Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 12
12 FÓTBOLTINN 2012 VALUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Valsmenn áttu ágætu gengi að fagna á síðustu leiktíð en Hlíð- arendaliðið var í efri hluta deild- arinnar allt tímabilið og endaði í 5. sæti, 11 stigum á eftir Íslandsmeist- urum KR. Valsmönnum gekk allt í haginn á undirbúningstímabilinu en liðið varð bæði Reykjavíkurmeistari og vann deildabikarinn. En hvernig skyldi sumarið leggjast í miðju- manninn sterka, Guðjón Pétur Lýðsson? ,,Stemningin í okkar herbúðum er góð og það er hugur í okkur. Ég er bjartsýnn á sumarið fyrir okkar hönd,“ sagði Guðjón, sem yfirgaf Valsmenn í lok ágúst þegar hann var lánaður til sænska meistaraliðs- ins Helsingborg en hann er kominn aftur á Hlíðarendann og verður án efa í stóru hlutverki hjá liði séra Friðriks í sumar. Hef mikla og góða trú á leikmannahópnum ,,Ég hef mikla og góða trú á leik- mannahópnum. Það er góð blanda í liðinu og margir ungir leikmenn í því sem hafa spilað saman. Ég er bjartsýnn á að við eigum eftir að gera betri hluti í ár en í fyrra. Ég ætla að vona að við séum reynslunni ríkari eftir tímabilið í fyrra. Nú er- um við árinu eldri og yngri strák- arnir eru tilbúnir að stíga skrefið. Mér finnst breiddin vera meiri í hópnum,“ sagði Guðjón Pétur. Færeyingarnir þrír sem léku með Val í fyrra eru horfnir á braut sem og hinn reynslumikli Sigurbjörn Hreiðarsson og markvörðurinn Haraldur Björnsson en á móti hafa Valsmenn fengið þrjá efnilega leik- menn frá Haukum og Atla Heim- isson sem hefur leikið í Noregi síð- ustu árin, svo einhverjir séu nefndir. Höfum fengið þrælefnilega stráka ,,Það hafa orðið einhverjar breyt- ingar á milli ára en ekki svo miklar. Við höfum fengið til okkar þræl- efnilega stráka sem ég held að eigi eftir að gera góða hluti með okkur í sumar,“ segir Guðjón, sem lék með Haukum áður en hann fór til Vals og hann endurnýjar þar með kynni við sína gömlu félaga. ,,Við stefnum á að vera í toppbar- áttunni í sumar og ég tel að við höf- um burði til þess. Ég fer með því hugarfari í hvern leik að vinna og ég vona að samherjar mínir geri það líka,“ segir Guðjón. Liðin sem komu vel mönnuð Spurður hvaða fleiri liðum hann reikni með í toppbaráttunni sagði Guðjón: ,,Það er erfitt að segja til um það núna. Maður veit ekki alveg hvernig liðin koma undan vetri og svo geta meiðsli alltaf sett strik í reikninginn. Ég sé alveg fyrir mér að mótið geti orðið mjög jafnt og spennandi. Liðin sem komu upp í deildina sýnist mér vera vel mönnuð svo það er ekki hægt að bóka sigur gegn neinu liði. Vellirnir koma vel undan vetrinum svo ég held að það verði boðið upp á betri fótbolta í byrjun móts heldur en í fyrra. Nú verður „sambafótbolti“ strax í fyrstu umferðunum,“ sagði Guðjón Pétur en Valsmenn sækja Framara heim á þjóðarleikvanginn í fyrstu umferðinni. Breiddin meiri í hópnum Morgunblaðið/Eggert Lykilmaður Guðjón Pétur Lýðsson hefur fest sig í sessi á miðjunni hjá Val og fékk góða reynslu í lánsdvöl hjá Helsingborg í Svíþjóð síðasta haust. Leikmenn árið 2012 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Ásgeir Þór Magnússon 1991 0 0 0 *Hetti ‘11 12 Sindri Snær Jensson 1986 20 0 0 Þrótti R. ‘11 Markverðir 2 Úlfar Hrafn Pálsson 1988 19 2 0 Haukum‘12 3 Brynjar Kristmundsson 1992 7 0 0 Víkingi Ó.‘11 4 Halldór K.Halldórsson 1988 21 0 0 Leikni R.‘11 5 Atli Sveinn Þórarinsson 1980 153 11 9 KA‘05 22 MatarrJobe 1992 0 0 0 *Víkingi Ó.‘12 27 Andri Sigurðsson 1994 0 0 0 29 TómasAronTómasson 1994 0 0 0 Varnarmenn 6 Hafsteinn Briem 1991 1 0 0 HK ‘12 7 Haukur Páll Sigurðsson 1987 70 13 1 Þrótti R. ‘10 8 Rúnar Már Sigurjónsson 1990 50 5 0 HK ‘11 10 Guðjón Pétur Lýðsson 1987 39 11 0 *Helsingborg ‘12 17 Þórir Guðjónsson 1991 15 0 0 *Leikni R. ‘12 19 Ásgeir Þór Ingólfsson 1990 17 0 0 Haukum ‘12 20 Indriði Áki Þorláksson 1995 0 0 0 23 Andri Fannar Stefánsson 1991 15 0 0 KA ‘11 Miðjumenn 9 Hörður Sveinsson 1983 118 31 0 Keflavík ‘11 11 Matthías Guðmundsson 1980 161 31 4 FH ‘09 14 Kolbeinn Kárason 1991 7 3 0 *Tindast./Hvöt‘11 15 Hilmar Rafn Emilsson 1986 19 2 0 Haukum ‘12 16 Atli Heimisson 1987 0 0 0 Asker ‘12 18 Kristinn Freyr Sigurðsson 1991 14 0 0 Fjölni ‘12 28 Haukur Ásberg Hilmarsson 1995 0 0 0 Sóknarmenn  Guðjón Pétur bjartsýnn fyrir hönd Vals  Vonandi reynslunni ríkari Kristján Guðmundsson er við stjórnvölinn hjá Valsmönnum. Hann tók við Hlíðarendaliðinu fyrir síð- ustu leiktíð og skilaði því í fimmta í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa gert Valsmenn bæði að Reykjavík- urmeisturum og deildabikarmeist- urum á 100 ára afmæli félagsins. Mannabreyt- ingarnar á milli ára eru sem fyrr töluverðar hjá Valsmönnum og til að mynda eru Færeyingarnir þrír sem léku með liðinu á síðustu leiktíð allir horfnir á braut, markvörðurinn Haraldur Björnsson, reynsluboltinn Sig- urbjörn Hreiðarsson og Jón Vilhelm Ákason. Ásgeir Þór Magnússon og Sindri Snær Jensson koma til með að slást um markvarðarstöðuna og fylla skarð Haraldar en þarna eru á ferð tveir ungir og efnilegir markverðir. Atli Sveinn Þórarinsson og Hall- dór Kristinn Halldórsson náðu vel saman í miðvarðarstöðunum í fyrra og þeir eru áfram til staðar og koma til með að binda vörn Vals í sumar. Valur fékk á sig næstfæst mörk í deildinni í fyrra og Kristján Guð- mundsson vill örugglega gera eins vel í ár. Andri Fannar Stefánsson og Gambíumaðurinn Matarr Jobe eru í bakvarðar- stöðunum en sá síðarnefndi var í láni hjá Víkingi í Ólafsvík á síðustu leiktíð. Guðjón Pétur Lýðsson og Hauk- ur Páll Sigurðsson voru öflugir saman á miðjunni í fyrra á meðan Guðjóns naut við og þeir verða í lyk- ilhlutverkum í miðjuspili liðsins í sumar fyrir aftan Rúnar Má Sig- urjónsson. Matthíasi Guðmunds- syni og Kristni Frey Sigurðssyni, ungum leikmanni sem kom frá Fjölni, er ætlað að skapa usla á vængjunum. Kristján þjálfari hefur fleiri val- kosti á miðjunni. Hilmar Rafn Em- ilsson og Ásgeir Þór Ingólfsson sem komu báðir frá Haukum eru efnilegir strákar sem geta gert góða hluti sem og Hafsteinn Briem sem kom frá HK. Í fremstu víglínu verður fróðlegt að sjá til Atla Heimissonar, sem kom til Valsmanna frá norska liðinu Asker fyrir tímabilið en hann hefur skorað grimmt í Noregi síðustu ár- in. Hörður Sveinsson er einnig til staðar og hann vill örugglega gera betur en í fyrra, en á sínu fyrsta tímabili með Hlíðarendaliðinu náði hann aðeins að skora eitt mark í 18 leikjum í deildinni. Valur Kristján Guðmundsson Haukur Páll Sigurðsson KOMNIR: Atli Heimisson frá Asker (Noregi) Ásgeir Þór Ingólfsson frá Haukum Hafsteinn Briem frá HK Hilmar Rafn Emilsson frá Haukum Kristinn F. Sigurðsson frá Fjölni Úlfar Hrafn Pálsson frá Haukum FARNIR: Arnar Sveinn Geirsson í Víking Ó. Christian Mouritsen í HB Þórshöfn (Færeyjum) Haraldur Björnsson í Sarpsborg (Noregi) Ingólfur Sigurðsson í Lyngby (Danmörku) Jón Vilhelm Ákason í ÍA Jónas Tór Næs í Fremad Amager (Danmörku) Pól Jóhannus Justinussen í AaB (Danmörku) Sigurbjörn Hreiðarsson í Hauka Stefán J. Eggertsson í Leikni R. Breytingar á liði Vals Verð kr. 25.990. Stærðir 40,5  46 Nýtt upphaf Rapid X Blade “speed” takkaskórinn frá hummel hefur fengið frábæra dóma og viðtökur. Komið og prufið að stíga í þennan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.