Monitor - 10.05.2012, Blaðsíða 14
14 MONITOR FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012
dálítið af nýju efni á síðustu Airwaves-hátíð og á
tónleikum fyrir síðustu jól. Annars er þetta allt bara
á vinnslustigi. Við erum að búa til nýtt efni og nóg af
því þannig að það sé hægt að velja það besta af því
á næstu plötu. Þetta er vinna sem gengur ekki beint
hægt heldur má bara ekki fl ýta henni. Þetta mjatlast
vel og ánægjulega áfram.
Terminal var allt öðruvísi plata heldur en komandi
plata. Hún var stór, sinfónísk plata sem var tekin upp
með stórri kammersveit og við erum ekki að fara að
gera það aftur. Auðvitað er það alltaf þannig að ef
fólk kaupir plötu með hljómsveit þá kannski býst það
við því að fá eitthvað sem er í svipuðum dúr og eldra
efni sveitarinnar en í þetta sinn erum við að vinna
með allt öðruvísi hljóðheim og í raun öðruvísi tónlist.
Gæðin verða þó svo sannarlega til staðar.
Sinfóníutónleikarnir með ykkur Sigurði Guðmunds-
syni voru teknir upp í fyrra og komu út á plötu fyrir
síðustu jól sem hitti í mark hjá landanum. Hver
er lykillinn að þessu vel heppnaða samstarfi hjá
ykkur?
Við Siggi höfum sungið oft saman í gegnum tíðina
og til dæmis haldið saman einhverja tónleika í gríni
sem og alvöru og ég hef aðeins unnið með honum
uppi í hans vinnu með Memfi smafíunni. Við þekkj-
umst þar af leiðandi vel og erum kannski svipuð að
mörgu leyti. Við höfum svipaðan bakgrunn, erum
fyrst og fremst söngvarar úr einhvers konar popp-
hljómsveitum en höfum síðan bæði verið að syngja
þessi klassísku dægurlög. Þegar Sinfóníuhljómsveitin
bauð okkur að syngja með sér á þessum tónleikum
fengum við strax frá upphafi að taka þátt í að velja
lögin og það hefur örugglega haft þónokkuð að segja.
Tónleikarnir voru haldnir í hinum mikilfenglega
Eldborgarsal í Hörpu. Hvernig er tilfi nningin að
standa berskjaldaður á þessu sviði fyrir fullum sal
af fólki?
Húsið er rosalega fl ott og salurinn er æðislegur
en helstu viðbrögðin fyrir mér voru þau að vera að
syngja með Sinfóníuhljómsveit. Ég er vön því að
vera að syngja með kannski þremur eða fjórum
undirleikurum eða hljómsveit eins og Hjaltalín.
Í þeim tilfellum er það þannig að ef ég fer út
af sporinu þá eru þeir frábæru spilarar mjög
fl jótir að átta sig og geta gripið inn í. Þegar þú
stendur fyrir framan Sinfó og stjórnanda, þá er
enginn að fara að elta mig, maður getur gleymt
því. Ef ég geri einhverja vitleysu þá er enginn að fara
að redda mér út úr því og það verður mjög augljóst.
Það fannst mér erfi tt og jafnvel pínu ógnvekjandi.
Það er samt ekki svo að skilja að ég sé alltaf að
klúðra og fólk þurfi alltaf að redda mér (hlær).
Færð þú stresshnút í magann fyrir svona
tónleika?
Ég verð alveg oft stressuð en það hefur ekkert
endilega með stærð salarins eða fjölda gesta
að gera. Það er frekar þegar þú ert í aðstæðum
sem þú þekkir ekkert rosalega vel, til dæmis
ef þú ert að syngja með hljóðfæraleikara
sem þú þekkir ekkert sérstaklega vel. Ég
var vissulega dálítið stressuð fyrir þessa
tónleika með Sinfó. Árið áður hafði Hjaltalín
líka spilað með Sinfó og fyrir fyrsta skiptið
sem við gerðum það var ég svo stressuð að
ég man varla eftir tónleikunum. Mér líður
þægilegast að syngja með hljómsveitinni
sem ég þekki best en auðvitað get ég líka
orðið stressuð við þær aðstæður en þá fer
það kannski bara eftir tunglstöðunni eða
eitthvað (hlær).
Hver eru þín helstu áhugamál utan
tónlistarinnar?
Ég er rosalega mikil áhugamanneskja
um kaffi og þá er ég ekki að tala um að ég
pæli í því við hvaða hitastig það er best
að rista kaffi baunir, heldur er ég alveg
sólgin í kaffi . Á einhverjum augnablikum
í lífi mínu þar sem ég get ekki fengið
kaffi , þá verður það gjarnan að rosalega
stóru vandamáli. Annars reyni ég bara
að taka virkan þátt í því samfélagi sem
við búum í. Ég fer í leikhús, á tónleika, á
barinn og á kaffi hús. Ef maður tekur
ekki þátt í því, þá fara kannski allir
að hætta að hringja í mann (sjá
„versta ótta“ í Sigríður á 30 sek.).
Hvað fi nnst þér skemmtilegast af
því sem er um að vera í íslensku
tónlistarlífi í dag?
Það er svo margt enda fjölskrúð-
ugt tónlistarlíf hérna. Það er hell-
ingur af nýjum og skemmtilegum
hljómsveitum en svo hefur mér
alltaf þótt skemmtilegt hvað það
er mikið af fólki sem er svo dug-
legt við að vera milli hljómsveita og
í alls konar verkefnum. Það er ekkert tiltökumál þótt
tónlistarfólk sé að gera alls konar. Þú getur verið að
spila á bassa í einhverri heavy metal-hljómsveit en
samt líka verið að spila fusion-djass með einhverri
annarri hljómsveit. Mér fi nnst það heillandi og fi nnst
ég heppin að hafa fengið að kíkja inn í alls konar
herbergi í tónlistarsenunni í staðinn fyrir að fólk festi
mann bara við einhverja eina ákveðna stefnu.
Það styttist óðum í Eurovision. Stefnir þú á að verða
Eurovision-fari Íslendinga einhvern tímann í náinni
framtíð?
Nei, en það er fyrst
og fremst vegna
þess að ég væri
engan veg-
inn góður
fulltrúi fyrir
land og
þjóð með
sólgler-
augu að
syngja
einhver
gömul Eur-
ovision-lög á
blaðamannafundi. Ég held að íslenska þjóðin myndi
ekki vilja það. Það er bara fínt að þeir sem eru góðir í
því taki það að sér.
Sögur herma að Tom Cruise hyggist fagna fi mm-
tugsafmæli sínu hérlendis þann 3. júlí næstkom-
andi. Segjum sem svo að þú sért bókuð til að
syngja í veislunni, hvaða lög myndir þú syngja og
hvers vegna?
Ég myndi að sjálfsögðu syngja lagið Take My Breath
Away með Berlin sem var aðallagið í myndinni Top
Gun. Ég hugsa að ég myndi láta þar við sitja. Ég hef
engin persónuleg tengsl við Tom Cruise þannig að
mér dettur ekkert annað lag í hug sem við tengjumst
í gegnum, fyrir utan það að þetta er mjög gott lag.
Nú er sólin farin að láta sjá sig á lofti. Hvað er
framundan hjá þér í sumar og það sem eftir lifi r
árs?
Það er náttúrlega bara að sigla áfram einhvern
sjó í hinu og þessu hoppi og híi. Ég á svo sem eftir
að skipuleggja sumarið en fyrir mér væri æðisleg
staða ef ég gæti verið sem mest úti á landi. Ekkert
endilega á neinum sérstökum stað, það er bara svo
hrikalega gaman að vera úti í sveit á sumrin. Svo
þarf ég bara að vera dugleg við að hjóla um bæinn
og drekka kaffi og minna fólk þar með á mig svo það
hætti ekki að hringja í mig. Ég er lítið fyrir það að
vera með svaka yfi rlýsingar um markmið eða plön
næstu ára því þau gætu breyst á morgun og þá
þætti mér alltaf leiðinlegt að sjá einhverjar úreltar
yfi rlýsingar á prenti.
Nei, en það er fyrst
og fremst vegna þess
að ég væri engan veginn
góður fulltrúi fyrir land og
þjóð með sólgleraugu að
syngja einhver gömul
Eurovision-lög á blaða-
mannafundi.
SíÝasta sem ég...
Síðasta borg sem ég heimsótti fyrir utan
landsteinana: Svarið mitt er dálítið týpískt, en
það er Kaupmannahöfn. Ég fór að heimsækja
vinkonu mína sem býr þar. Félagsskapurinn
hefði ekki getað verið betri þótt áfangastað-
urinn hafi ekki verið sá mest framandi.
Síðasti veitingastaÝur sem ég borðaði
á: Það var á Snaps, hvorki í fyrsta né síðasta
skipti. Þar fékk ég mér fi sk dagsins sem þá
var mjög góður silungur. Ég mæli eindregið
með þeim stað.
Síðasta bíómynd sem ég horfði á:
Síðasta mynd sem ég sá í bíó var My Week
with Marilyn. Síðan grenjaði ég yfi r
sunnudagsmyndinni á RÚV í gær,
Hótel Rwanda. Ég fór að sofa með
það í huga hvað ég hefði það í raun
ofboðslega gott.
Síðasti hlutur sem ég keypti:
Ég keypti mér kaff ibolla, kókó-
mjólk og banana í hádeginu.
Síðasta húsverk sem
ég innti af hendi: Ég
þarf að inna mjög mörg
húsverk af hendi heima hjá
mér akkúrat núna en það
síðasta sem ég gerði var
að vaska upp. Maður
kemst aldrei hjá því.
Síðasta skipti sem ég
sagði einhverjum að mér
þætti vænt um
hann: Ég held að ég
hafi síðast sagt það
við Hildigunni vinkonu
mína í gær. Að svo mæltu fatta
ég að maður ætti kannski að vera
duglegri við þetta.