega í ljósi þess að ég ætla að ná í gull á næstu ÓL. Sviss eða Þýskaland? Þýskaland handboltalega séð en Sviss félagslega séð. Bakstur eða boltinn? Boltinn. Snúður eða kleinuhringur? Snúður. Ef þú yrðir að gera annaðhvort, hvort myndir þú frekar raka af þér hárið og vera sköllóttur til æviloka eða fá þér Silver-lógóið tattúverað yfi r allt bakið? Tattúið, ég væri þá örugglega bara alltaf í bol.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.