Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 6
FH
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Síðasta ár var það fyrsta síðan 2003
að FH vann ekki bikar. Þeir höfnuðu
í öðru sæti í Pepsi-deildinni og
þurftu að horfa á bikarúrslitaleikinn
á Laugardalsvellinum þar sem KR
og Þór A. mættust. Það var fyrst og
fremst léleg byrjun á síðasta tímabili
sem varð þeim að falli því seinni um-
ferðin var svo gott sem fullkomin.
Eftir 10 umferðir í fyrra var mun-
urinn á FH og KR átta stig og það
bil náði liðið ekki að brúa, þrjú stig
vantaði upp á.
Krafan í þessum hluta Hafn-
arfjarðar er bikar og ekkert annað.
Því hefur æfingaáætlun liðsins verið
breitt, gagngert til að koma í veg
fyrir að byrjunin í fyrra endurtaki
sig, að sögn Gunnleifs Gunnleifs-
sonar, markvarðar og fyrirliða liðs-
ins. „Ef við tökum mið af síðustu
tveimur tímabilum höfum við verið í
veseni fyrri hluta tímabils. Þjálf-
ararnir hafa að sjálfsögðu skoðað
það vel og við erum fyrr á ferðinni
þetta vorið. Það vonandi leiðir til
þess að við verðum tilbúnir í slaginn,
betur en áður.“
Gunnleifur segir að leikmenn liðs-
ins séu á því að þeir séu á betri stað
en í fyrra og vonar að það skili sér
þegar komið verður út í alvöruna.
Hann segir vor- og vetrarmótin hafa
gengið ágætlega en liðið tapaði fyrir
KR í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins
í vítaspyrnukeppni. Þá var liðið ný-
komið heim úr strangri æfinga- og
keppnisferð til Portúgals.
Óbreytt stefna, vinna öll mót
Liðinu var spáð Íslandsmeist-
aratitli í fyrra. Annað sætið var hin
vegar það sem kom á daginn. Spurð-
ur hvort það sé nokkuð hægt að gera
betur en í fyrra, nema að vinna þann
stóra, segir Gunnleifur; „Það hefur
verið þannig hjá FH undanfarin ár
að við höfum aldrei farið leynt með
það að stefnan er sett á að vinna öll
þau mót sem í boði eru. Við að sjálf-
sögðu reynum að gera betur en í
fyrra og vinna mótið.
Ef við byrjum betur en í fyrra og
höldum sama árangri seinni hluta
tímabils og í fyrra er ég sannfærður
um að við endum á góðum stað.“
Spurður hvernig sú krafa stuðn-
ingsmanna félagsins, að vinna alltaf
titla, færi í leikmannahópinn sagði
Gunnleifur það fátt annað en já-
kvætt. „Okkur finnst það eðlilegt
þar sem FH hefur unnið titil síðan
árið 2004 ef tímabilið í fyrra er und-
anskilið. Miðað við þann metnað sem
við leggjum í okkar vinnu, þjálfarar,
leikmenn og stjórnin, þá finnst okk-
ur eðlilegt að stuðningsmennirnir
setji á okkur miklar kröfur. Ég held
að það sé bæði holt og gott fyrir okk-
ur að allir félagsmenn FH séu
hungraðir í titil, sama í hvaða hlut-
verki þeir eru.“
Reynslan vegur alltaf þungt
FH hefur oft búið yfir reynslu-
meiri leikmannahóp en þetta tíma-
bilið. Margir lykilmanna liðsins und-
anfarin ár eru horfnir á braut.
Gunnleifur segir ekki hægt að neita
því. „Við erum búnir að missa menn
sem hafa verið að safna titlum fyrir
FH undanfarin ár. Nægir þar að
nefna Guðmund Sævarsson, Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson og þá missum
við einnig einn besta leikmann Ís-
landsmótsins undanfarin ár, Matt-
hías Vilhjálmsson. Að sjálfsögðu er
það skarð fyrir skildi en við höfum
hinsvegar fengið til okkar góða leik-
menn og þá eru yngri leikmenn liðs-
ins orðnir árinu eldri. Ungir leik-
menn sem voru að stíga sín fyrstu
skref í fyrra höfðu mjög gott af því.
Við reynum að fylla í þessi skörð þó
að reynslan vegi alltaf þungt.“
Reynslunni
fátækari í ár
Morgunblaðið/Eggert
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 130 0 22 HK ‘10
20 Róbert Örn Óskarsson 1987 0 0 0 ÍR ‘12
Markverðir
2 Alen Sutej 1985 43 3 0 Keflavík ‘11
3 Guðjón Á. Antoníusson 1983 155 10 1 Keflavík ‘12
5 Freyr Bjarnason 1977 171 8 0 ÍA ‘00
7 Pétur Viðarsson 1987 55 3 0 *Víkingi R. ‘09
15 Guðmann Þórisson 1987 49 3 1 Nybergsund ‘12
16 Jón Ragnar Jónsson 1985 36 0 0 Þrótti R. ‘10
21 Hafþór Þrastarson 1990 8 0 0 *KA ‘12
23 Brynjar Ásgeir Guðmundsson 1992 0 0 0
26 Viktor Örn Guðmundsson 1989 17 0 0 *Víkingi R. ‘11
Varnarmenn
8 Emil Pálsson 1993 10 2 0 BÍ/Bolungarv. ‘11
9 Hákon Atli Hallfreðsson 1990 32 0 0
10 Björn Daníel Sverrisson 1990 66 14 0
13 Bjarki Gunnlaugsson 1973 133 31 27 Val ‘10
18 Einar Karl Ingvarsson 1993 4 0 0
25 Hólmar Örn Rúnarsson 1981 163 16 0 Keflavík ‘11
27 Ingimar Elí Hlynsson 1992 0 0 0 *KF ‘12
Miðjumenn
11 Atli Guðnason 1984 113 26 3 *Fjölni ‘06
14 Albert B. Ingason 1986 109 35 0 Fylki ‘12
17 Atli Viðar Björnsson 1980 158 75 4 *Fjölni ‘08
19 Viktor Smári Segatta 1992 0 0 0
22 Ólafur Páll Snorrason 1982 138 22 1 Val ‘09
Sóknarmenn
Fyrsta skiptið frá 2003 sem FH vann
ekki titil Betri byrjun er nauðsynleg
Ver Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið kjölfesta í liði FH-inga undanfarin
tvö ár en hann kom frá HK fyrir tímabilið 2010.
6 FÓTBOLTINN 2012
Heimir Guð-
jónsson er á sínu
fimmta ári sem
þjálfari FH. Árið
í fyrra var það
fyrsta sem liðið
vann ekki titil
undir hans
stjórn. Heimir
lék með FH síð-
ustu ár ferilsins
en áður hafði
hann leikið með KR, KA og ÍA.
Eins og talað er um hér til hliðar
hefur FH misst nokkra reynslu-
bolta sem verið hafa með liðinu á
blómaskeiði þess. Í markinu er
hinsvegar að finna reynslumesta
leikmann liðsins, Gunnleif Gunn-
leifsson, markvörð og fyrirliða.
Hann verður 37 ára 14. júlí eða
degi fyrir leik liðsins gegn Val eins
og núverandi leikjafyrirkomulag
er.
Í vörninni er að finna hraða og
sókndjarfa bakverði í þeim Guðjóni
Árna Antoníussyni sem kom frá
Keflavík og Viktori Erni Guð-
mundssyni. Miðverðirnir þrír í liði
FH eru allir sterkir en líklegast
verður að teljast að Pétur Við-
arsson og Guðmann Þórisson sem
kom frá norska liðinu Nybergsund
myndi miðvarða-
parið og að
Freyr Bjarnason
verði þeim til
halds og trausts.
Á miðjunni er
líklegt að Björn
Daníel Sverr-
isson, Hólmar
Örn Rúnarsson
og jafnvel Bjarki
Gunnlaugsson
ráði ríkjum. Þeir
spiluðu allir vel á miðjunni í fyrra,
sérstaklega í seinni umferðinni, en
Hákon Atli Hallfreðsson verði
tilbúinn að taka við keflinu, gefi
einhver þeirra tommu eftir.
Á hægri kanti er bókað mál að
Ólafur Páll Snorrason hleypur
fram og til baka og styður vel við
Albert Brynjar Ingason sem kom
frá Fylki og Atla Viðar Björnsson,
sem skoraði 13 mörk í fyrra. Albert
fær það verðuga verkefni að leiða
sóknarleik liðsins ásamt Atla og
leysa af hólmi Matthías Vilhjálms-
son sem fékk flest M hjá Morg-
unblaðinu í fyrra. Atli Guðnason er
kantmaður góður, spilar vinstra
megin, en þegar hann hrökk í gang
í fyrra hrökk FH-vélin að sama
skapi í gang. Í það minnsta sýndi
Atli svo um munaði hversu mik-
ilvægur hann er liðinu á síðustu
leiktíð.
Ekki þarf að leita lengi til að
finna unga og efnilega stráka hjá
FH. Þar er hægt að nefna sem
dæmi Emil Pálsson sem fékk tæki-
færi á síðasta tímabili. Þá varð ann-
ar flokkur félagsins Íslandsmeist-
ari í fyrra. Heimir Guðjónsson gæti
leitað til þeirra pilta í auknum mæli
á löngu og ströngu tímabili.
FH
Heimir
Guðjónsson
Atli Viðar
Björnsson
KOMNIR:
Albert Brynjar Ingason frá Fylki
Guðjón Á. Antoníuss. frá Keflavík
Guðmann Þóriss. frá Nybergsund
(Noregi)
Róbert Örn Óskarsson frá ÍR
FARNIR:
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í Fram
Björn Berg Bryde í Grindavík
Guðmundur Sævarsson í Hauka
Gunnar Kristjánsson í KV
Gunnar Sigurðsson í Fjölni
Matthías Vilhjálmsson í Start
(Noregi) (lán)
Tommy Nielsen, hættur
Breytingar á liði FH
Fremst í flokki
samheitalyfja