Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 2
Á AKUREYRI Andri Yrkill Valsson sport@mbl.is Það voru niðurdregnir leikmenn Ak- ureyrar sem gengu af velli og áleiðis í sumarfrí eftir að hafa tapað fjórða leiknum í viðureigninni við FH, og ein- víginu samtals 3:1. Þrátt fyrir baráttu heimamanna var sigur Hafnfirðinga aldrei í hættu, þeir voru yfir í hálfleik 12:14 og höfðu að lokum þriggja marka sigur, 25:28. Þeir eru því komnir í úr- slitaeinvígið og mæta þar HK, sem sópaði hinu Hafnarfjarðarliðinu, Haukum, svo eftirminnilega úr leik í einvígi þeirra á dögunum. Akureyringar byrjuðu þó vel og mættu greinilega ákveðnir til leiks. Menn börðu hvern annan áfram í vörn- inni en sóknarleikurinn var oft á tíðum stirður. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðbik hálfleiksins kom slæmur kafli hjá Akureyringum sem var vendipunktur leiksins. Þeir fengu tvær brottvísanir í röð, FH- ingar voru fljótir að ganga á lagið og náðu fimm marka forskoti. Á þeim kafla skoruðu heimamenn ekki mark í átta mínútur og augljós pirringur fór að gera vart við sig. Þeir máttu því prísa sig sæla að vera ekki meira en tveimur mörkum undir í hálfleik. Ragnar og Ólafur sterkir FH-ingar höfðu áfram yfirhöndina í síðari hálfleik. Þeir voru ekkert að stressa sig á hlutunum heldur spiluðu af mikilli yfirvegun. Skytturnar Ragn- ar Jóhannsson og Ólafur Gústafsson fóru fyrir sínu liði í sókninni og erf- iðlega gekk fyrir vörn Akureyringa að stoppa þá. Heimamenn reyndu þó hvetja hver annan áfram til dáða en voru pirraðir hversu hægt gekk. Róm var ekki byggð á einum degi og það vita reynsluboltar eins og Heimir Örn og Bjarni Fritzson. Þeir komu strák- unum niður á jörðina og reyndu að spila af yfirvegun. Í kjölfarið kom stemningin á ný og með dyggum stuðningi áhorfenda komust þeir aftur inn í leikinn. En þá virtist allur vindur úr liðinu og FH-ingar sigldu sigrinum örugglega í höfn með þeirri yfirvegun sem fylgdi þeim allan leikinn. Lokatöl- ur eins og áður sagði, 25:28. Leikur FH var stöðugri Leikur FH-inga var stöðugur bróð- urpart leiksins og það skilaði sínu. Daníel Andrésson er ávallt traustur í markinu og það er mikið öryggi fyrir annars ágæta vörn liðsins að vita af honum fyrir aftan sig. Með sleggjur eins og Ólaf og Ragnar í sókninni í bland við lipra menn eins og Örn Inga Bjarkason og Ara Magnús Þorgeirs- son eru ávallt margir möguleikar í Ósvik verðsk  Stöðugleika vanta FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bayern München er á leiðinni í sinn ní- unda úrslitaleik um Evrópumeist- aratitilinn í knattspyrnu eftir drama- tískan sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni á Santiago Berna- béu í Madríd í gærkvöld. Sigur Real, 2:1, þýddi að liðin voru jöfn samanlagt, 3:3. Það er gömul þjóðsaga að Þjóð- verjar tapi ekki vítaspyrnukeppni og hvað sem er til í því þá voru þeir sterk- ari á taugunum á örlagastundu og unnu vítakeppnina 3:1. Þessi áfangi er Bayern enn dýrmæt- ari vegna þeirrar staðreyndar að úr- slitaleikurinn í ár fer fram á þeirra heimavelli í München og þar taka þeir á móti Chelsea laugardaginn 19. maí. Bayern varð síðast Evrópumeistari árið 2001, í fjórða sinn, en tapaði átt- unda úrslitaleik sínum fyrir tveimur árum – gegn José Mourinho og Inter Mílanó. Fjórir sigrar og fjögur töp eru árangur þýska stórliðsins í úrslita- leikjum keppninnar til þessa. Draumur Mourinhos um að vinna Evrópubikarinn með sínu þriðja liði rann út í sandinn á Santiago Berna- béu, og um leið tækifærið til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea í úr- slitaleiknum. Óskabyrjun Spánverjanna en þeir dýrustu brugðust Real Madrid fékk sannkallaða óska- byrjun því Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu strax á 6. mínútu og kom Spánverjunum í 2:0 á 14. mínútu. Arjen Robben svaraði fyrir Bayern úr vítaspyrnu á 27. mínútu, 2:1, og þar við sat í markaskorun. Ekkert var skorað í framlengingu og því réð vítaspyrnukeppni úrslitum. Manuel Neuer í marki Bayern varði tvær fyrstu spyrnur Real, frá Cris- tiano Ronaldo og Kaká, dýrustu knatt- spyrnumönnum heims. Bayern skor- aði úr fyrstu tveimur en síðan varði Iker Casillas tvær spyrnur Þjóðverj- anna, frá Toni Kroos og Philip Lahm, og gaf sínum mönnum tækifæri á að jafna metin. Það tókst þeim ekki því Sergio Ra- mos skaut himinhátt yfir mark Bayern úr fjórðu spyrnu Real Madrid. Bastian Schweinsteiger skoraði hinsvegar úr fimmtu spyrnu Þjóðverjanna og þar með var Bayern komið í úrslitaleikinn. Þrír hjá Bayern í banni En rétt eins og Chelsea verður Bay- ern án lykilmanna í München 19. maí. Þeir David Alaba, Luiz Gustavo og Holger Badstuber eru allir komnir í leikbann vegna gulra spjalda og því þurfa sjö leikmenn liðanna samtals að sitja í stúkunni, í leikbanni, og horfa á félaga sína spila þennan draumaleik. Þeir bestu bregðast líka, það höfum við séð tvö kvöld í röð. Lionel Messi og Cristano Ronaldo brenndu af víta- spyrnum með 24 stunda millibili og sitja báðir heima þegar stærsti leikur tímabilsins fer fram í München. Reuters Sigurvegarar Leikmenn Bayern München fagna sigrinum í vítaspyrnukeppninni. Sergio Ramos, sem skaut yfir úr fjórðu spyrnu Real Madrid, er að vonum vonsvikinn lengst til vinstri. Spænska liðið skoraði aðeins úr einni spyrnu af fjórum. Þýska þjóðsagan stóð fyrir sínu í Madríd  Bayern vann Real í vítakeppni  Mætir Chelsea á heimavelli Úrslitaleikurinn » Bayern München og Chelsea leika til úrslita um Evr- ópumeistaratitilinn á Allianz leikvanginum í München laug- ardaginn 19. maí. » Bayern leikur þar til úrslita í níunda skipti en félagið hefur fjórum sinnum unnið keppnina, 1974, 1975, 1976 og 2001, og fjórum sinnum tapað úrslita- leik, 1982, 1987, 1999 og 2010. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Undankeppni EM kvenna 3. riðill: Norður-Írland – Ungverjaland.............. 0:1 Fanný Vágó 90.(víti) Staðan: Belgía 7 4 2 1 11:4 14 Ísland 6 4 1 1 12:2 13 Noregur 6 4 0 2 17:6 12 Norður-Írland 6 2 2 2 8:8 8 Ungverjaland 7 2 1 4 8:16 7 Búlgaría 6 0 0 6 0:20 0 Lengjubikar kvenna B-DEILD: Selfoss – FH.............................................. 1:5  FH 7 stig, Afturelding 7, KR 6, Selfoss 3, Þróttur R. 0. Lengjubikar karla C-DEILD, 2. riðill: Stál-úlfur – Skínandi ................................ 2:3  Lokastaðan: Skínandi 12, Kári 9, Stál- úlfur 6, Grundarfjörður 3, Björninn 0. Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, síðari leikur: Real Madrid – Bayern München............ 2:1 Cristiano Ronaldo 6.(víti), 14. – Arjen Rob- ben 27.(víti)  Jafnt samanlagt, 3:3. Bayern sigraði 3:1 í vítaspyrnukeppni og mætir Chelsea í úr- slitaleik 19. maí. Ítalía AC Milan – Genoa .....................................1:0 Cesena – Juventus ....................................0:1 Lecce – Napoli ...........................................0:2 Palermo – Parma.......................................1:2 Roma – Fiorentina ....................................1:2 Siena – Bologna .........................................1:1 Udinese – Inter Mílanó.............................1:3 Novara – Lazio ..........................................2:1 Staðan: Juventus 34 20 14 0 58:18 74 AC Milan 34 21 8 5 64:27 71 Lazio 34 16 7 11 50:43 55 Napoli 34 14 12 8 60:41 54 Udinese 34 14 10 10 45:35 52 Inter Mílanó 34 15 7 12 50:46 52 Roma 34 15 5 14 53:48 50 Catania 34 11 13 10 44:46 46 Parma 34 11 11 12 46:51 44 Siena 34 11 10 13 42:36 43 Atalanta 34 12 13 9 38:36 43 Chievo 34 11 10 13 30:41 43 Bologna 34 10 12 12 35:40 42 Fiorentina 34 10 11 13 34:39 41 Palermo 34 11 8 15 47:53 41 Cagliari 34 10 11 13 36:42 41 Genoa 34 9 9 16 44:63 36 Lecce 34 8 11 15 38:51 35 Novara 34 6 10 18 29:57 28 Cesena 34 4 10 20 21:51 22 Danmörk Bikarinn, undanúrslit, síðari leikur: SönderjyskE – FC Köbenhavn............... 4:3  Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jón- asson léku allan leikinn með SönderjyskE og Eyjólfur skoraði fyrsta mark liðsins. Arnar Darri Pétursson var ekki í hópnum.  Sölvi Geir Ottesen var ekki með FCK vegna meiðsla og Ragnar Sigurðsson var varamaður og kom ekki við sögu.  FCK áfram á útimörkum, 4:4 samanlagt, og mætir Horsens eða Köge í úrslitaleik. Íþróttasíður spænsku blaðanna í gær voru að von- um uppfullar af falli Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona út úr Meistaradeildinni en Börsungar fóru illa að ráði sínu gegn 10 leikmönnum Chelsea á Nývangi í fyrrakvöld. „Martröð á Camp Nou - Barcelona er úr leik í deildinni og í Meistaradeildinni eftir þrjá svörtustu dagana í tíð Guardiola,“ var umfjöllun í Marca en Barcelona beið lægri hlut á heimavelli fyrir Real Madrid á laugardagskvöldið og þar með er Madrid- arliðið komið með níu fingur á Spánarbikarinn. ,,Banvæn sprengja á Camp Nou. Er þetta end- irinn á sigurhringnum?“ segir í El Mundo. Óréttlátt, miskunnarlaust, hræðilegt „Fótboltinn refsaði Barcelona – óréttlátt, mis- kunnarlaust, hræðilegt. Ekkert lýsingarorð er nægilegt til að lýsa ótrúlegu falli Barcelona,“ er skrifað í blaðið Sport sem er gefið út í Barce- lona. „Staðreyndin er sú að Chelsea skoraði þrjú mörk úr þremur tækifærum á 180 mín- útum.“ „Bless, Barcelona. Ofurvörn Chelsea sá til þess að Barcelona fór ekki úrslitaleikinn í Münch- en,“ segir í AS. „Sögulegt lið Barcelona féll í undanúrslitunum gegn Chelsea í leik sem var fullur af óheppni,“ skrifar El Mundo Deportivo. „Mesti harmleikur Barcelona. Barca lenti á Chelsea-veggnum á afdrifaríku kvöldi fyrir Messi,“ er skrifað í El Pais. gummih@mbl.is Þrír svörtustu dagarnir í tíð Guardiola Pep Guardiola Konráð Olavsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur tímabundið tekið við þjálfun meistaraflokks karla í handknattleik hjá Stjörnunni af Roland Val Eradze. Konráð stýrði Stjörnuliðinu í þegar það lagði Víkinga á dögunum og þar sem liðið öðlaðist keppn- isrétt til að leika við Aftureldingu um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fyrsta við- ureign Aftureldingar og Stjörnunnar verður í Mosfellsbæ annað kvöld. Leikirnir geta mögulega orðið þrír. Roland hætti þjálfun Stjörnunnar á dög- unum af persónulegum ástæðum en móðir hans er alvarlega veik og fór Roland að vitja hennar í Georgíu, þaðan sem hann er. Varð þá að samkomulagi að Roland hætti og vildi þá svo heppilega til að Konráð, sem er bú- ar lei va úr @m Konráð stýrir Stjörnu Ko Ola Danmörk Umspil karla: Mors-Thy – Ringsted ...........................36:22  Einar Ingi Hrafnsson skoraði 1 mark og Jón Þ. Jóhannsson 4 fyrir Mors-Thy. Þýskaland 8 liða úrslit kvenna, seinni leikur: Thüringer – Blomberg-Lippe.............27:25  Karen Knútsdóttir skoraði ekki fyrir Blomberg en Hildur Þorgeirsdóttir setti tvö mörk.  Thüringer komst áfram, 56:51. Noregur ÖIF Arendal – Fyllingen .....................28:30  Elías Már Halldórsson náði ekki að skora fyrir Arendal. Nötteröy – Haslum...............................27:35  Hreiðar Levý Guðmundsson stóð í marki Nötteröy og varði 3 skot. HANDBOLTI NBA-deildin Atlanta – LA Clippers...................... 109:102 Boston – Miami..................................... 78:66 Oklahoma – Sacramento.................. 118:110 Utah – Phoenix ................................... 100:88 Golden State – New Orleans ............... 81:83  Utah tryggði sér áttunda og síðasta sæt- ið í úrslitum Vesturdeildar.  Chicago, Miami, Indiana, Boston, Atl- anta, Orlando, New York og Philadelphia eru komin í úrslit í Austurdeild.  San Antonio, Oklahoma, LA Lakers, LA Clippers, Memphis, Denver, Dallas og Ut- ah eru komin í úrslit í Vesturdeild. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.