Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 íþróttir Frjálsar Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson er að komast af stað á ný eftir langvarandi meiðsli og er kominn með Ólympíuleikana í sigtið. Fer til Svíþjóðar ef fjárhagur leyfir. 4 Íþróttir mbl.is Þegar fótbolta- maður skorar fjögur mörk í leik mætti ætla að þau myndu duga til sigurs. Diego Milito, argentínski framherjinn hjá Inter Mílanó, upplifði það í gærkvöld að skora fernu en fara bara með eitt stig af velli. Inter gerði jafntefli, 4:4, við Palermo í bráðfjörugum leik á San Siro. Milito jafnaði 1:1 og 2:2, og kom Inter í 3:2 og síðast í 4:3 á 69. mínútu. Fabrizio Miccoli var hinsvegar hetja Palermo. Hann skoraði þrennu og jafnaði metin í 4:4 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Annars gerði snjókoma Ítölum lífið leitt og fjórum leikjum í gær og fyrradag var frestað vegna veðurs og vallarskilyrða. vs@mbl.is Ferna dugði ekki til sigurs Diego Milito Diego Alves, markvörður Val- encia, var hetja liðsins í gær- kvöld þegar hann varði víta- spyrnu frá Lionel Messi. Það gerði hann í fyrri und- anúrslitaleiknum gegn Barcleona í spænsku bik- arkeppninni í knattspyrnu og þar með urðu lokatölur í Valencia, 1:1. Jonas kom heimamönnum yfir snemma leiks en Carles Puyol jafn- aði fljótlega fyrir Börsunga og þar við sat. Liðin eiga eftir að mætast aftur á Camp Nou næsta miðviku- dag. vs@mbl.is Messi brást á punktinum Lionel Messi Kiril Lazarov, stórskyttan frá Makedóníu, gæti verið á leið til Hamburg í Þýskalandi að þessu keppn- istímabili loknu. Ekki nóg með það, heldur gæti þjálfari hans hjá Atlético Madrid á Spáni, hinn gamalkunni Talant Dujshebaev, tekið við stjórn þýska liðsins. Þetta kom fram í fjölmiðlum í Makedóníu í gær. Per Carlén var rekinn úr starfi þjálfara Hamburg fyrr í vetur. Lazarov varð marka- hæsti leikmaðurinn á EM í Serbíu og skoraði 61 mark, sem er marka- met í Evrópukeppninni. vs@mbl.is Tveir stórir til Hamborgar? Kiril Lazarov ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Skautafélagið Björninn mun tefla fram öflugu liði á lokaspretti Íslandsmóts karla í íshokkí. Þrír fyrrverandi leikmenn liðsins höfðu félagaskipti yf- ir í Björninn frá Amager í Danmörku daginn áður en félagaskiptaglugginn lokaði 1. febrúar. Um er að ræða landsliðsmennina, Gunnar Guðmundsson, Róbert Frey Pálsson og Úlfar Jón Andrésson. Allir voru þeir í herbúðum félagsins á síðasta keppnistímabili en héldu til Danmerkur síðastliðið sumar. Gengu þeir til liðs við Amager í dönsku B- deildinni en liðinu var þá stjórnað af Olaf Eller landsliðsþjálfara Íslands. Eller tók hins vegar við úrvalsdeildarliði Esbjerg á miðju keppnistímabili. Hinir þrír Íslendingarnir hjá Amager, Jón B. Gíslason, Jónas Breki Magnússon og Brynjar Þórðarson munu leika með Amager út tímabilið. Gera atlögu að titlinum Karlalið Bjarnarins hefur aldrei orðið Íslands- meistari en ætti nú að geta gert atlögu að titl- inum. Eins og sakir standa eru mestar líkur á því að Skautafélag Reykjavíkur og Björninn leiki til úrslita um titilinn. Gunnar, Róbert og Úlfar gætu spilað sinn fyrsta leik þegar þessi félög mætast í deildinni á þriðjudagskvöldið. Björninn lék um titilinn fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Skautafélagi Akureyrar. Þremenn- ingarnir voru þá allir í liði Bjarnarins og var Gunnar fyrirliði liðsins. Úlfar og Róbert léku báð- ir með landsliðinu á HM í Króatíu í fyrra en Gunn- ar var meiddur. Björninn verður sterkari  Þrír landsliðsmenn í Grafarvoginn fyrir lokasprett Íslandsmótsins í íshokkíi GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég horfi fyrst og fremst á þetta sem viðurkenn- ingu fyrir alla íslenska golfvelli og íþróttina á Ís- landi. Með þessu er verið að gefa íslensku golfi vissan gæðastimpil,“ sagði Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, þegar Morgunblaðið innti hann í gær eftir viðbrögðum við því að Hvaleyrarvöllur rataði inn á lista yfir 100 bestu golfvelli í Evrópu hjá netmiðlinum Top100 golfcourses. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur íslenskur golfvöllur ekki ratað inn á slíka lista fyrr en netmiðillinn igolf.is vakti athygli á listan- um á þriðjudag. Ýmsir golffjölmiðlar búa reglulega til ýmsa lista yfir bestu golfvellina í heiminum eða á ákveðnum svæðum. Í þessu tilfelli er um að ræða breskan vef og valdi hann hundrað bestu golf- vellina í Evrópu utan Bretlands og er Hvaleyrin í 99. sæti. Ólafur hafði ekki haft veður af því að hinn glæsilegi völlur þeirra Hafnfirðinga myndi rata inn á listann. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en mér var bent á þetta. Við höfum alltaf verið með bull- andi minnimáttarkennd gagnvart golfvöllunum okkar en það er engin ástæða til þess. Ætli það sé ekki nokkurn veginn það eina sem við Íslend- ingar höfum verið með minnimáttarkennd út af gagnvart öðrum þjóðum,“ sagði Ólafur léttur. Bestu meðmælin Ólafur Þór er með vallarstjóramenntun frá Skotlandi og var vallarstjóri á Hvaleyrinni í mörg ár áður en hann tók við framkvæmda- stjórastarfinu af föður sínum. Telur hann við- urkenningu sem þessa auka líkurnar á því að Ís- lendingar geti haldið stærri mót hérlendis en hingað til? „Það er engin spurning. Það er sterkt vopn fyrir okkur sem golfþjóð að geta bent á að við séum að fá viðurkenningar fyrir það sem við er- um að gera. Eins og komið er inn á í umsögninni þá er viðkomandi greinarhöfundur mjög ánægð- ur með ástand og uppsetningu vallarins. Það eru bestu meðmæli sem maður fær í þessum bransa. Við erum alveg myljandi ánægðir með þetta,“ sagði Ólafur ennfremur og bætir því við að vinnubrögð íslenskra vallarstjóra séu farin að vekja athygli erlendis. Framleiðendur farnir að koma hingað „Það eru að verða einhver fimmtán ár síðan við fórum fyrst að mennta okkur í golfvallarfræð- unum. Við erum farnir að vekja athygli fyrir það hvernig við viðhöldum golfvöllunum okkar. Við rekum þá á sjálfbæran hátt, sérstaklega í sam- anburði við Bandaríkin og Suður-Evrópu. Við gerum þetta upp á gamla móðinn að mörgu leyti. Sem dæmi þá notum nánast engin eiturefni og lítið af áburði. Framleiðendur í bransanum eru farnir að koma hingað í golfferðir. Í sumar kem- ur einn stærsti golfvallarvélaframleiðandi í heim- inum með sína stærstu viðskiptavini til Íslands í golfferð. Hann er að gera það annað árið í röð og það er bara ótrúlegt,“ sagði Ólafur Þór Ágústs- son við Morgunblaðið. Viðurkenning sterkt vopn  Hvaleyrarvöllur á lista yfir 100 bestu golfvelli í Evrópu  Eykur líkurnar á að fá stærri golfmót til landsins  Vinnubrögð vallarstjóra vekja athygli erlendis Morgunblaðið/Ernir Hvaleyrarvöllur Landslagið við völlinn skemmir ekki fyrir en haf og hraun mynda umgjörðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.