Morgunblaðið - 11.05.2012, Page 5

Morgunblaðið - 11.05.2012, Page 5
Morgunblaðið/Kristinn stur Björn Daníel Sverrisson lék mjög vel með FH og skallar hér boltann af krafti. Almarr Ormarsson er í baráttu við hann og Atli Viðar Björnsson fylgist með. ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012 FÆRI 23. Halldór Her-mann Jónsson komst í ágætis færi á fjærstöng FH eftir langt innkast en þrumaði bolt- anum langt framhjá. FÆRI 58. Guðjón ÁrniAntoníusson í dauðafæri fyrir miðju marki eftir aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar en skallaði rétt framhjá. FÆRI 63. Björn Daníelmeð frábær tilþrif. Sólaði hvern Framarann á fætur öðrum og gaf boltann fyrir á Atla Guðnason sem skallaði rétt framhjá. FÆRI 78. Viktor Örn Guð-mundsson átti hörkuskot sem Ögmundur varði í marki Fram. 1:0 82. Guðjón Árni Anton-íusson gaf boltann fyrir mark Fram og þar var Atli Guðna- son fyrstur að átta sig og hamraði boltann í netið með fyrstu snert- ingu. I Gul spjöld:Jón Gunnar (Fram) 42. (brot), Emil (FH) 89. (brot). I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Björn Daníel Sverrisson (FH). M Freyr Bjarnason (FH) Guðjón Árni Antoníusson (FH) Atli Guðnason (FH) Alan Lowing (Fram) Samuel Hewson (Fram)  Fyrir leikinn heiðruðu FH-ingar fjóra fyrrverandi leikmenn sína sem eru farnir annað eða hættir. Þeir voru Daði Lárusson, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Sæv- arsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son.  Ásgeir Gunnar Ás- geirsson kom inn á sem varamaður hjá Fram og mætti þar með sínum gömlu fé- lögum í FH. Hann er 9. leikjahæsti leikmaður í sögu FH.  Á mbl.is eru myndbandsviðtöl við Þorvald Örlygsson þjálfara Fram og Björn Daníel Sverrisson leik- mann FH. Þetta gerðist í Kaplakrika Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Stúlknalandslið Íslands í fim- leikum hafnaði í 17. sæti á Evr- ópumeistaramótinu í Brussel í Belgíu en undankeppni í yngri aldursflokki fór fram í fyrradag. Í tilkynningu frá Fimleikasambandi Íslands er haft eftir Þorbjörgu Gísladóttur fararstjóra að mikil ánægja hafi verið með frammi- stöðu stúlknanna, sérstaklega þar sem þetta sé þeirra fyrsta Evr- ópumeistaramót en þær eru 14-15 ára gamlar. Alls taka 36 þjóðir þátt í mótinu og 250 keppendur samtals, en keppendur í yngri hlutanum voru 110 talsins. Af íslensku keppend- unum stóð Freyja Húnfjörð Jós- epsdóttir sig best og endaði í 51. sæti í heildarkeppninni. Bestu ein- kunn á einstökum áhöldum fékk Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir en hún fékk 12.466 stig í stökki. vs@mbl.is Stúlkurnar í 17. sæti í Brussel Á HLÍÐARENDA Kristján Jónsson kris@mbl.is Valsmenn geta verið ánægðir með byrjun sína í Pepsi-deildinni þetta árið. Liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína, raunar eins og í fyrra. Val- ur vann nýliða Selfoss 3:1 á heima- velli sínum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn geta að vissu leyti þakkað varamönnum sínum: Andra Fannari, Matthíasi, og Kolbeini sig- urinn. Þeir hresstu verulega upp á liðið í stöðunni 1:1 og Valsmenn náðu að kreista fram tvö mörk á lokakafla leiksins. Vitaskuld eiga þjálfararnir Kristján Guðmundsson og Freyr Al- exanderson hrós skilið fyrir skipt- ingarnar og að bíða ekki of lengi með að gera breytingar. Þriðja markið mikilvægt Ein af gömlu klisjunum í fótbolt- anum er að þriðja markið í leikjum ráði oftar en ekki úrslitum. Það má til sanns vegar færa í þessu tilfelli. Í síðari hálfleik voru Selfyssingar mun líklegri til að skora í stöðunni 1:1 og sóttu talsvert meira. Það tókst þó ekki og Matthías skoraði tólf mín- útum fyrir leikslok og Kolbeinn lagði upp mark þegar fjórar mínútur voru eftir. Hrósa verður Valsmönnum fyrir mikla seiglu í fyrstu leikjunum. Báð- ir leikirnir þróuðust frekar þeim í óhag en þeir hafa varist vel og nýtt sín tækifæri vel. Það er erfitt að halda haus þegar andstæðingarnir ráða ferðinni á vellinum en Vals- menn hafa sýnt andlegan styrk og landað sex stigum. Eins er það ótví- rætt styrkleikamerki fyrir þá að hafa unnið án Hauks Páls Sigurð- arsonar sem ætla má að verði alger lykilmaður í liðinu í sumar. Hans naut hins vegar ekki við í gærkvöldi og spilaði lítið í fyrsta leiknum. Þurfa að verjast betur Selfyssingar sýndu í gærkvöldi að þeir eiga að geta staðist öllum liðum deildarinnar snúning. Þeir þurfa þó auðvitað að verjast betur en þeir gerðu að þessu sinni. Það var of mik- ið að fá á sig þrjú mörk í þessum leik ef mið er tekið af því hversu fá góð færi Valur skapaði sér. Selfoss var betri aðilinn í leiknum á löngum kafla og hrósa má liðinu fyrir að ná þeirri stöðu á vellinum þrátt fyrir skelfilega byrjun því þeir lentu undir eftir aðeins tveggja mín- útna leik. Selfyssingar eiga talsvert af leikmönnum sem geta skapað usla í sókninni. Vörnin virðist vera meira spurningarmerki. Jón Daði, Ndiaye og Royrane voru allir nokkuð sprækir en stundum vantaði herslu- muninn að ljúka sóknunum með meira afgerandi hætti. Hörður og Matti komnir á blað Valsmenn hafa á hinn bóginn sýnt að þeir geta varist. Það er geysilega jákvætt fyrir þá að Hörður og Matt- hías séu báðir komnir á blað í markaskorun í upphafi móts. Atli Heimisson og Guðjón Pétur virka hins vegar frekar þungir og þeir eiga væntanlega meira inni. Rúnar var góður á miðjunni og kannski springur hann út í sumar. Morgunblaðið/Kristinn arkið fyrir Rúnar Má Sigurjónsson undir yssinga. Endurtekið efni hjá Valsmönnum  Hafa unnið fyrstu tvo leikina eins og á síðasta tímabili Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda, Pepsi-deild karla, 2. umferð, fimmtu- dag 10. maí 2012. Skilyrði: Sól og hægur vindur. Völl- urinn mjög góður miðað við árstíma. Skot: Valur 11 (6) – Selfoss 10 (4). Horn: Valur 7 – Selfoss 5. Lið Vals: (4-3-3) Mark: Sindri Snær Jensson Vörn: Brynjar Kristmunds- son, Atli Sveinn Þórarinsson, Halldór Kristinn Halldórsson, Matarr Jobe. Miðja: Guðjón Pétur Lýðsson (Andri Fannar Stefánsson 61.), Rúnar Már Sigurjónsson, Hafsteinn Briem. Sókn: Ásgeir Þór Ingólfsson, Atli Heimisson (Kolbeinn Kárason 74.), Hörður Sveinsson (Matthías Guð- mundsson 59.). Lið Selfoss: (4-4-2) Mark: Ismet Dura- cak. Vörn: Ivar Skjerve, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Endre Ove Brenne, Ro- bert Sandnes. Miðja: Ólafur Karl Fin- sen (Tómas Leifsson 76.), Ingólfur Þór- arinsson, Babacar Sarr, Jón Daði Böðvarsson. Sókn: Jon André Röyrane (Sigurður Guðlaugsson 88.), Abdoula- ye Ndiaye(Viðar Örn Kjartansson 69.). Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 7. Áhorfendur: 1.527. Valur – Selfoss 3:1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.