Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 10
10 FÓTBOLTINN 2012
STJARNAN
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Stjarnan kom flestum sparkspek-
ingum á óvart í Pepsi-deildinni síð-
asta sumar með því að ná fjórða sæt-
inu. Það hirtu Stjörnumenn úr
höndum Vals á lokasprettinum en
þetta var besti árangur karlaliðs
Stjörnunnar í meistaraflokki frá
upphafi. Margir spáðu því að Bjarni
Jóhannsson yrði fyrstur til þess að fá
reisupassann. Það var hinsvegar
langur vegur frá því að Bjarni þyrfti
að taka pokann sinn heldur er hann
nú á sínu fimmta tímabili með liðið
og búinn að búa til frábæran hóp ein-
staklinga sem spila eins og lið og
stöðuleikinn er orðinn meiri en hann
var.
Daníel Laxdal er fyrirliði Stjörn-
unnar og hann segir að það hafi verið
hæðir og lægðir á undirbúnings-
tímabilinu. „Ég, Garðar Jóhannsson
og Halldór Orri Björnsson erum
búnir að vera meiddir. Það hefur að-
eins sett strik í reikninginn en við
eigum allir að vera komnir á fullt
fyrir tímabilið. Halldór Orri er sá
eini sem er tæpur að ná því. Við er-
um allavega ekki búnir að toppa
enda ætlum við að geyma það fyrir
Pepsi-mótið,“ sagði Daníel.
Tveir Danir út og tveir inn
Stjarnan hafði á að skipa tveimur
dönskum leikmönnum í fyrra, Niko-
laj Hagelskjær og Jesper Jensen
sem reyndar meiddist og spilaði ekk-
ert síðasta hluta tímabilsins. Þeir
hafa báðir horfið á braut og skilja
eftir sig skarð. En í staðinn hefur lið-
ið fengið tvo aðra samlanda þeirra.
Þeir spila sömu stöður og forverar
þeirra, Alexander Scholz 19 ára pilt-
ur er miðvörður og Kennie Chopart
spilar á vinstri kanti og framarlega á
miðjunni. „Þeir hafa aðlagast hópn-
um mjög vel. Jesper og Nikolaj
reyndust okkur mjög vel en þessir
tveir eru líka öflugir og eiga jafnvel
eftir að koma á óvart. Menn tala um
að þeir séu jafnvel betri en forverar
þeirra,“ segir Daníel sem á ekki von
á fleiri leikmönnum, en Gunnar Örn
Jónsson kom einnig frá KR.
Fylgir hugur gjörðum
í Garðabæ?
Miðað við tímabilið í fyrra ætti
Stjarnan ekki að koma á óvart í sum-
ar nema þá ef liðið fer alla leið og
nær þeim stóra. „Ég þrái að lyfta Ís-
landsmeistarabikarnum. Til þess
þarf þó allt að ganga upp og lykil-
menn mega ekki meiðast þar sem við
erum ekki með stærsta hópinn í
deildinni,“ sagði Daníel.
Spurður hvort það væri enn bara
draumur eða hvort það væri raun-
hæft, sagði fyrirliðinn: „Við trúum
því að við getum barist um titilinn.
Evrópusæti verður að vera markið
og að gera betur en í fyrra. Svo erum
við komnir með nýtt teppi sem allir
segja að hjálpi okkur,“ bætti Daníel
við kíminn.
Hann sagði erfitt að ráða í topp-
baráttuna í sumar og spáir því að
hún verði jöfn. „Fram hefur gengið
mjög vel á undirbúningstímabilinu.
Það er þó ekki samasemmerki milli
þess að vera góður á veturna og svo
sumrin. Fyrst og fremst er eftir-
væntingin mikil að byrja mótið.
Maður er orðinn þreyttur á að bíða
eftir þessu og vetrarmánuðirnir bún-
ir að vera langir af þeim sökum.“
Hungrið er greinilega mikið í
Garðabænum og ljóst að Bjarni Jó-
hannsson er búinn að gera sitt til að
móta frábært lið. Það er svo undir
leikmönnunum komið hversu hátt
þeir vilja ná. Hæfileikarnir eru til
staðar og því mun eflaust margt
velta á hugarfari þeirra.
Nógu góðir í
toppbaráttu
Morgunblaðið/Kristinn
Lykilmenn Sóknartengiliðurinn Halldór Orri Björnsson og fyrirliðinn Daní-
el Laxdal hafa átt drjúgan þátt í uppgangi Stjörnunnar undanfarin ár.
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Ingvar Jónsson 1989 17 0 0 Njarðvík ‘11
29 Arnar Darri Pétursson 1991 0 0 0 SönderjyskE ‘12
30 Sveinn S. Jóhannesson 1995 0 0 0
Markverðir
3 Tryggvi S. Bjarnason 1983 138 11 0 KR ‘08
4 Jóhann Laxdal 1990 61 8 0
6 Hilmar Þór Hilmarsson 1990 12 1 0 *Víkingi Ó. ‘12
9 Daníel Laxdal 1986 65 3 0
13 Alexander Scholz 1992 0 0 0 Vejle ‘12
14 Hörður Árnason 1989 41 0 0 HK ‘11
15 Aron R. Heiðdal 1995 0 0 0
18 Aron Grétar Jafetsson 1994 7 0 0
Varnarmenn
7 Atli Jóhannsson 1982 173 17 0 KR ‘10
10 Halldór Orri Björnsson 1987 63 32 1
11 Bjarki Páll Eysteinsson 1986 48 3 0
12 Þorri Geir Rúnarsson 1995 0 0 0
19 Hrannar Heimisson 1993 1 0 0
21 Baldvin Sturluson 1989 37 5 0
23 Snorri Páll Blöndal 1994 0 0 0
Miðjumenn
17 Sindri Már Sigurþórsson 1986 5 0 0 *Víkingi Ó. ‘11
20 Gunnar Örn Jónsson 1985 93 12 0 KR ‘12
22 Ellert Hreinsson 1986 42 11 0 Víkingi Ó. ‘08
24 Hreiðar Ingi Ársælsson 1993 1 0 0
26 Kennie Knak Chopart 1990 0 0 0 Varde ‘12
27 Garðar Jóhannsson 1980 81 26 7 Strömsgodset ‘11
28 Darri Steinn Konráðsson 1993 0 0 0
Sóknarmenn
Stjarnan hætt að koma á óvart
Draumur fyrirliðans að lyfta bikar
Austfirðingurinn geðþekki Bjarni
Jóhannsson er við stjórnvölinn hjá
Stjörnunni fimmta tímabilið í röð.
Hann er einn reynslumesti þjálf-
arinn í efstu deild af þeim sem þar
eru. Þrátt fyrir
það eru spark-
spekingar oft
fljótir að nefna
hann sem fyrsta
knattspyrnu-
stjórann til að
taka pokann sinn
í spádómum sín-
um fyrir Íslands-
mót. Það verður
væntanlega lítið
um það fyrir
þetta tímabil þar sem hann stýrði
liðinu í fjórða sætið á síðustu leiktíð
og til besta árangurs félagsins í
karlaflokki frá upphafi.
Bjarni hefur búið til gott lið og
fengið til þess góða útlendinga sem
styrkt hafa liðið verulega undanfarin
ár. Nægir þar að nefna Danina tvo
sem nefndir eru í greininni hér til
hliðar. Það sama er uppi á ten-
ingnum í ár en 19 ára danskur piltur
mun væntanlega spila með Daníel
Laxdal, fyrirliða liðsins, í hjarta
varnarinnar. Þeir verða fyrir framan
Ingvar Jónsson markvörð. Bakverð-
ir eru þeir Jóhann Laxdal hægra
megin og Hörður
Árnason vinstra
megin. Vörnin er
því kunnugleg frá
síðasta tímabili
og aðeins spurn-
ing hvernig Dan-
inn ungi, Alex-
ander Scholz,
slípast saman við
aðra leikmenn.
Tryggvi Bjarna-
son getur líka
spilað sem miðvörður.
Á miðjunni verða líklega ekki
miklar breytingar frá síðasta ári.
Baldvin Sturluson og Atli Jóhanns-
son með Halldór Orra Björnsson
fyrir framan sig, eða í holunni svo-
kölluðu fyrir aftan markakóng síð-
asta árs, Garðar Jóhannsson, sem
kemur til með að leiða sóknarleik-
inn. Þeir tveir verða liðinu afar mik-
ilvægir enda Stjarnan þekkt fyrir
það að vilja frekar sækja en verjast.
Tveir nýir leikmenn eru svo lík-
legir til að vera á köntunum. Gunnar
Örn Jónsson sem kom frá KR verð-
ur væntanlega á hægri kanti til þess
að senda á kollinn á Garðari. Kennie
Chopart sem kom frá Varde í Dan-
mörku verður svo vinstra megin.
Hann getur líka leyst af hólmi Hall-
dór Orra þurfi hann á hvíld að halda.
Þá er ótalin æskan í Garða-
bænum. Það er réttast fyrir áhuga-
sama að fylgjast vel með þeim Þorra
Geir Rúnarssyni sem spilar á miðj-
unni og Aroni Heiðdal sem líka er
fæddur 1995 og þykir mikið efni.
Þeir eiga væntanlega eftir að verma
bekkinn og vera tilbúnir þegar kallið
kemur frá Bjarna þjálfara.
Stjarnan
Bjarni
Jóhannsson
Garðar
Jóhannsson
KOMNIR:
Alexander Scholz frá Vejle
(Danmörku)
Arnar Darri Pétursson
frá SönderjyskE (Danmörku)
Gunnar Örn Jónsson frá KR
Hilmar Þór Hilmarsson frá
Víkingi Ó. (úr láni)
Kennie Chopart frá Varde
(Danmörku)
FARNIR:
Birgir R. Baldursson í
Skínanda (lán)
Björn Pálsson í Víking Ó. (lán)
Davíð Guðjónsson í Skínanda (lán)
Hafsteinn R. Helgason í BÍ/-
Bolungarvík
Jesper Jensen til Vejle (Danmörku)
Magnús Karl Pétursson í ÍR
Nikolaj Hagelskjær í Fredericia
(Danmörku)
Ólafur Karl Finsen í Selfoss
Víðir Þorvarðarson í ÍBV
Þorvaldur Árnason, hættur
Breytingar á liði Stjörnunnar