Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 4

Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 ALLTAF TIL STAÐAR OLSEN-BRÆÐUR Hvað hyggist þið gera í Kaupmannahöfn fyrir utan það að halda tryllta tónleika? Við munum að sjálfsögðu nýta ferðina í smá hópefl i. Við förum trúlega út að borða, skoðum Kaupmanna- höfn og skemmtum okkur. Segjum sem svo að það myndi mæta hellingur af Dönum á tónleikana, hvaða lag úr ykkar lagalista heldur þú að myndi höfða best til þeirra? Ég hugsa að það væri Sunny Day in June því það er alltaf sól í júnímánuði í Danmörku. Má búast við því að þið leikið danska slagara eins og „Vi er røde, vi er hvide“ og „Fly on the Wings of Love“ á tónleikunum? Það er aldrei að vita. Það hefur ekki verið rætt enn en verður hugsanlega rætt á næsta hljómsveitarfundi. Það gæti alveg verið að það laumist inn eitt og eitt danskt viðlag, eins og til dæmis úr laginu Papirsklip með Kim Larsen. Ef Olsen-bræðurnir sjálfi r byðu fram krafta sína á tónleikunum, mynduð þið leyfa þeim að syngja eitt af lögunum á prógramminu ykkar? Ef já, hvaða lag? Það yrði klárlega Always Gonna Be There af því þeir eru alltaf til staðar hvor fyrir annan. Hvað er framundan hjá hljómsveitinni á árinu 2012? Er forsprakkinn búinn að semja nýtt efni? Já, hann er búinn að semja eitthvað af nýju efni svo það eru hugsanlega upptökur á næstu mánuðum. Ég vona bara að við getum gefi ð eitthvað meira efni út sem allra fyrst. Hvort kannt þú persónulega betur við að spila á góðum tónleikum eða að taka upp gott efni í hljóðveri? Ég hugsa að það sé skemmtilegast að spila á góðum tónleikum og fara svo í stúdíóið eftir tónleikana. elg M yn d/ Kr is tin n Fyrsta nafnið sem treður upp á tónleikaröðinni Músíkpartý, er Jón Jónsson. Monitor heyrði í Kristjáni Sturlu Bjarnasyni, hljómborðsleikara, fyrir komandi tónleika í kóngsins Köben. KRISTJÁN STURLA Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 170185. Uppáhaldsskyndibiti: Hamborgari. Uppáhaldslitur í Trivial Pursuit: Bleikur. Uppáhaldsfyrirbæri frá Danmörku: Lego. Æskuátrúnaðargoð: Indiana Jones. MÚSÍKPARTÝ Í KAUPINHAFN Tónleikaröðin Músíkpartý fer af stað helgina 27. – 29. janúar í Kaupmanna- höfn. MonitorTV verður að sjálfsögðu á staðnum til fanga stemninguna og munu myndskeiðin birtast á mbl.is í kjölfarið. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 27. – 29. janúar: Jón Jónsson 3. – 5. febrúar: Dikta 17. – 19. febrúar: Siggi Hlö. 24. – 26. febrúar: Friðrik Dór og Steindi Tónleikarnir fara fram í Bryggen á laugardagskvöldum hverrar helgar. KRISS ROKK FÉKK BINNA BASSA MEÐ SÉR TIL HALDS OG TRAUSTS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.