Morgunblaðið - 11.05.2012, Page 6
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu
hefst á sunnudaginn og verður þá
spiluð heil umferð. Íslandsmeistarar
Stjörnunnar fara norður til Akureyr-
ar og heimsækja Þór/KA en Stjarnan
varð meistari meistaranna á dögun-
um. Deildabikarmeistarar Breiða-
bliks taka á móti Fylki í Kópavog-
inum. Í Vestmannaeyjum verður
áhugaverður slagur á milli ÍBV og
Vals en þessi lið verða væntanlega
bæði í toppbaráttunni. Nýliðar Sel-
foss taka á móti KR og hinir nýlið-
arnir í FH fara í Mosfellsbæ og mæta
Aftureldingu.
Fyrirfram má búast við því að
fjögur lið geti blandað sér í baráttuna
um titilinn: Stjarnan, Breiðablik, Val-
ur og ÍBV. Þór/KA og Fylkir hafa
verið sterk undanfarin ár en vantar
líklega meiri mannskap til að blanda
sér í baráttuna í þetta skiptið. Nýlið-
ar FH gætu orðið sterkir en gera má
ráð fyrir því að Afturelding, KR og
Selfoss verði í fallbaráttu.
Sandra aftur í markið
Stjarnan braut ísinn í fyrra og
vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil
síðasta haust. Engin ástæða er til að
gera ráð fyrir öðru en að Stjarnan
muni gera tilkall til þess að verja tit-
ilinn. Liðið er sterkara á þessu
keppnistímabili ef eitthvað er.
Tveir bandarískir leikmenn eru
farnir en önnur þeirra varði markið
og Stjarnan hefur endurheimt
Söndru Sigurðardóttur í þá stöðu.
Liðið hefur auk þess fengið Daniellu
Turner frá Englandi. Þá getur
Harpa Þorsteinsdóttir beitt sér af
fullum krafti en hún kom inn í liðið í
síðustu níu leikjunum í fyrra. Marka-
drottning deildarinnar í fyrra, As-
hley Bares, er aftur mætt í Garða-
bæinn og munar um minna. Annars
er styrkur Garðabæjarliðsins
kannski sá að liðið er nokkuð jafnt og
þarf ekki að treysta á að einn eða
tveir stjörnuleikmenn nái sér á strik.
Hversu öflug er nýja kynslóðin?
Valur varð að gera sér annað sætið
að góðu í fyrra. Á undanförnum árum
hefur Valsliðið misst landsliðsmenn í
atvinnumennsku í stórum stíl og
brottfallið fór yfir þolmörk í fyrra.
Ekki batnaði ástandið í vetur þegar
liðið missti sjö reynslumikla leik-
menn en Hólmfríður var reyndar að-
eins með liðinu seinni hluta tímabils-
ins.
Á móti kemur að liðið hefur endur-
heimt Dóru Maríu Lárusdóttur sem
valin var leikmaður ársins 2008 og
2010. Fyrir vikið er nokkur pressa á
henni að skila stóru framlagi en hún
ætti að geta látið strax að sér kveða
þar sem hún hefur æft og spilað á
grasi síðan í janúar. Rakel Logadóttir
og Pála Marie Einarsdóttir eru mjög
reynslumiklar og mikilvægt fyrir liðið
að enn sé púður í þeim. Ný kynslóð
Valskvenna mun fá tækifæri til að
láta ljós sitt skína og erfitt að setja
fingurinn á hversu öflug hún er nú.
Mikill markaskorari til Eyja
ÍBV kom með látum upp í deildina í
fyrra og náði 3. sætinu. Liðið er
sterkt heima og er með nokkra mjög
sterka leikmenn. Í þann hóp bættist
Shaneka Gordon rétt fyrir mótið en
hún raðaði inn mörkunum í Grinda-
vík. Ef hún gat skorað 12 mörk í fyrra
fyrir lið sem féll þá ætti hún að gera
skorað mörk fyrir sterkt lið eins og
ÍBV. Auk þess gerði hún 6 mörk í 7
leikjum árið 2010. Markvarslan er
kannski helsta spurningarmerkið en
Birna Berg Haraldsdóttir varð fyrir
meiðslum í handboltanum og verður
ekki með.
Breiðablik til alls líklegt
Líklega er óhætt að fullyrða að
ekkert lið hefur fengið jafn mikinn
Meistararnir með sterkara
Pepsi-deild kvenna fer af stað á
sunnudag Gæti orðið þrískipt deild
Breiðablik fékk mestan liðsstyrk
Valur missti sjö reynslumiklar
Liðsstyrkur Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er farin frá Þór/KA og gengin til liðs við Breiðablik.
Morgunblaðið/Ómar
Sterkar ÍBV var nýliði í deildinni í fyrra og hafnaði í þriðja sæti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistarar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lyftir Íslandsbikarnum 2011.
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012
STJARNAN
Þjálfari: Þorlákur Árnason.
KOMNAR:
Dagmar Mýrdal frá KR
Danielle Turner frá Everton
Edda Mjöll Karlsdóttir frá Breiðabliki
Elva Friðjónsdóttir frá Þór/KA
(spilaði ekkert 2011)
Glódís Perla Viggósdóttir frá HK/Víkingi
FARNAR:
Ashley Thompson til Noregs
Hugrún Elvarsdóttir í FH
Karen Sturludóttir í HK/Víking
Kristen Edmonds til Bandaríkjanna
VALUR
Þjálfari: Gunnar Rafn Borgþórsson.
KOMNAR:
Brett Maron frá Þýskalandi
Laufey Björnsdóttir frá Fylki
Telma Þrastardóttir frá Stabæk
FARNAR:
Björk Gunnarsdóttir í Breiðablik
Embla Grétarsdóttir, hætt
Hallbera G. Gísladóttir í Piteå
Erica Henderson frá Bandaríkjunum
Eva Hafdís Ásgrímsdóttir frá Þór/KA (lán)
Karitas H. Elvarsdóttir frá ÍA
Kristin Russell frá Bandaríkjunum
Vendula Strnadova frá Bandaríkjunum
FARNAR:
Ahkeelea Mollon í Stjörnuna (úr láni)
Anna Garðarsdóttir í KR
Hekla Pálmadóttir í Breiðablik (úr láni)
Ingunn Dögg Eiríksdóttir í ÍA
Íris Dóra Snorradóttir í Fylki (úr láni)
Marcia Rosa Silva til Svíþjóðar
Vaila Barsley til Bandaríkjanna
KR
Þjálfari: Jón Þór Brandsson.
KOMNAR:
Anna Garðarsdóttir frá Aftureldingu
Emma Higgins frá Grindavík
FARNAR:
Arna Ómarsdóttir í Breiðablik (úr láni)
Dagmar Mýrdal í Stjörnuna
Íris Dögg Gunnarsdóttir í Fylki
Kathleen Smith til Frakklands
Katrín Ásbjörnsdóttir í Þór/KA
Petra Lind Sigurðard. í Fjarðabyggð (úr lá
Fjóla Dröfn Friðriksdóttir í Þrótt R.
Laufey Björnsdóttir í Val
Lidija Stojkanovic til Serbíu
Signý Rún Pétursdóttir í ÍR (lán)
Stefanía Ósk Þórisdóttir í Hauka (lán)
BREIÐABLIK
Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson.
KOMNAR:
Arna Ómarsdóttir frá KR (úr láni)
Björk Gunnarsdóttir frá Val
Fjolla Shala frá Fylki
Guðrún Arnardóttir frá Selfossi
Hekla Pálmadóttir frá Aftureldingu (úr láni)
Mist Elíasdóttir frá KR
Rakel Hönnudóttir frá Þór/KA
Rósa Hugosdóttir frá Fram
FARNAR:
Andrea Ýr Gústavsdóttir í ÍBV
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í ÍBV
Edda Mjöll Karlsdóttir í Stjörnuna
Greta Mjöll Samúelsdóttir í Aztec
AFTURELDING
Þjálfari: John Henry Andrews.
KOMNAR:
Kayle Grimsley frá Bandaríkjunum
Tahnai Annis frá Bandaríkjunum
Þórhildur Ólafsdóttir frá ÍBV
FARNAR:
Berglind Magnúsdóttir til Danmerkur
Diane Caldwell til Noregs
Elva Friðjónsdóttir í Stjörnuna
Eva Hafdís Ásgrímsd. í Aftureldingu (lán)
Manya Makoski til Finnlands
Marie Perez til Spánar
Marisha Schumacher-Hodge til Bandarík.
Mateja Zver til Slóveníu
Rakel Hinriksdóttir í Tindastól
Rakel Hönnudóttir í Breiðablik
FYLKIR
Þjálfari: Jón Páll Pálmason.
KOMNAR:
Alexandra Tóth frá MTK Búdapest
Erla Karítas Pétursdóttir frá ÍA
Íris Dóra Snorradóttir frá Aftureld. (úr láni)
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá KR
Valdís Rut Jónsdóttir frá Grindavík
FARNAR:
Björk Björnsdóttir í Avaldsnes
Fjolla Shala í Breiðablik
Hólmfríður Magnúsdóttir í Avaldsnes
Laufey Ólafsdóttir, hætt
Kristín Ýr Bjarnadóttir í Avaldsnes
Málfríður E. Sigurðardóttir, barneignafrí
ÍBV
Þjálfari: Jón Óli Daníelsson.
KOMNAR:
Andrea Ýr Gústafsdóttir frá Breiðabliki
Anna Þ. Guðmundsdóttir frá Grindavík
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir frá Breiðabliki
Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir frá Grindavík
Shaneka Gordon frá Grindavík
FARNAR:
Birna Berg Haraldsdóttir í FH (úr láni)
Þórhildur Ólafsdóttir í Þór/KA
ÞÓR/KA
Þjálfari: Jóhann Kristinn Gunnarsson.
KOMNAR:
Chantel Jones frá Bandaríkjunum
Elva Marý Baldursd. frá Völsungi (úr láni)
Hafrún Olgeirsdóttir frá Völsungi
Helena Rós Þórólfsdóttir frá Völsungi
Íunn Eir Gunnarsdóttir frá Völsungi (úr láni)
Katrín Ásbjörnsdóttir frá KR
Breytingar á liðunum tíu í Pepsi-deild kvenna