Morgunblaðið - 11.05.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 11.05.2012, Síða 1
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012 íþróttir Fótbolti Íslandsmót kvenna hefst á sunnudaginn með heilli umferð. Stjarnan á titil að verja en Breiðabliki er spáð toppsætinu. Margrét Ákadóttir fer yfir möguleika liðanna 6-7 Íþróttir mbl.is Ljósmynd/Sakis Savvides Reyndur Hermann Hreiðarsson hefur verið atvinnumaður í Englandi frá 1997 og stefnir að því að framlengja ferilinn um a.m.k. eitt ár enn. FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég ætla að reyna að koma mér í gott stand í sumar og ef mér líður vel þá ætla ég að reyna að taka eitt ár til viðbótar hérna úti,“ sagði knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson við Morgunblaðið í gær. Hermann er samningslaus en hann hefur verið í atvinnumennsku óslitið frá árinu 1997 þegar hann fór frá ÍBV og samdi við enska liðið Crystal Palace. Hermann hefur verið á mála hjá Portsmouth frá árinu 2007 en í jan- úar gekk hann til liðs við Coventry og samdi við liðið út leiktíðina. Eyja- maðurinn öflugi hafði ekki heppnina með sér. Hann meiddist illa á öxl í febrúar og spilaði ekkert meira eftir það og hann náði aðeins að spila tvo leiki með Coventry-liðinu áður en hann meiddist. Ljóst er að hann verður ekki áfram með Coventry né Portsmouth en bæði lið féllu í C- deildina. Öxlin að verða góð „Ég er bara að verða góður af þessum meiðslum í öxlinni og er að verða tilbúinn að spila golf. Það er góð byrjun. Ég hef ekki rætt við nein félög hérna úti og vil ekki gera það fyrr en ég verð kominn í gott form,“ sagði Hermann en síðustu tvö tímabilin hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla. Hann sleit hásin og var frá í marga mánuði og síðan tóku axlarmeiðslin við. „Fram að þessu var ég heppinn en það hlaut kom að því að eitthvað léti undan.“ Einhver lið höfðu samband Hermann útilokar að spila á Ís- landi í sumar en neitar því ekki hafa fengið fyrirspurnir frá liðum á Ís- landi. „Ég spila ekki heima á Íslandi í ár. Það er öruggt en það voru einhver lið sem höfðu samband. Ég kem heim í júní og mun æfa vel í sumar og láta svo á það reyna hvort ég fæ samning úti eða ekki,“ sagði Her- mann, sem verður 38 ára gamall í júlí. Ætla að reyna að taka eitt ár til viðbótar úti  Hermann samningslaus  Ætlar að koma sér í gott form í sumar og freista þess að fá samning  Spilar ekki á Íslandi í sumar þrátt fyrir fyrirspurnir Íslenska drengja- landsliðið í knatt- spyrnu var að- eins sex mínútum frá því að komast í undanúrslitin á Evrópumótinu í Slóveníu en þeir eru úr leik eftir ósigur gegn Georgíu í gær- kvöld, 0:1, í loka- umferð riðlakeppninnar. Georgíumenn skoruðu sigur- mark sitt sex mínútum fyrir leiks- lok og tryggðu sér með því annað sætið í riðlinum og sæti í undan- úrslitum. Á meðan töpuðu Frakkar 0:3 fyrir Þjóðverjum þannig að ís- lenska liðinu hefði dugað jafntefli til að vera fyrir ofan bæði Georgíu og Frakkland á markatölu. Lokaniðurstaðan er 7.-8. sæti, eða sami árangur og þegar Ísland komst fyrst í þessa lokakeppni árið 2007. Íslensku strákarnir gerðu jafntefli, 2:2, við Frakka og töpuðu síðan 0:1 fyrir Þjóðverjum í öðrum leik sínum á mótinu í Slóveníu. Þjóðverjar unnu riðilinn með fullu húsi stiga. Þessi hópur hefur þar með lokið keppni sem U17 ára lið en árang- urinn undir stjórn Gunnars Guð- mundssonar er glæsilegur. Sæti í 8- liða úrslitum EM og Norður- landameistaratitill. Liðið vann 7 leiki, gerði 3 jafntefli og tapaði 3 leikjum á tæpu ári. vs@mbl.is Sex mínútum frá undan- úrslitum EM Gunnar Guðmundsson Valur og ÍA tróna í toppsætum Pepsi-deildar karla eftir sjöttu umferðina sem fór öll fram í gærkvöld. Nýliðar Skagamanna skelltu Íslands- og bikarmeisturum KR á Akranesi, 3:2, og tuttugu hornspyrnur KR-inga dugðu þeim ekki til að innbyrða stig. Valsmenn sigruðu Selfyssinga 3:1 á Hlíðarenda og eru með 6 stig eins og ÍA. Það eru hinsvegar Framarar sem sitja eftir á botn- inum, án stiga og án marka, eftir að FH lagði þá að velli, 1:0, í Kaplakrika. Breiðablik hefur heldur ekki skorað mark en fékk sitt fyrsta stig í markalausu jafntefli í Eyjum. Fyrstu rauðu spjöldin fóru á loft í Garðabæ þar sem Garðar Örn Hinriksson rak tvo leikmenn Stjörnunnar af velli, fyrirliðann Daníel Laxdal og varamanninn Bjarka Pál Eysteinsson. Garðar sendi jafnframt markvarða- þjálfara Garðbæinga, Henryk Bödker, upp í stúku. Þar með eru þessir þrír Stjörnumenn komnir í leikbann fyrir næsta leik sem er gegn Keflvíkingum suður með sjó á mánudaginn. Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Grindvík- ingum 4:0 í Suðurnesjaslagnum, á útivelli, þar sem Frans Elvarsson skoraði tvö markanna.  Allt um leikina á bls. 2-5 og 8. vs@mbl.is Valur og ÍA í toppsætunum  Þrír Stjörnumenn í bann Morgunblaðið/Sigurgeir S. Bræðurnir Þeir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir mættust sem fyrirliðar KR og ÍA á Akranesvelli í gærkvöldi og það fór vel á með þeim þegar þeir heilsuðust fyrir leikinn. Jóhannes Karl skoraði glæsilegt mark og fagnaði sigri í leikslok, 3:2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.