Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 4
4 FÓTBOLTINN 2012
KR
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
KR-ingar áttu ótrúlegri velgengni að
fagna á síðustu leiktíð. Það var ekki
nóg með að liðið hampaði bæði Ís-
landsbikarnum og bikarmeistara-
titlinum heldur stóð KR-liðið sig frá-
bærlega í Evrópukeppninni þar sem
liðið komst í 3. umferð forkeppni
UEFA-keppninnar.
KR tapaði aðeins einum leik gegn
íslensku liði allt tímabilið og það
gerðist ekki fyrr en gegn FH 11.
september, í átjándu umferð deild-
arinnar.
Kjartan Henry Finnbogason átti
stóran þátt í velgengni KR-inga á
síðustu leiktíð en hann skoraði 12
mörk á tímabilinu og var einn besti
maður liðsins.
Morgunblaðið setti sig í samband
við Kjartan Henry og spurði hann
fyrst hvernig honum lítist á tímabilið
sem fram undan er.
Emil og Þorsteinn frábærir á
undirbúningstímabilinu
,,Ég er fyrst og fremst bara mjög
spenntur fyrir sumrinu og trúi því
varla að þetta langa og stranga und-
irbúningstímabilið sé búið. Hópurinn
hjá okkur hefur breyst töluvert. Það
er auðvitað missir í mönnum eins og
Guðjóni og Skúla Jóni en við höfum
fengið sterka stráka í staðinn og
þessir ungu strákar fá nú heldur bet-
ur tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Við vissum vel hvað Atli gat eftir að
hafa séð til hans með Þór en strákar
eins og Emil Atlason og Þorsteinn
Ragnarsson hafa verið frábærir á
undirbúningstímabilinu og það hefur
verið virkilega gott að spila með
þeim. Ég tel að leikmannahópurinn
hjá okkur sé ekkert veikari en í fyrra
og sprækari ef eitthvað er. Mér
finnst Rúnar, Pétur og stjórnin hafa
náð að fylla skörðin mjög vel. Það
hefði verið frábær viðbót að fá
Brynjar en allt útlit er fyrir að svo
verði ekki,“ sagði Kjartan Henry.
KR er lið sem allir aðrir en KR-
ingar elska að hata
Verður ekki erfitt fyrir ykkur að
fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra?
,,Jú, það verður það örugglega.
Það gekk allt upp hjá okkur í fyrra
og tímabilið var draumi líkast. Ég
held að það sé miklu erfiðara að
verja einhvern titil heldur en að
vinna hann en það er áskorun fyrir
okkur. Við vitum að FH-ingarnir
gerðu það í nokkur ár og ég tel það
vera mjög mikið afrek að vinna titit-
ilinn ár eftir ár. Þar sem við höfum
ekki misst marga leikmenn og höfum
fengið ferska unga stráka sem þurfa
að sýna sig og sanna þá held ég að
við getum gert bara ágæta hluti. KR
er lið sem allir aðrir en KR-ingar
elska að hata en það alltaf stemning í
kringum okkar lið, flestir áhorfendur
og margir sjónvarpsleikir.“
Mest með hugann
við eigin lið og leik
Spurður hvaða lið hann reikni með
að verði helstu keppinautar KR-inga
í sumar segir Kjartan Henry; ,,FH
kemur alltaf fyrst upp í hugann. FH-
ingar eru með með mjög sterkan
hóp. Framararnir hafa staðið sig
virkilega vel og líta vel út en við
könnumst við það að það er ekki nóg
að líta vel út fyrir mót. Stjarnan er
með gott lið en annars er maður
mest með hugann við eigin lið og
leik. Ég er eiginlega alveg viss um að
þetta verður skemmtilegt Íslands-
mót og við KR-ingar erum virkilega
spenntir og fullir tilhlökkunar,“
sagði Kjartan Henry en KR-ingar
hefja titilvörnina á heimavelli gegn
Stjörnumönnum.
Erfiðara að
verja en vinna
Morgunblaðið/Ómar
Nýr Þorsteinn Már Ragnarsson kom til KR í vetur frá Víkingi í Ólafsvík, þar
sem hann var fyrirliði, og hefur verið drjúgur í framlínu meistaranna.
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Hannes Þór Halldórsson 1984 106 0 2 *Brann ‘12
22 Fjalar Þorgeirsson 1977 189 0 5 Fylki ‘12
25 Rúnar Alex Rúnarsson 1995 0 0 0
29 Hugi Jóhannesson 1992 0 0 0
Markverðir
2 Grétar S. Sigurðarson 1982 156 20 0 Víkingi R. ‘08
3 Haukur Heiðar Hauksson 1991 0 0 0 KA ‘12
6 Gunnar Þór Gunnarsson 1985 53 0 3 Norrköping ‘11
7 Ryan Weston 1980 0 0 7 Dundee ‘12
17 Hróar Sigurðsson 1992 1 0 0
18 Aron Bjarki Jósepsson 1989 7 1 0 *Völsungi ‘11
20 Magnús Már Lúðvíksson 1981 83 8 0 Hödd ‘11
21 Guðmundur R. Gunnarsson 1989 89 6 3 GAIS ‘09
Varnarmenn
4 Bjarni Guðjónsson 1979 139 33 23 ÍA ‘08
5 Egill Jónsson 1991 18 1 0
8 Baldur Sigurðsson 1985 113 27 3 Bryne ‘09
11 Óskar Örn Hauksson 1984 141 28 2 Grindavík ‘07
12 Dofri Snorrason 1990 26 1 0 *Víkingi R. ‘10
14 Viktor Bjarki Arnarsson 1983 108 20 0 Nybergsund ‘10
15 Emil Atlason 1993 0 0 0 FH ‘12
23 Atli Sigurjónsson 1991 17 0 0 Þór ‘12
24 Björn Jónsson 1990 11 0 0 Heerenveen ‘11
28 Davíð Einarsson 1992 2 0 0
Miðjumenn
9 Þorsteinn Már Ragnarsson 1990 0 0 0 Víkingi Ó. ‘11
10 Kjartan H. Finnbogason 1986 56 22 0 Sandefjord ‘10
Sóknarmenn
Tekst KR að fylgja eftir frábæru
tímabili? Vel fyllt í skörðin
Rúnar Krist-
insson tók við
þjálfun KR-
liðsins seint í
júlímánuði 2010
þegar Loga
Ólafssyni var
sagt upp störfum
vegna slaks ár-
angurs. Óhætt er
að segja Rúnar
hafi skilað góðu
starfi með Pétur Pétursson sér við
hlið. KR-ingar réttu verulega úr
kútnum seinni hluta tímabilsins
2010 með Rúnar í brúnni en í fyrra
var árangurinn magnaður undir
hans stjórn. KR-ingar urðu tvöfald-
ir meistarar og árangur liðsins í
Evrópukeppninni var svo sann-
arlega góður.
KR-ingar eru virkilega vel settir
með markverði. Hannes Þór Hall-
dórsson, leikmaður ársins í fyrra,
kemur til með verja markið í sum-
ar og kemur ferskur til leiks eftir
nokkra vikna dvöl hjá Brann í Nor-
egi. Hinn reyndi Fjalar Þorgeirs-
son, sem kom frá Fylkismönnum í
vetur, verður honum til trausts og
halds.
Vörnin er ágætlega mönnuð hjá
meistaraliðinu með miðvörðinn há-
vaxna Grétar
Sigfinn Sigurð-
arson í broddi
fylkingar, Gunn-
ar Þór Gunn-
arsson, Aron
Bjarka Jós-
epsson og bak-
verðina sókn-
djörfu Guðmund
Reyni Gunn-
arsson, Magnús
Má Lúðvíksson
og Hauk Heiðar Hauksson, en
Haukur kom frá KA-í vetur.
Fá lið í Pepsi-deildinni hafa úr
betri miðvallarleikmönnum að spila
en KR-ingar. Fyrirliðinn Bjarni
Guðjónsson, Baldur Sigurðsson og
Viktor Bjarki Arnarsson verða í
stórum hlutverkum á miðri miðj-
unni líkt og á síðustu leiktíð og þá
eru einnig til staðar hinn ungi og
efnilegi Egill Jónsson, Björn Jóns-
son og Atli Sigurjónsson, sem KR-
ingar fengu frá Þór á Akureyri.
KR-ingar skarta einum besta
sóknarmanni deildarinnar sem er
Kjartan Henry Finnbogason. Hann
verður í lykilhlutverki í sóknarspili
meistaranna sem og hinn lunkni
kantmaður Óskar Örn Hauksson
sem jafnan leggur upp mikið af
mörkum.
Dofri Snorrason stimplaði sig vel
inn í KR-liðið í fyrra, bæði sem
bakvörður og kantmaður, og þá
hafa þeir Emil Atlason, sem kom
úr FH, og Þorsteinn Már Ragn-
arsson, sem kom frá Víkingi í
Ólafsvík, sýnt á undirbúnings-
tímabilinu að þeir geta gert usla í
vörnum andstæðinganna enda
áræðnir og fljótir leikmenn þar á
ferð.
KR
Rúnar
Kristinsson
Grétar Sigfinnur
Sigurðarson
KOMNIR:
Atli Sigurjónsson frá Þór
Emil Atlason frá FH
Fjalar Þorgeirsson frá Fylki
Haukur Heiðar Hauksson frá KA
Rhys Weston frá Dundee
(Skotlandi)
Þorsteinn Már Ragnars. frá Vík. Ó.
FARNIR:
Aleksandar Kostic í ÍR
Atli Jónasson í KV
Ásgeir Örn Ólafsson í Skedsmo
(Noregi)
Guðjón Baldvinsson í Halmstad
(Svíþjóð)
Gunnar Örn Jónsson í Stjörnuna
Skúli Jón Friðgeirsson í Elfsborg
(Svíþjóð)
Torfi Karl Ólafsson í Víking Ó. (lán)
Breytingar á liði KR