Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 England A-DEILD: Aston Villa – QPR.................................... 2:2 Darren Bent 45., Charles N-Zogbia 79. – Djibril Cissé 12., Stephen Warnock 29. (sjálfsm.).  Heiðar Helguson lék ekki með QPR vegna meiðsla. Blackburn – Newcastle........................... 0:2 Scott Dann 12. (sjálfsm.), Gabriel Obertan 90. Bolton – Arsenal ...................................... 0:0  Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton og fékk gula spjaldið á 39. mín- útu. Fulham – WBA......................................... 1:1 Clint Dempsey 69. – Somen Tchoyi 82. Sunderland – Norwich............................ 3:0 Frazier Campbell 21., Stéphane Sessegnon 28., Daniel Ayala 54. (sjálfsm.) Staðan: Man. City 23 17 3 3 60:19 54 Man. Utd 23 17 3 3 56:21 54 Tottenham 23 15 4 4 44:25 49 Chelsea 23 12 6 5 41:26 42 Newcastle 23 11 6 6 34:30 39 Liverpool 23 10 8 5 28:21 38 Arsenal 23 11 4 8 39:33 37 Sunderland 23 8 6 9 32:24 30 Stoke 23 8 6 9 23:35 30 Everton 23 8 5 10 23:26 29 Norwich 23 7 8 8 32:39 29 Aston Villa 23 6 10 7 28:31 28 Fulham 23 6 9 8 29:32 27 Swansea 23 6 9 8 24:28 27 WBA 23 7 5 11 23:32 26 QPR 23 5 6 12 24:39 21 Bolton 23 6 2 15 28:47 20 Blackburn 23 4 6 13 33:47 18 Wolves 23 4 6 13 25:43 18 Wigan 23 3 6 14 20:48 15 B-DEILD: Leicester – Middlesbrough ..................... 2:2 Staða efstu liða: West Ham 28 16 5 7 44:29 53 Southampton 28 15 6 7 51:31 51 Cardiff 28 13 11 4 45:30 50 Birmingham 27 13 7 7 46:27 46 Middlesbrough 28 12 10 6 33:30 46 Hull 28 14 4 10 28:25 46 Blackpool 28 12 9 7 45:35 45 Reading 28 13 6 9 35:27 45 Burnley 28 13 4 11 41:33 43 Leeds 28 12 6 10 44:42 42 Brighton 28 12 6 10 31:30 42 Derby 28 12 5 11 33:36 41 Ítalía Cagliari – Roma........................................ 4:2 Inter Mílanó – Palermo ........................... 4:4 Lazio – AC Milan...................................... 2:0 Napoli – Cesena........................................ 0:0 Udinese – Lecce ....................................... 2:1  Þremur leikjum var frestað vegna veðurs og vallarskilyrða. Staðan: Juventus 20 12 8 0 33:13 44 AC Milan 21 13 4 4 43:19 43 Udinese 21 12 5 4 31:17 41 Lazio 21 11 6 4 32:19 39 Inter Mílanó 21 11 3 7 34:25 36 Roma 20 9 4 7 31:25 31 Napoli 21 7 9 5 36:24 30 Palermo 21 8 4 9 30:31 28 Genoa 20 8 3 9 28:36 27 Cagliari 21 6 8 7 20:23 26 Fiorentina 20 6 7 7 20:17 25 Parma 20 6 6 8 25:33 24 Chievo 20 6 6 8 16:25 24 Atalanta 20 7 8 5 24:25 23 Catania 19 5 8 6 22:28 23 Bologna 20 5 6 9 18:26 21 Siena 20 4 7 9 21:22 19 Lecce 21 4 4 13 22:38 16 Cesena 21 4 4 13 13:31 16 Novara 20 2 6 12 18:40 12 Spánn Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikur: Valencia – Barcelona .............................. 1:1 Jonas Oliveira 27. – Carles Puyol 35. Holland Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: AZ Alkmaar – Veenendaal..................... 2:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá AZ á 69. mínútu. Heracles – Waalwijk ................................ 3:0 Vitesse – Heerenveen .............................. 1:2 Óvissunni um hugsanlega endurkomu Kan- adamannsins Sidney Crosby á ísinn hefur ekki ennþá verið eytt en kappinn þjáist vegna höfuð- áverka og hefur lítið sem ekkert leikið í rúmt ár með liði Pittsburgh Penquins í NHL-deildinni amerísku í íshokkí. Hljóðið er orðið þungt í forráðamönnum bæði Pittsburgh og ekki síður NHL-deildarinnar enda er Crosby líklega vinsælasti leikmaður deild- arinnar og hálfgerð þjóðhetja í Kanada eftir að Kan- adamenn urðu ólympíumeistarar á heimavelli 2010. Crosby fékk tvívegis höfuðhögg með skömmu millibili á síðasta keppnistímabili. Síðara höggið fékk hann í leik í janúar og þó hann hafi snúið aftur með Pittsburgh í lok ársins, þá var það skammgóður vermir fyrir aðdáendur liðsins því Crosby fór fljót- lega aftur á sjúkralistann. Á þriðjudaginn voru fluttar fréttir þess efnis að Crosby væri alvarlega slasaður á hálsi en félagið bar það samdæg- urs til baka í fréttatilkynningu. Hins vegar kom fram að dr. Al- exander Vaccaro, sérfræðingur á Thomas Jefferson-háskóla- sjúkrahúsinu í Philadelphia, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sinar í hálsinum væru að ein- hverju leyti skaddaðar og það gæti mögulega haft áhrif á taugakerfið. Sjálfur sagði Crosby á blaðamannafundi að hann væri ánægður með að félagið hjálpaði sér að afla sem mestra upplýsinga um ástand sitt og það væri það skynsamlegasta sem hægt væri að gera í stöð- unni. kris@mbl.is Óvissunni um Crosby ekki verið eytt Sidney Crosby Ekki er hægt að taka ákvörðun um hvenær spila eigi leiki í undanúrslitum kvenna í Powerade- bikarnum, bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands. KKÍ barst kæra eftir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8 liða úrslitunum, þar sem sett var út á framkvæmd leiksins á síðustu sekúndum hans. Keflavík kærir en kæran snýst um vítaskot sem Njarðvík átti að fá við fimmtu liðsvillu Keflavíkur í leikhlutanum en fékk ekki. Dómararnir ráðfærðu sig við starfsmenn á tímavarðaborðinu og fengu út að þetta væri fjórða liðsvillan sem gefur ekki víta- skot. Þeir fengu svo bakþanka og ráðfærðu sig aft- ur við ritaraborðið og í framhaldinu fékk Njarðvík tvö víti og jafnaði metin þegar 8 sekúndur voru eft- ir. Njarðvík vann svo eftir framlengingu. Samkvæmt reglunum eiga dómarar að leiðrétta mistök ef vítaskot er ekki veitt en átti réttilega að Kæra frá Keflvíkingum KÖRFUBOLTI Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Snæfell vann sinn fyrsta sigur í sex til- raunum þegar topplið Keflavíkur í Ice- land Express-deild kvenna kom í heimsókn í gær. Snæfell náði strax undirtökunum og komst meðal annars í 6:0. Leikmenn liðsins létu forystuna aldrei af hendi og höfðu að lokum átta stiga sigur 91:83. Frábær frammistaða liðsins í ljósi taphrinunnar og að þetta var efsta liðið í deildinni. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells, var nálægt þrefaldri tvennu eða meira en tug stiga, frákasta og stoðsendinga. Hún sagði sigurinn lið- inu afar mikilvægan. „Við vorum ekki búnar að vinna í deildinni eftir áramót og því var þetta mjög kærkomið. Við erum búnar að eiga slaka leiki að und- anförnu og því enn mikilvægara í ljósi þess.“ Nýr leikmaður liðsins Jordan Lee Murphree var að spila sinn annan leik og komst vel frá sínu að sögn Hildar. „Við vorum ekki alveg tilbúnar með hana í síðasta leik en hún stóð sig vel í kvöld [gær]. Við erum að læra betur á hana og hún á okkur. Hún er mjög góður leikmaður og við orðnar stór- hættulegar með hana innanborðs.“ Möguleiki að vinna bikar Til að komast í úrslitakeppnina þarf Snæfell að fara að safna stigum. Haukar eru í fjórða sætinu með 22 stig en Snæfell í því fimmta með 18. „Við erum með alltof gott lið til að vera ekki með í úrslitakeppninni. Það er búið að vera vont að missa stig gegn liðunum fyrir neðan okkur eins og gegn Hamri í síðustu umferð.“ Spurð hvort það hafi verið mikið fagnað í leikslok sagði Hildur. „Auð- vitað var fagnað en það er ekki mikill tími til þess. Við erum á fullri ferð í bikarnum og eigum tvo leiki í næstu viku. Auk þess eru yngri stelpurnar á fullu með unglingaflokkunum. Engu að síður eigum við enn góða möguleika að skila inn titlum í lok leiktíðar.“ Kemur á óvart ef Njarðvík spilar ekki til úrslita Njarðvík nýtti sér fall Keflavíkur í Stykkishólmi. Fjölnir var í heimsókn og það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 30:10 og í hálf- leik hélst enn 20 stiga forskot Njarð- víkur 49:29. Í seinni hálfleik bættu heimastúlkur enn við og unnu að lok- um, 95:62. Í liði Njarðvíkur var Lele Hardy at- kvæðamest með 24 stig og 17 fráköst en hún gerði 14 af stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Njarðvík sem kom á óvart í fyrra með því að komast í úrslitarleikina um Íslandsmeist- aratitilinn ætti að koma á óvart í ár ef liðið kemst ekki þangað. Ef fram held- ur sem horfir tryggir liðið sér heima- vallaréttinn í það minnsta þangað til kemur að úrslitaviðureigninni sjálfri. Hömruðu járnið meðan það var heitt Í Hveragerði var Valur í heimsókn hjá Hamri sem verið hefur á mikilli siglingu eftir áramót. Sú sigling hélt áfram í gær þrátt fyrir erfiða byrjun þar sem Valur hafði frumkvæðið. Hamar jafnaði metin í lok þriðja leikhluta og hamraði svo járnið á með- an það var heitt í þeim fjórða og hafði sigur 86:83. Mikið virðist muna um Fanneyju Lind Guðmundsdóttur og Írisi Ásgeirsdóttur sem gengu aftur til liðs við Hamar fyrir skömmu en þær áttu báðar góðan leik í gær. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð sem er nú komið af botninum en með jafn mörk stig og Fjölnir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynd Hildur Sigurðardóttir er í stóru hlutverki hjá Snæfelli og sagði sigurinn afar kærkominn. „Stórhættulegar með Jordan innanborðs“  Fyrsti sigur Snæfells í sex tilraunum  Njarðvík færist nær Snæfell – Keflavík 91:83 Stykkishólmur, IE-deild kvenna, 1. febrúar 2012. Gangur leiksins: 8:0, 14:6, 19:13, 29:18, 29:20, 37:23, 39:26, 45:38, 50:40, 52:45, 58:53, 63:59, 72:66, 77:70, 83:76, 91:83. Snæfell: Jordan Lee Murphree 31/6 frá- köst/10 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 17/9 fráköst, Kieraah Marlow 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvins- dóttir 10/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9/9 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 fráköst. Fráköst: 28 í vörn, 16 í sókn. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 33/4 frá- köst, Jaleesa Butler 18/14 fráköst, Shanika Chantel Butler 13/6 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 3/9 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 3, Sara Rún Hinriksdóttir 2. Fráköst: 21 í vörn, 15 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Steinar Orri Sigurðsson. Njarðvík – Fjölnir 95:62 Njarðvík, IE. deild kvenna, 1. febrúar. Gangur leiksins: 9:2, 14:6, 26:8, 30:10, 33:12, 33:19, 44:23, 49:29, 55:35, 61:41, 67:43, 74:45, 78:47, 80:52, 85:58, 95:62. Njarðvík: Lele Hardy 24/17 fráköst/5 stoð- sendingar, Shanae Baker-Brice 20/5 stoð- sendingar, Petrúnella Skúladóttir 14/5 frá- köst, Ólöf Helga Pálsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 9/9 fráköst, Erna Hákonar- dóttir 8, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Harpa Hallgríms- dóttir 2. Fráköst: 22 í vörn, 20 í sókn. Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoð- sendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 12/7 frá- köst/5 stolnir/3 varin skot, Eva María Em- ilsdóttir 6/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/7 fráköst, Erla Sif Krist- insdóttir 4/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 2. Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Halldór Geir Jensson. Hamar – Valur 86:83 Hveragerði, IE-deild kvenna, 1. febrúar. Gangur leiksins: 2:5, 7:13, 13:22, 15:27, 22:34, 29:34, 35:40, 39:44, 41:50, 50:58, 59:58, 63:63, 68:65, 74:69, 82:76, 86:83. Hamar: Katherine Virginia Graham 26/6 fráköst, Samantha Murphy 24/5 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmunds- dóttir 14, Íris Ásgeirsdóttir 11, Álfhildur Þorsteinsdóttir 5, Marín Laufey Davíðs- dóttir 4, Jenný Harðardóttir 2. Fráköst: 15 í vörn, 8 í sókn. Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 21/4 frá- köst, María Ben Erlingsdóttir 16/5 fráköst, María Björnsdóttir 16, Margrét Ósk Ein- arsdóttir 14/8 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 3/4 fráköst. Fráköst: 18 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Ísak Ernir Kristinsson. Staðan: Keflavík 20 16 4 1580:1402 32 Njarðvík 20 15 5 1684:1473 30 KR 20 12 8 1490:1372 24 Haukar 20 11 9 1487:1439 22 Snæfell 20 9 11 1386:1460 18 Valur 20 7 13 1414:1502 14 Hamar 20 5 15 1403:1551 10 Fjölnir 20 5 15 1420:1665 10 NBA-deildin Toronto – Atlanta ............................... 77:100 Cleveland – Boston............................... 90:93 Indiana – New Jersey ........................ 106:99 New York – Detroit............................ 113:86 Memphis – Denver ............................. 100:97  Eftir framlengingu. LA Lakers – Charlotte ...................... 106:73 Golden State – Sacramento ................. 93:90 Efstu lið í Austurdeild: Chicago 18/5, Miami 16/5, Atlanta 16/6, Philadelphia 15/6, Indiana 14/6, Orlando 12/9, Boston 10/10, Milwaukee 9/11. Efstu lið í Vesturdeild: Oklahoma City 16/4, LA Clippers 12/6, Denver 14/7, Dallas 14/8, Utah 12/7, LA La- kers 13/9, San Antonio 13/9, Houston 12/9, Portland 12/9. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri – HK ....................... 19 Framhús: Fram – Grótta..................... 19.30 Kaplakriki: FH – Afturelding ............. 19.30 Vodafonehöllin: Valur – Haukar ......... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IEX-deildin: Dalhús: Fjölnir – Tindastóll ................ 19.15 Toyotahöllin: Keflavík – Valur ............ 19.15 Ásgarður: Stjarnan – Haukar ............. 19.15 Njarðvík: Njarðvík – KR ..................... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Þór Þ.......... 19.15 Seljaskóli: ÍR – Grindavík ................... 19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fylkir – Þróttur R ................... 19 Egilshöll: Fjölnir – Valur.......................... 21 Í KVÖLD! KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.