Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 15

Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 15
s tí ll in n 15 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Monitor RÓBERT GUNNARSSON Fyrstu sex: 220580. Félagslið? Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Uppeldislið? Fylkir. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Hérna á Ís- landi versla ég gjarnan í Kormáki og Skildi. Svo bý ég náttúrulega erlendis og þar versla ég svolítið á netinu bara, til dæmis í Fred Perry og Kos. Svo versla ég í Second Hand-búðum líka, annars reynir maður að kaupa eitthvað íslenskt líka. Svo bý ég líka mikið til sjálfur. Nú hefur þú verið að gera boli sjálfur undir nafninu Þessi feiti, getur þú sagt mér aðeins frá því? Fyrir nokkrum árum langaði mig að prófa að gera fl otta boli, ég leitaði bara á net- inu hvernig þetta væri gert og byrjaði heima í kjallaranum að þrykkja boli. Í dag er ég kominn með verkstæði með einum öðrum. Ég geri allt sjálfur, bý til myndina og þrykki hana á bolina. Svo erum við farin að gera boli, peysur, púða og alls konar textílvörur. Við erum aðallega að gera þetta fyrir okkur sjálf en svo er í bígerð að koma með heimasíðu og þá kemur betur í ljós hvað er í boði. Annars er hægt að nálgast bolina í Circus Circus á Laugaveginum. Hver er best klæddur af hópnum? Alveg klárlega Ásgeir Örn, Rúnar og svo er Snorri líka fl ottur. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Ég væri krókódíll. M yn d/ Si gu rg ei r S. Second hand búð í París Kjallara Þess feita Búið til af Svölu konunni minni Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.