Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 8

Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012 Á AKRANESI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Þegar strákar léku sér í fótbolta á túnum landsins í gamla daga þá jafngilti það marki að fá þrjár hornspyrnur í röð. KR-ingar fengu 20 hornspyrnur á Skipaskaga í gær en ÍA eina og það undir lok leiks. En hornin gefa ekkert. Það gera mörkin hins vegar og ÍA gerði þrjú en meistararnir tvö og nýliðarnir frá Akranesi eru því með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. „Auðvitað er maður sársvekktur. Við vorum betra liðið en fengum á okkur klaufalegt mark í lokin sem kostaði okkur stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonsvik- inn eftir leikinn. Slíkt er eðlilegt því KR réð gangi leiksins, var miklu meira með bolt- ann, en það var trúlega það sem Skagamenn lögðu upp með, að leyfa meisturunum að hafa boltann en verjast síðan af krafti. Þeir gerðu það enda fóru KR-ingar mik- ið upp kantana og sendu knöttinn hátt fyrir markið þar sem hinir stóru og stæðilegu miðverðir ÍA áttu ekki í vandræðum með að skalla frá – nú eða í horn. „Auðvitað er ég ánægður með byrjunina á mótinu hjá okkur. Sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar er mjög gott,“ sagði Þórður Þórð- arson, þjálfari Skagamanna, bros- mildur að leik loknum. „Markið hans Jóa Kalla var al- veg dásamlegt – alveg gullfallegt og annað markið okkar var líka flott, eftir fínan samleik og síðan kom markið hans Martins í lokin. Hann átti það skilið því hann var búinn að vinna rosalega vel fyrir okkur einn þarna frammi,“ sagði Þórður. Hann má alveg vera sáttur við leik sinna manna því leikskipulagið hélt og þolinmæðin skilaði liðinu þremur stigum. Það var nokkuð rætt um það fyr- ir mót að Jóhannes Karl, sem var að koma heim úr ensku 1. deildinni, gæti lent í vandræðum vegna harkalegra tæklinga. Miðað við þennan leik þarf hanan frekar að passa sig því nokkrum sinnum var brotið ansi hreint harkalega á hon- um. En hann er mikill styrkur fyrir Skagamenn og það sama má reynd- ar segja um fleiri. Dæmi um það er Ármann Smári, sterkur í vörninni og svo gæti hann alveg skellt sér í framlínuna til að setja nokkur mörk ef þannig stæði á. Martin er gríðarlega fljótur og líkamlega sterkur og miðað við þennan leik þá telur hann það ekki eftir sér að hlaupa og hlaupa, því hann var bók- staflega á fleygiferð allan leikinn. Besti maður vallarins var hins vegar Páll Gísli, markvörður Skag- ans. Hann var öruggur í öllum sín- um gerðum og varði nokkrum sinn- um hreint meistaralega þegar KR-ingar pressuðu hvað mest, en það gerðu þeir nokkrum sinnum í leiknum. Í tvígang varði hann skalla Vesturbæinga alveg út við stöng og kom í veg fyrir að meist- ararnir skoruðu. Eins var Andri sprækur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og þeim vinstri eftir hlé. Hjá KR-ingum var miðjan sterk þar sem Bjarni og Baldur fóru fyrir sínum mönnum. Þorsteinn Már var spærkur frammi og Haukur átti fínan leik sem bakvörður. Vörn KR leikur samt stundum hættulegan leik því mikið er um þversendingar hjá henni og ef boltinn tapast við slíkt þá hafa miðverðirnir ekki þann hraða sem til þarf til að bjarga málum. Þá gæti illa farið. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skaginn Baldur Sigurðsson og Arnar Már Guðjónsson eigast við í fyrsta leiknum í efstu deild á Akranesi í fjögur ár. KR fékk hornin en ÍA stigin  Nýliðarnir með fullt hús eftir sigur á Íslandsmeisturunum, 3:2  Jóhannes Karl með glæsimark og Gary Martin tryggði sigurinn  Rúnar sársvekktur Akranesvöllur, Pepsi-deild karla, 2. umferð, fimmtudag 10. maí 2012. Skilyrði: Fín, svo til logn og fínt veð- ur. Skot: ÍA 8 (7) – KR 23 (12). Horn: ÍA 1 – KR 20. Lið ÍA: (4-5-1) Mark: Páll Gísli Jóns- son. Vörn: Aron Ýmir Pétursson, Ár- mann Smári Björnsson, Kári Ársæls- son, Einar Logi Einarsson. Miðja: Andri Már Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason Dean Martin 72), Mark Don- inger, Jóhannes Karl Guðjónsson, Andri Adolphsson (Ólafur Valur Valdi- marsson 61). Sókn: Gary John Mart- in (Eggert Kári Karlsson 87.). Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Haukur Heiðar Hauksson, Rhys David Weston, Grét- ar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnar Þór Gunnarsson (Dofri Snorrason 46). Miðja: Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson (Emil Atlason 89.). Sókn: Kjartan Henry Finnbogason, Þorsteinn Már Ragnarsson, Óskar Örn Hauksson. Dómari: Þorvaldur Árnason – 7. Áhorfendur: Um 3.300. ÍA – KR 3:2 0:1 11. Þorsteinn Már Ragn-arsson fékk boltann frá Óskari Erni Haukssyni inn í vítateig- inn vinstra megin, lék á tvo varn- armenn og skaut neðst í vinstra hornið. SLÁ 22. Jóhannes Karl Guð-jónsson tók aukaspyrnu af um 20 m færi, aðeins til vinstri, og skaut í þverslá KR-marksins og yfir. 1:1 40. Jóhannes Karl Guð-jónsson tók aukaspyrnu af um 25 m færi og þrumaði boltanum beint upp í markvinkilinn hægra megin. Stórglæsilegt mark. 2:1 50. Eftir fína sendingu fráAndra Adolphssyni náði Arnar Már Guðjónsson skoti vinstra megin úr vítateignum, Hannes markvörður KR hafði hönd á knett- inum en hann lak yfir línuna. 2:2 74. Óskar Örn Haukssonátti flotta sendingu frá hægri kanti inn í markteiginn vinstra megin þar sem Kjartan Henry Finn- bogason kom, kastaði sér fram og skallaði í hægra markhornið. 3:2 83. Dean Martin sendiboltann inn að vítateig KR. Hannes markvörður kom út og ein- hver vandræðagangur og misskiln- ingur var milli hans og varnarmanna og Gary Martin náði að lyfta bolt- anum yfir markmanninn og í netið. STÖNG 87. Dean Mart-in átti skot í stöngina á marki KR, átti kannski að vera fyrirgjöf. I Gul spjöld:Baldur (KR) 26. (brot), Vikt- or Bjarki (KR) 29. (brot), Jóhannes Karl (ÍA) 90. (leikaraskapur), I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Páll Gísli Jónsson (ÍA). M Ármann Smári Björnsson (ÍA) Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) Andri Adolphsson (ÍA) Gary Martin (ÍA) Haukur Heiðar Hauksson (KR) Bjarni Guðjónsson (KR) Baldur Sigurðsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)  Leikmenn liðanna og áhorfendur klöppuðu fyrir leikinn í eina mínútu fyrir Sigursteini Gíslasyni, fyrrv. leik- manni ÍA og KR, sem lést í vetur.  Þorsteinn Már Ragnarsson, sem kom til KR frá Víkingi í Ólafsvík, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild og skoraði strax á 11. mínútu.  Jóhannes Karl Guðjónsson skor- aði sitt annað mark í deildinni þegar hann jafnaði 1:1 fyrir ÍA en það fyrsta gerði hann árið 1998. Þá skor- aði hann gegn Leiftri eftir sendingu Heimis Guðjónssonar, núverandi þjálfara FH. Þetta gerðist á Akranesvelli Þorsteinn Már Ragnarsson Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.