Barnablaðið - 06.11.2011, Qupperneq 5

Barnablaðið - 06.11.2011, Qupperneq 5
BARNABLAÐIÐ 5 að tíminn væri búinn um leið og hann byrjaði.“ Hvað er búið að vera eftirminnilegast við leikhúsævintýrin þín? „Það var örugglega Óliver Tvist. Það var mjög eftirminnilegt. Það var fyrsta hlut- verkið mitt og þá var maður að kynnast þessu öllu en núna þekkir maður þetta allt. Eftir Óliver Tvist fór ég svo að leika í Allir synir mínir.“ En nú er það fullorðinssýning. „Já, það er alveg rosa fullorðins. Það er samt ekkert mikill munur á að leika í barnasýningu eða fullorðinssýningu nema maður getur ekki boðið vinum sínum að koma að horfa á sig þegar maður er að leika fyrir fullorðna.“ Var samt alveg gaman að leika í þeirri sýningu? „Já, þegar ég kom fram þá voru skemmtilegustu senurnar.“ Leiddist þér ekkert baksviðs þegar þú varst að leika í þeirri sýningu? „Nei, nei. Ég spjallaði bara við fullorðnu leikarana. Eftir senurnar mínar fór ég oft bara heim af því að ég nennti ekkert að vera að hneigja mig. Ekki nema það væri frí daginn eftir eða á frumsýningunni.“ Er þá ekkert erfitt eða leiðinlegt í leikhúsunum? „Nei, ég held bara ekki. Skiptingarnar eru stundum miserfiðar. En nei, ég held ekki. Það er allt bara mjög skemmtilegt þegar maður er byrjaður að leika. Það var samt svolítið erfitt þegar ég var að leika í Allir synir mínir að þurfa að vaka svona lengi. Það var sýnt svo seint og maður var svo þreyttur en þurfti að fara í skólann daginn eftir.“ Finnurðu á krökkunum í kringum þig að þú ert orðinn svolítið frægur? „Fyrir Óliver var mikil spenna í gangi. Að Grettir bekkjarfélagi þeirra væri að fara að leika í alvöru leikriti. Það var samt bara rétt fyrst og nú eru allir orðnir vanir því. Krakkar úr öðrum bekkjum spyrja mig aðeins meira en bekkjarfélag- ar mínir.“ Áttu þér uppáhaldsleikara eða -leikkonu? „Ekkert eitthvað sem ég fíla í botn, ekkert svona eins og stelpurnar fíla Justin Bieber. En ég hef mjög gaman af honum Góa. Mér finnst hann mjög skemmtilegur karl. Hann er mikill barnakarl.“ Áttu einhvern uppáhaldsmeðleikara? „Já, í Allir synir mínir lék ég mikið með honum Jóa (Jóhann Sigurðarson) en hann er líka í Galdrakarlinum í Oz. Mér finnst hann mjög skemmtilegur og það er mjög gott að leika með honum. Ég hef fengið nokkrar ábendingar frá honum en auðvitað fæ ég þær samt aðallega frá leikstjórunum.“ Ertu búinn að vera heppinn með leikstjóra? „Já, ég hef verið mjög heppinn með leikstjóra. Selma (Björnsdóttir) leikstýrði Óliver Tvist og ég kannaðist við hana. Ég þekkti líka Berg (Þór Ingólfsson) sem leikstýrir Galdrakarlinum í Oz en ég þekkti ekkert Stefán (Baldursson) sem leikstýrði Allir synir mínir. Síðan komst ég að því að hann er fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri og hann var mjög almennilegur við mig.“ Hvaða eiginleikum þarf maður að vera búinn til að vera góður barnaleikari? „Hugrekki skiptir kannski svolítið miklu máli. Maður verður að vera tilbúinn að halda áfram ef maður ruglast. Maður þarf að vera góður í að redda sér og má ekki bara segja æi og gefast upp. Svo þarf maður líka að hafa söng- og leikhæfileika. Svo skiptir agi líka miklu máli.“ Ef þú verður ekki leikari eða söngvari hvað heldurðu að þú myndir þá leggja fyrir þig. „Ef ég verð ekki leikari eða söngvari held ég samt að ég verði eitthvað að vinna í kringum það eins og til dæmis leikmyndahönnuður. Ég á örugglega eftir að vera eitthvað í listum eftir þetta allt.“ eina amálið arlinum r, Tinna Ívar. Grettir reyndi einu sinni fyrir sér í karate en missti fljótt áhugann og segir leiklistina eina komast að. Skannaðu kóðann til að sjá Gretti syngja lag úr söngleiknum!

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.