Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012
Í GARÐABÆ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Það gekk enginn sáttur af nývígðum
gervigrasvelli Stjörnunnar í gær-
kvöldi eftir ævintýralegar lokamín-
útur. Enginn nema þá kannski dóm-
ararnir þrír – ekki veit ég hvernig
þeir hugsa – en þeir hefðu þó sann-
arlega getað skilað betra verki. Það
var nefnilega því miður ekki svo að
einhver knattspyrnusnillingurinn
stæli senunni með frábærum töktum
í þessum fjögurra marka jafn-
teflisleik. Samt var Laudrup inná.
Nei, það var Garðar Örn Hinriksson
dómari sem var í aðahlutverki. Það
er hins vegar ekki áfellisdómur yfir
honum heldur leikmönnum liðanna
sem sýndu takmörkuð tilþrif lung-
ann úr leiknum.
Það var eiginlega komin þrúgandi
þögn í stúkuna í Garðabænum þegar
lætin hófust loks tíu mínútum fyrir
leikslok. Jóhann Þórhallsson afrek-
aði þá að gjörbreyta leiknum á fimm
mínútum með því að fiska víta-
spyrnu og rautt spjald á fyrirliða
Stjörnunnar, Daníel Laxdal, og
skora svo sjálfur annað mark og
koma Fylki í 2:1.
Stjörnumenn voru hundóánægðir
með dómgæsluna, sér í lagi mark-
varðaþjálfarinn Henryk Bödker sem
var rekinn upp í stúku, þó fúlastir
ættu þeir að vera út í sjálfa sig fyrir
að hafa ekki átt skot á mark í seinni
hálfleiknum, en sýndu sömu þraut-
seigju og þeir gerðu í fyrstu umferð
gegn KR. Aftur var Atli Jóhannsson
lykillinn að því að jafna en hann fisk-
aði vítaspyrnu sem Halldór Orri
Björnsson skoraði úr. Rétt fyrir
leikslok varð svo varamaðurinn
Bjarki Páll Eysteinsson þriðji
Stjörnumaðurinn til að fá reisupass-
ann fyrir of litlar sakir að mati þess
sem þetta skrifar.
Eins og áður segir gátu bæði lið
gengið svekkt af velli. Heimamenn
vegna frammistöðu sem sæmir ekki
liði sem ætlar í toppbaráttu, og gest-
irnir fyrir að hafa ekki nýtt sér full-
komið tækifæri til sigurs. Þeir geta
hins vegar verið öllu sáttari við sinn
leik og spjara sig vel þrátt fyrir
meiðslakrísu í upphafi móts.
Stjarnan tefldi eins og áður segir
fram Dananum Mads Laudrup, syni
Michael Laudrup, í fyrsta sinn og sá
kann að fara með knöttinn. Hins
vegar skyggði hann nokkuð á Hall-
dór Orra Björnsson sem var nokkuð
frá sínu besta en hann er þó reyndar
nýbúinn að jafna sig af meiðslum.
Rangur maður settur
í aðalhlutverkið
Þrír fengu reisupassann Lítil gæði á nýja gervigrasinu
Skallaeinvígi Fylkismaðurinn Davíð Þór
Ásbjörnsson og Stjörnumaðurinn Darri
Steinn Konráðsson eigast hér við.
FÆRI 33. Olsen sendi lag-lega stungusend-
ingu inn fyrir á Ian Jeffs, sem var
hægra megin í vítateignum. Sigmar
varði hins vegar skot Jeffs í horn.
FÆRI 90. Elfar Árni fékkfrábært færi til að
skora sigurmarkið úr miðjum víta-
teig en á elleftu stundu náðu varn-
armenn ÍBV að komast fyrir skot-
ið.
I Gul spjöld:Elfar Árni (Breiðabliki), 28.
(brot), Haukur (Breiðabliki), 33.
(brot), Sverrir (Breiðabliki) 41.
(tafir), Baldock (ÍBV), 64. (brot),
Eyþór (ÍBV), 78. (brot), Þórður
(Breiðabliki), 79. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Matt Garner (ÍBV)
Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
George Baldock (ÍBV)
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðab.)
Jökull I. Elísabetarson (Breiðab.)
Tómas Óli Garðarsson (Breiðabliki)
Fyrir leikinn var Steingríms Jó-
hannessonar, fyrrv. leikmanns
ÍBV, minnst með lófaklappi og
áhorfendur risu úr sætum en Stein-
grímur lést langt um aldur fram á
þessu ári.
Vallarásýnd Hásteinsvallar er að
breytast því um 500 manna stúka
er nú í byggingu við suðurhlið vall-
arins. Stúkan er þó langt í frá tilbú-
in.
Fyrir vikið er aðstaða við völlinn
ekki eins og best verður á kosið.
Blaðamaður Morgunblaðsins varð
að gera sér það að góðu að sitja í bíl
við enda vallarins og vinna þaðan.
Þetta gerðist
á Hásteinsvelli
Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 2.
umferð, fimmtudag 10. maí 2012.
Skilyrði: Ágætlega hlýtt, þurrt og
hægur vindur beint á annað markið.
Völlurinn mjög góður.
Skot: ÍBV 15 (7) – Breiðablik 10 (5).
Horn: ÍBV 5 – Breiðablik 5.
Lið ÍBV: (4-5-1) Mark: Abel Dhaira.
Vörn: Arnór E. Ólafsson, Brynjar
Gauti Guðjónsson, Rasmus Christi-
ansen, Matt Garner. Miðja: Tonny
Mawejje, Guðmundur Þórarinsson,
George Baldock (Eyþór Helgi Birg-
isson 75.), Ian Jeffs (Aaron Spear
69.), Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Sókn: Christian Olsen (Víðir Þor-
varðarson 84.).
Lið Breiðabliks: (4-4-2) Mark: Sig-
mar Ingi Sigurðarson. Vörn: Tómas
Óli Garðarsson, Renee Troost, Sverr-
ir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson.
Miðja: Jökull I. Elísabetarson, Finnur
Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeom-
an (Árni Vilhjálmsson 46.), Haukur
Baldvinsson (Arnar Már Björg-
vinsson 85.) Sókn: Elfar Árni Að-
alsteinsson, Petar Rnkovic (Þórður
Steinar Hreiðarsson 60.).
Dómari: Kristinn Jakobsson – 9.
Áhorfendur: 768.
ÍBV – Breiðablik 0:0
Í EYJUM
Júlíus G. Ingason
sport@mbl.is
ÍBV og Breiðablik skildu jöfn í
markalausum leik í gærkvöldi á Há-
steinsvelli. Aðstæður buðu upp á
góðan leik, ágætis veður og völl-
urinn sléttur og flottur. Tilþrifin
voru oft og tíðum ágæt en mörkin
vantaði sárlega. Blikum hefur ekki
tekist að skora mark í fyrstu tveim-
ur leikjum sínum og Eyjamenn hafa
aðeins skorað eitt, úr vítaspyrnu
gegn Selfossi. Það sést því hvar
skórinn kreppir hjá liðunum tveim-
ur.
Allt annað að sjá til ÍBV
Allt annað var að sjá til Eyjaliðs-
ins frá því í fyrsta leiknum gegn
Selfossi. Leikmenn liðsins virtust
líflegri og Eyjamenn spiluðu oft og
tíðum ágætlega sín á milli. Það sem
Eyjamenn gerðu vel, hófst yfirleitt
á þeim Guðmundi Þórarinssyni og
enska miðjumanninum George Bal-
dock.
Baldock þessi átti skínandi góðan
leik, sem og Guðmundur, en báðir
sækja þeir mikið í að fá boltann og
stjórna leik liðsins. Það gera þeir
báðir ágætlega og því klóruðu
margir sér í hausnum þegar Magn-
ús Gylfason, þjálfari ÍBV, ákvað að
taka Baldock af leikvelli þegar
stundarfjórðungur var eftir. Það var
eins og við manninn mælt, miðjuspil
Eyjamanna datt nokkuð niður eftir
það og Blikar færðu sig upp á skaft-
ið.
Blikaliðið lék skynsamlega lengst
af í leiknum. Þeir héldu sig aft-
arlega, vörðust vel og beittu svo
skyndisóknum með sína eldfljótu
leikmenn. Elfar Árni Aðalsteinsson
fékk nokkur afbragðsgóð færi til að
skora en nýtti þau ekki. Hann þarf
hins vegar ekkert að hengja haus,
enda þarf hæfileika til að komast í
færi, mörkin koma fyrr eða síðar.
Fjörugur leikur þrátt fyrir allt
Þrátt fyrir markaleysið verða
leikmenn liðanna tveggja ekki sak-
aðir um að reyna ekki. Eyjamenn
voru mun meira með boltann, sér-
staklega í fyrri hálfleik þegar þeir
sóttu nánast látlaust en Blikar stóðu
vaktina ágætlega. Christian Olsen,
sóknarmaður Eyjamanna, fékk í
þrígang stungusendingu inn fyrir
vörn Blika en náði ekki að nýta sér
það. Olsen þessi er eldfljótur en
Eyjamenn verða að finna leið til að
nýta hraða hans betur en þeir hafa
gert í þessum fyrstu tveimur leikj-
um.
Leikmenn svekktir
Leikmenn beggja liða gengu
svekktir af velli en hið jákvæða er
að bæði lið fengu sín fyrstu stig.
Bæði lið verða hins vegar að bæta
sóknarleikinn ef stigin eiga að verða
fleiri. Eitt stig úr fyrstu tveimur
leikjunum er án efa minna en bæði
Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, og
Ólafur Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks, ætluðu sér.
Myndbandsviðtöl við bæði
Magnús og Ólaf er að finna á mbl.is/
sport.
Góður leikur
en án marka
Fyrstu stigin hjá ÍBV og Breiðabliki
Blikar án marka í tveimur leikjum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Í loftinu Kristinn Jónsson og Þórður Steinar Hreiðarsson úr Breiðabliki og
Christian Olsen og Aaron Spear úr ÍBV með augun á boltanum.
Stjörnuvöllur, Pepsi-deild karla, 2.
umferð, fimmtudag 10. maí 2012.
Skilyrði: Sól og nánast logn. Glæ-
nýtt og gott gervigras.
Skot: Stjarnan 6 (2) – Fylkir 8 (6).
Horn: Stjarnan 2 – Fylkir 4.
Lið Stjörnunnar: (4-3-3) Mark:
Ingvar Jónsson. Vörn: Baldvin
Sturluson, Alexander Scholz, Daníel
Laxdal, Jóhann Laxdal. Miðja: Atli
Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson,
Mads Laudrup. Sókn: Gunnar Örn
Jónsson (Bjarki Páll Eysteinsson
69.), Garðar Jóhannsson (Tryggvi S.
Bjarnason 81.), Kennie Chopart
(Darri Steinn Konráðsson 36.).
Lið Fylkis: (4-4-2) Mark: Bjarni
Þórður Halldórsson. Vörn: Andri
Þór Jónsson, David Elebert, Ásgeir
Eyþórsson, Kjartan Ágúst Breiðdal.
Miðja: Ingimundur Níels Óskarsson,
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Árni
Freyr Guðnason 90.), Davíð Þór Ás-
björnsson, Tómas Þorsteinsson
(Rúrik Andri Þorfinnsson 73.).
Sókn: Magnús Þórir Matthíasson
(Finnur Ólafsson 64.), Jóhann Þór-
hallsson.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson – 6.
Áhorfendur: 987.
Stjarnan – Fylkir 2:2