Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Valsmennfengu í gær til liðs við sig Kristin Frey Sig- urðsson, knatt- spyrnumann úr Fjölni, og sömdu við hann til fjög- urra ára. Kristinn er 22 ára gamall og hefur leikið á miðjunni hjá Fjölni undanfarin ár en hann er uppalinn hjá Grafarvogsfélaginu. Hann lék 14 leiki með því í úrvalsdeildinni tíma- bilið 2009 og hefur síðan spilað 37 leiki og skorað 5 mörk með Fjöln- ismönnum í 1. deildinni undanfarin tvö ár. Þá á hann að baki 6 leiki með yngri landsliðum Íslands.    Handknattleiksmaðurinn Krist-inn Björgúlfsson og samherjar hans í hollenska liðinu Hurry up töp- uðu sínum fyrsta heimaleik á tíma- bilinu á dögunum, 23:24, fyrir liði Bevó sem er í 3. sæti úrvalsdeild- arinnar en Hurry up er í 2. sæti. Lið- ið saknaði Breiðhyltingsins í leiknum þar sem Kristinn sat mestmegnis á varamannabekknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigurleik á móti Arnem Swift. Hurry up lék sinn þriðja leik á nýju ári í vikunni og sigraði þá Quintos 30:26. Kristinn var þá orðinn leikfær á ný og skoraði 4 mörk.    Enska knatt-spyrnu- félagið Totten- ham hafði í nógu að snúast þegar verið var að loka félagaskipta- glugganum seint í fyrrakvöld. Áður en yfir lauk hafði félagið lánað Steven Pienaar til Everton og selt Roman Pavlyuc- henko til Lokomotiv Moskva en fengið Louis Saha lánaðan frá Ever- ton. Þá er varnarmaðurinn Ryan Nelsen væntanlega á leið í herbúðir Tottenham en hann fékk sig lausan undan samningi við Blackburn í fyrrakvöld.    Yohan Cabaye, franski miðjumað-urinn hjá Newcastle, fer í þriggja leikja bann fyrir að slá Adam El-Abd, leikmann Brighton, í andlit- ið í bikarleik liðanna á laugardaginn. Newcastle áfrýjaði kæru enska knattspyrnusambandsins en í gær kvað aganefndin upp þann úrskurð að leikmaðurinn þurfi að taka út þriggja leikja bann fyrir brot sitt.    Réttarhöld-unum yfir John Terry, fyr- irliða Chelsea, hefur verið frest- að fram yfir úr- slitakeppni Evr- ópumótsins í sumar en Terry er sakaður um kynþáttarníð í garð Antons Ferdin- ands, leikmanns QPR. Ákveðið var að taka upp þráðinn í júlí eftir Evr- ópumót landsliða í knattspyrnu en Terry hefur lýst yfir sakleysi sínu og kom lögmaður hans þeim skila- boðum til dómara þar sem Terry mætti ekki í dómsalinn.    Jack Wilshere, leikmaður Arsenalog landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, verður enn lengur frá keppni en reiknað var með því í ljós hefur komið að hann er með álags- brot á hælbeini. Wilshere var skor- inn upp vegna ökklameiðsla í sept- ember og hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í júní þegar hann lék með enska landsliðinu gegn Sviss. Búist var við honum á völlinn á ný með Arsenal í þessum mánuði en nú er það úr sögunni. Wilshere sagði í gær að það væri útilokað að segja strax hvenær hann yrði leikfær. Fólk sport@mbl.is Japan sem verður mótherji ís- lenska karlalandsliðsins í hand- knattleik í forkeppni Ólympíu- leikanna tryggði sér sæti í undanúrslitum á Asíumótinu í gær. Það mátti þó ekki tæpara standa en Japan tapaði fyrir Suð- ur-Kóreu, 28:27, í síðasta leik riðlakeppninnar. Japan fór engu að síður áfram á betri innbyrðis viðureignum við Írani og Kúveit sem bæði sitja eftir með sárt enn- ið ásamt Jórdaníu. Suður-Kórea fór áfram með fullt hús stiga úr riðlinum. Íslendingar hafa átt sína fulltrúa á mótinu en dóm- araparið Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæmdu viðureign Suður-Kóreu og Japans í gær. Þá höfðu þeir áður dæmt tvo leiki á mótinu, meðal annars opnunarleikinn. Þeir hafa fengið góða dóma fyrir sín störf. Suður-Kórea mætir gestgjöfum Sádi-Arabíu í und- anúrslitunum en Japan sigurvegurum B-riðils, Katar. Erfitt getur verið að meta styrk asísku þjóðanna en fyrir utan Suður-Kóreu tapaði Japan einnig fyrir Íran sem ekki er þekkt fyrir mörg afrek á handboltavell- inum. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, ætti því að geta, auk þess að horfa á leiki, rætt við þá Ingvar og Jónas um japanska liðið sem er eins og áður segir með Íslandi í riðli í undankeppninni fyrir Ólympíuleikana. Króatía og Síle eru auk þess í riðli Íslands sem spil- aður verður á heimavelli fyrrnefnda liðsins 6.-8. apríl. omt@mbl.is Andstæðingar Íslands í undanúrslit Jónas Elíasson veita. Það má hinsvegar einungis gera ef boltinn hefur ekki farið oftar en einu sinni í leik. Deilan snýst því fyrst og fremst um hvort boltinn hafi verið farinn oftar en einu sinni í leik og hvort þetta hafi í raun verið 5. liðsvilla Keflavíkur. Kæran sem barst frá Keflavík var ekki fullnægj- andi og hefur félagið frest þangað til á morgun að skila inn bættri kæru. Aga- og úrskurðanefnd KKÍ mun svo taka hana fyrir í fyrsta lagi um helgina. Það kemur svo í ljós hvernig nefndin tekur á kærunni og hver niðurstaðan verður. Hún hefur nokkra kosti en einn þeirra er að spila leikinn aft- ur verði Keflavík dæmt í hag. Ef ekki verður það ákveðið eins fljótt og auðið er hvenær leikirnir fara fram en mikil umræða hefur verið um málið innan sambandsins. Njarðvík á að mæta Haukum og Snæfell fær Stjörnuna í heimsókn. omt@mbl.is m veldur óvissu FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Það var ekki á blaðinu til að byrja með að fara til Randers. Menn frá félaginu settu sig í samband við mig og í framhaldinu fór ég og hitti þá og skoðaði aðstæður og leist miklu bet- ur á þetta en ég bjóst við,“ sagði knattspyrnumaðurinn Theódór Elm- ar Bjarnason við Morgunblaðið í gær en hann gekk í fyrrakvöld frá þriggja og hálfs ár samningi við danska B-deildarliðið Randers. Elmar, eins og hann kýs að kalla sig, hefur spilað með sænska liðinu IFK Gautaborg frá árinu 2009 og þegar Morgunblaðið spjallaði við leikmanninn var hann í æfingaferð með Gautaborgarliðinu á Spáni en hann kveður félaga sína í dag. Leikstíll sem hentar mér vel „Það er mikill hugur í Randers. Það á að leggja töluverða peninga í félagið og forráðamenn liðsins stefna á að verða í einu af sex efstu sæt- unum í efstu deild á næsta ári svo ég er bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Elmar en Randers er sem stendur í öðru sæti í B-deildinni og á því góða möguleika á að vinna sig upp í úr- valsdeildina. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er taka vissa áhættu með því að fara í lið sem er í næstefstu deild en stundum verður maður að taka áhættu til að koma sér áfram. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir Danmörku og tel boltann þar henta vel mínum leikstíl,“ sagði Elmar, sem á að baki 10 leiki með íslenska A-landsliðinu. Nálægt því semja við Ipswich Með nýjum þjálfara sem tók við þjálfun IFK Gautaborg eftir tímabil- ið varð Elmari fljótlega ljóst að hann ætti ekki framtíð hjá liðinu og síð- ustu vikur og mánuði hefur hann ásamt umboðsmanni sínum verið að kanna ýmsa möguleika. Einn var sá að fara til enska B-deildarliðsins Ipswich en Elmar var til reynslu hjá félaginu í desember. „Ég var nokkuð nálægt því að semja við Ipswich en eftir að ég fór frá liðinu eftir um vikudvöl hjá því gekk liðinu allt í mót. Það hitnaði undir þjálfaranum og ég fékk þau skilaboð að liðið ætl- aði sér að taka inn leikmann með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og þar með datt þetta upp fyrir,“ sagði Elmar. Hann heldur til Danmerkur frá Benidorm á Spáni í dag og mætir á sína fyrstu æfingu hjá Randers á morgun og spilar svo með því æf- ingaleik á laugardaginn. Keppni í deildinni eftir vetrarhlé hefst síðan í byrjun apríl. Michael Hemmingsen, þjálfari Randers, segist hafa fylgst með Elmari í nokkrum leikjum með Gautaborg. Duglegur leikmaður „Elmar er duglegur leikmaður. Hann hefur góða tækni og hann get- ur lagt sitt af mörkum til liðsins með þeirri reynslu sem hann hefur öðlast í Svíþjóð og með íslenska landslið- inu,“ sagði Hemmingsen við danska netmiðilinn bold.dk. Randers stendur ágætlega að vígi í dönsku B-deildinni en þangað féll liðið nokkuð óvænt síðasta vor, ásamt Esbjerg, liði Arnórs Smára- sonar. Eftir 14 umferðir af 26 er Esbjerg með 35 stig, Randers 30 og Vejle-Kolding er í þriðja sæti með 26 stig en tvö efstu liðin fara upp. „Ég tek vissa áhættu“  Theódór Elmar Bjarnason úr sænsku A-deildinni í B-deild í Danmörku  Líst vel á Randers sem ætlar sér stóra hluti  Stefnir á efri hluta úrvalsdeildarinnar að ári Morgunblaðið/Kristinn Landsleikur Theódór Elmar Bjarnason og Raul Meireles í leik Íslands og Portúgals. Elmar Bjarnason » Hann er 24 ára gamall miðju- maður og fór í atvinnumennsku í árslok 2004 eftir að hafa leikið 10 leiki með KR í úrvalsdeildinni um sumarið. » Elmar var hjá Celtic í Skotlandi til 2008, lék hálft annað ár með Lyn í norsku úrvalsdeildinni og í tvö og hálft ár með IFK Gauta- borg í sænsku úrvalsdeildinni. » Hann á að baki 10 landsleiki fyrir Íslands hönd og 27 leiki með yngri landsliðunum. Newcastle renndi sér upp fyrir Liv- erpool og Arsenal og í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld með góðum útisigri á Blackburn. Arsenal seig hinsvegar niður í 7. sætið eftir markalaust jafn- tefli í Bolton. Newcastle er þá með 39 stig í 5. sætinu og aðeins þremur stigum á eftir Chelsea, og getur hæglega blandað sér í baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu með þessu áframhaldi. Liverpool er með 38 stig og Arsenal 37 en ekkert hefur gengið hjá Arsenal í undanförnum leikjum. Newcastle komst snemma yfir þegar Scott Dann skoraði sjálfs- mark. Tim Krul, markvörður New- castle, varði vítaspyrnu frá David Dunn og það var síðan Gabriel Obertan sem tryggði sigur New- castle með marki úr skyndisókn í uppbótartíma, 2:0. „Seigla, góður markvörður og góð- ur fyrirliði eru lykilatriði og við höf- um þetta allt saman. Við vörðumst af krafti og léku með hjartanu eins og við höfum gert í allan vetur og þess vegna erum við í þessari stöðu,“ sagði Alan Pardew, knattspyrnu- stjóri Newcastle, við Sky Sports eftir leikinn. Bolton og Arsenal gerðu 0:0 jafn- tefli þrátt fyrir talsvert af færum á báða bóga. Markverðir beggja liða björguðu úr dauðafærum og Robin van Persie átti hörkuskot í stöngina á marki Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton. Aston Villa og QPR skildu jöfn, 2:2, og Djibril Cissé skoraði þar strax á 12. mínútu í sínum fyrsta leik með QPR. Hann kom inn í liðið í stað Heiðars Helgusonar sem var ekki leikfær vegna meiðsla. Bobby Za- mora var ekki orðinn löglegur með QPR sem missti niður 2:0 forystu í leiknum. Íslendingaliðin Bolton og QPR náðu því ekki að slíta sig frá þremur neðstu liðunum og dóla áfram rétt fyrir ofan fallsætin. vs@mbl.is Newcastle blandar sér í baráttuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.