Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 3
g stígur niður úr efstu deild í sumar
fur samið við Eisenach, sem er í 10.
iðum í B-deildinni og er undir stjórn
gsins Aðalsteins Eyjólfssonar.
áður upplifað skemmtilega baráttu
ast upp úr 2. deildinni hér í Þýska-
Burgdorf, og sé í hillingum samskon-
ka með Eisenach. Félagið ætlar sér
á næstu árum, það var áður í efstu
nú að rísa aftur upp úr lægð,“ sagði
telur þetta jafnframt góðan tíma-
ð skipta um félag.
til að breyta“
a ára verkefni með Eisenach
Flott þróun en mikil mistök að reka Aron
„Ég upplifði það með Burgdorf að spila fyrir
4-500 manns í 2. deild, fara síðan upp og leika
þar fyrir framan 3-4.000 áhorfendur. Þetta
hefur verið flott þróun hjá félaginu en satt
best að segja finnst mér aðeins vera að
fjara undan því á ný. Í raun hefur hallað
undan fæti síðan Aroni Kristjánssyni
var sagt upp sem þjálfara. Það voru
stjarnfræðileg mistök og ráðningin á
eftirmanni hans enn stærri. Nú er því
rétti tíminn til að breyta til, ég fer héðan ásamt fjöl-
skyldu minni með góðar minningar og hlakka til að
takast á við ný verkefni,“ sagði Hannes, sem hefur
verið fyrirliði Burgdorf undanfarin tvö ár og spilað
með liðinu í tæp fjögur ár. Það er í 14. sæti af 18 lið-
um í 1. deild, efstu deildinni í Þýskalandi.
Hann á að baki 44 landsleiki fyrir Íslands
hönd og lék síðast með landsliðinu árið 2010.
Hannes lék áður í Danmörku og Noregi, og
þar á undan með Val og ÍR.
Hann kvaðst ekki þekkja neitt að
ráði til Aðalsteins, þjálfara Eise-
nach. „Nei, ég hef bara kynnst
honum í gegnum samtöl okkar í
kringum þennan samning. Mér
heyrist hann vera enn einn íslenski
þjálfarinn sem veit nákvæmlega hvað
hann vill og hvað hann ætlar sér, og ég
hlakka til að vinna með honum,“ sagði Hannes
Jón Jónsson.
Hannes Jón
Jónsson
ALGARVE
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Möguleikar Íslands á að spila um
verðlaun í Algarve-bikarnum annað
árið í röð eru úr sögunni eftir ósigur,
1:4, gegn Svíum í Ferreiras í gær. Nú
mun viðureign Íslands og Kína á
mánudaginn ráða úrslitum um hvort
liðið spilar um 5. sætið á mótinu eða
fer í leik um 7. eða 9. sætið á lokadegi
þess næsta miðvikudag.
Úrslitin voru í raun ráðin eftir 40
mínútna leik en þá voru öll fimm
mörkin komin. Alveg eins og í sig-
urleik Íslands í viðureign liðanna fyrir
ári, 2:1, komust Svíar yfir á 2. mínútu
en í þetta sinn var handritið öðruvísi.
Lotta Schelin og Antonia Göransson
skoruðu eftir góðar sóknir sænska
liðsins á fyrstu 12 mínútunum. Dóra
María Lárusdóttir minnkaði muninn
úr vítaspyrnu á 21. mínútu eftir að
brotið var á Hólmfríði Magnúsdóttur.
Tólf mínútum síðar svaraði Jessica
Landström fyrir Svía, með skalla eftir
aukaspyrnu, og Göransson skoraði
sitt annað mark með þrumufleyg utan
af velli, 1:4.
Í seinni hálfleik gerðist fátt lengi
vel, íslenska liðið þétti sinn leik og
Hólmfríður var nærri því að minnka
muninn þegar hún skaut í stöng. Und-
ir lokin áttu Svíar hins vegar skot í
stöng og skalla í þverslá.
Basl á öftustu varnarlínunni
„Við gáfum þeim ódýr mörk, það
var basl á öftustu varnarlínunni okkar
og Svíarnir gengu á lagið. Þetta var
fyllilega verðskuldað, en þótt staðan
væri 1:4 í hálfleik var ég alls ekki
ósáttur við allt. Spilið og sóknarleik-
urinn gengu vel oft á tíðum en varn-
arleikurinn var ekki í lagi,“ sagði Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson landsliðs-
þjálfari við Morgunblaðið.
„Eins og alltaf förum við vel yfir
leikinn og reynum að læra af mistök-
unum sem voru gerð. Margar eru
orðnar þreyttar, þær eru flestar enn á
undirbúningstímabili og eiga mikið
inni. Nú fáum við kærkomna hvíld yfir
helgina þar sem hægt er að hlaða
batteríin fyrir leikinn gegn Kína á
mánudaginn,“ sagði Sigurður Ragnar.
Óreynt miðvarðapar í lokin
Anna María Baldursdóttir, 17 ára
stúlka úr Stjörnunni, kom inná undir
lokin og lék sinn fyrsta A-landsleik.
Hún og Elísa Viðarsdóttir, sem lék
sinn annan landsleik, mynduðu mið-
varðapar Íslands á lokakaflanum.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín
Ómarsdóttir, Þórunn Helga Jóns-
dóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir voru
ekki með vegna meiðsla og hópurinn
því þunnskipaðri en í fyrsta leiknum.
Sem kunnugt er vantar auk þessa
nokkra sterka leikmenn í hópinn að
þessu sinni, m.a. Eddu Garðarsdóttur,
Sif Atladóttur og Ólínu G. Viðars-
dóttur sem hafa verið í stórum hlut-
verkum í liðinu.
Sjáum til með Margréti
„Við förum varlega með Margréti
Láru, það er mikið álag framundan
hjá hennar félagsliði og mikilvægur
landsleikur við Belga. Staðan verður
bara skoðuð fyrir hina tvo leikina
hvort hún verði með. Katrín Ásbjörns
verður ekkert með á mótinu og það er
ólíklegt að Katrín Ómars spili eitt-
hvað. Þórunn Helga gæti hins vegar
náð þriðja eða fjórða leiknum. En við
skoðum aðra leikmenn í staðinn, sem
fá dýrmæta reynslu gegn sterkum
mótherjum,“ sagði Sigurður Ragnar
Eyjólfsson.
„Varnarleikur ekki í lagi
en lærum af mistökum“
Ljósmynd/Algarvephotopress
Algarve Dóra María Lárusdóttir skoraði mark Íslands í gær og fylgist hér með Söru Björk Gunnarsdóttur skalla bolt-
ann. Dóra skoraði þarna sitt 14. mark í 73 landsleikjum en hún er fimmta leikjahæst og 4.-5. markahæst frá upphafi.
Möguleikar á verðlaunasæti í Algarve-bikarnum úr sögunni eftir 1:4-tap gegn
Svíum Öll mörkin á fyrstu 38 mínútunum Fjórar ekki með vegna meiðsla
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Heiðar Helgu-son hefur
ekki jafnað sig af
meiðslum og spil-
ar ekki með QPR
gegn Everton í
ensku úrvals-
deildinni í knatt-
spyrnu í dag.
Heiðar meiddist í
nára í lok janúar og hefur ekki leikið
með Lundúnaliðinu undanfarnar
vikur. Það er í erfiðri fallbaráttu og
vantar fleiri framherja því DJ
Campbell er líka meiddur og Djibril
Cissé er í leikbanni.
Enska knatt-spyrnu-
sambandið ætlar
ekki að ráða nýj-
an landsliðsþjálf-
ara fyrr en að
loknu keppn-
istímabilinu í vor,
eða eftir 13. maí.
Listi yfir vænt-
anlega kandídata liggur þó fyrir.
Alex Horne, framkvæmdastjóri
sambandsins, skýrði fréttamönnum
frá því í gær að listi yfir áhugaverða
þjálfara hefði verið settur saman
fljótlega eftir að Fabio Capello
sagði starfinu lausu í síðasta mánuði.
Hins vegar yrði engin ákvörðun tek-
in strax þar sem sambandið vildi
ekki trufla starf félaganna á mik-
ilvægum tíma.
„Margir þeirra knattspyrnustjóra
sem eru á okkar lista eru í fullu
starfi og við viljum ekki skemma
tímabilið fyrir neinum. Við flýtum
okkur ekki og reiknum með því að
ákvörðun liggi fyrir að tímabilinu
loknu,“ sagði Horne.
Davíð Georgsson skoraði níumörk fyrir ÍR-inga þegar þeir
lögðu Stjörnuna, 30:28, í 1. deild
karla í handknattleik í íþróttahúsinu
við Austurberg í gærkvöld. ÍR held-
ur þar með tveggja stiga forskoti á
toppi deildarinnar, hefur 23 stig,
tveimur fleiri en Víkingur.
Víkingar unnu Selfoss með eins
marks mun á Selfossi í gær, 23:22.
Þar með tókst Selfossi ekki að kom-
ast upp að hlið ÍBV sem mætir
Fjölni í dag en leikur liðanna átti að
fara fram í gær. Honum var frestað
um sólarhring vegna veðurs.
Fólk folk@mbl.is
Parque Desportiva da Nora, Ferrei-
ras, Portúgal, Algarve-bikarinn, A-
riðill, föstudag 2. mars 2012.
Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Guðbjörg
Gunnarsdóttir.Vörn: Rakel Hönnu-
dóttir, Mist Edvardsdóttir (Anna
María Baldursdóttir 86.), Katrín
Jónsdóttir fyrirliði (Elísa Viðarsdóttir
80.), Thelma Björk Einarsdóttir.
Miðja: Fanndís Friðriksdóttir (Harpa
Þorsteinsdóttir 67.), Dóra María Lár-
usdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Sara
Björk Gunnarsdóttir (Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir 65.), Hallbera Guðný
Gísladóttir (Greta Mjöll Sam-
úelsdóttir 60.) Sókn: Hólmfríður
Magnúsdóttir.
Lið Svíþjóðar: (4-5-1) Mark: Kristin
Hammarström. Vörn: Annica Svens-
son, Stina Segerström, Emma Bergl-
und, Sara Thunebro (Marie Hamm-
arström 67.) Miðja: Jessica
Landström (Sofia Jakobsson 71.),
Lisa Dahlkvist (Caroline Seger 67.),
Johanna Almgren, Nilla Fischer fyr-
irliði, Antonia Göransson (Therese
Sjögran 46.) Sókn. Lotta Schelin
(Madelaine Edlund 46.)
Dómari: Morag Pirie, Skotlandi.
Áhorfendur: Um 300.
Ísland – Svíþjóð 1:4
HANDBOLTI
N1-deild kvenna
FH – ÍBV................................................19:20
Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 7, Ingi-
björg Pálmadóttir 4, Kristrún Steinþórs-
dóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 2, Sigrún
Jóhannsdóttir 1, Salka Þórðardóttir 1,
Berglind Ósk Björgvinsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Drífa
Þorvaldsdóttir 3, Grigore Ggorgata 3,
Marian Tbojovic 2, Þórsteina Sigurbjörns-
dóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Ivana
Mladenovic 1, Aníta Elíasdóttir 1.
Staðan:
Fram 12 11 0 1 360:260 22
Valur 12 11 0 1 383:269 22
ÍBV 12 8 0 4 328:291 16
HK 12 7 0 5 341:313 14
Stjarnan 11 6 0 5 317:293 12
Haukar 12 3 0 9 297:378 6
KA/Þór 11 3 0 8 253:305 6
Grótta 11 2 1 8 256:314 5
FH 13 1 1 11 265:377 3
1. deild karla
ÍR – Stjarnan.........................................30:28
ÍBV – Fjölnir ..................................... frestað
Leikið klukkan 14 í dag.
Selfoss – Víkingur .................................22:23
Staðan:
ÍR 15 10 3 2 446:399 23
Víkingur R. 15 10 1 4 395:350 21
Stjarnan 15 8 2 5 439:406 18
ÍBV 14 7 0 7 387:376 14
Selfoss 15 4 4 7 396:390 12
Fjölnir 14 0 0 14 280:422 0
Svíþjóð
H43 – Drott ...........................................29:33
Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú
mörk fyrir Drott.
Danmörk
Skjern – Nordsjælland.........................34:24
Ólafur Guðmundsson skoraði ekki fyrir
Nordsjælland.
ÍÞRÓTTIR 3