Monitor - 10.05.2012, Blaðsíða 21

Monitor - 10.05.2012, Blaðsíða 21
21 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 MONITOR David Cronenberg er fl inkur kvikmyndagerðarmaður sem hefur oft tekið góða spretti, ekki síst í hryllingsmyndum sem bera sterk höfundareinkenni hans. Hann hefur hins vegar yfi rleitt verið hálfgert jaðarfyrirbæri og ekki alltaf átt greiðan aðgang að áhorfendum. Dead Ringers reyndi til dæmis á þolrif margra, að maður tali ekki um sýruna Naked Lunch, Crash og eXistenZ- þvæluna. A History of Violence er því býsna jarðbundin miðað við það sem við eigum að venjast frá Cronenberg. Myndin byggir á sam- nefndri myndasögu sem fjallar um dagfarsprúðan kaffi húsaeig- anda og fjölskyldumann sem sýn- ir á sér óvænta hlið þegar hann drepur tvo morðóða ræningja án þess að depla auga. Hann verður hetja í litla heimabænum sínum og kastljós fjölmiðlanna verður til þess að mafíósar úr stórborginni gefa honum gaum. Þeir mæta til leiks og telja sig þekkja okkar mann frá fornu fari og eiga ýmislegt óuppgert við hann. Viggo Mortensen leikur hetjuna okkar á sinn yfi rvegaða hátt og ræður vel við tvöfalt eðli persónunnar, sem var áður ruddalegur ofbeld- isfauti og á ótrúlega auðvelt með að rifja upp gamla takta þegar í harðbakkann slær. Það er ekki hægt að segja annað en að það fari Cronenberg vel að vera með fæturna á jörðinni enda er þetta vinsælasta mynd hans til margra ára og kom sterklega til greina í kapphlaupinu um Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Það leynir sér þó aldrei hver er við stjórnvölinn og þótt myndin sé að mörgu leyti áhorfendavæn ristir hún djúpt og reynir á áhorfandann. Frásögnin fer rólega af stað og yfi r myndinni hvílir þægileg smábæjarró en inni á milli blossar ofsafengið ofbeldið upp og það er óhætt að segja að það sé meistaralega stílfært. Mannlegi þátturinn er þó alltaf í forgrunni og áhrif ofbeldisverkanna á líf friðsamrar fjölskyldu eru átakanleg og erfi ð. Viggo Mortensen skilar sínu verki vel en Ed Harris stelur senunni sem forn fjandi aðalpers- ónunnar. Þá setur William Hurt skemmtilegan svip á myndina og það gustar af Mariu Bello í hlutverki eiginkonu Mortensens. A History of Violence er virki-lega vönduð mynd, vel leikin og skemmtilega stílfærð. Myndin er ein besta mynd Cronenbergs um langt árabil. Hann hélt sig á sömu slóðum í Eastern Promises en er öllu mildari og ekki næstum jafn áhugaverður í A Dangerous Method sem gengur í bíó um þessar mundir. www.svarthofdi.is A History of Violence ...gagrýnir úr bunkanum ÉG MYNDI EKKI FOKKA Í ÞESSUM GAURUM Þessi þrælskemmtilega hasarmynd segir frá hópi sérsveitarmanna sem hyggst ráðast til atlögu að háhýsi í fátækrahverfi Jakarta í Indónesíu. Tilgangurinn með áhlaupinu er að knésetja eiturlyfjabarón sem hefur tögl og haldir á fíkniefnamarkaði borgarinnar, en hann heldur sig til á efstu hæð í fyrrnefndu háhýsi. Áhlaupið, sem á að vera tiltölulega átakalaust, breytist fl jótlega í martröð þegar hópurinn festist á sjöttu hæð hússins og virðist engin undankomuleið vera í sjónmáli. Allir íbúarnir virðast hliðhollir eiturlyfjabaróninum, eru gráir fyrir járnum og ætla ekki að leyfa neinum sérsveit- armanni að sleppa lifandi út. Upphefst þá ein sú mesta adrenalínferð sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Klink á Hollywood-kvarða Þó svo að söguþráðurinn sé ekki sá frumleg- asti kemur það ekki að sök því hann er í raun í aukahlutverki. Rauði þráður myndarinnar er hasar- og bardagaatriðin og tókst aðstandend- um myndarinnar ótrúlega vel til á því sviði. Þó svo að myndin hafi kostað klink á Hollywood- mælikvarða (rúmlega eina milljón dollara) tókst að kreista út ótrúlegar senur úr hverri krónu. Fyrir þá sem hafa gaman af myndum af þessu tagi er það hrein unun að horfa á aðalleikara myndarinnar smyrja hverja hnúasamlokuna á fætur annarri og í sumum atriðum skalf ég hreinlega í sætinu mínu af spenningi. Aðalleikarar myndarinnar standa sig með prýði og ber þar helst að nefna Ray Sahetapy sem setur sig óhugnanlega vel í hlutverk hins siðblinda eiturlyfjabaróns. Að mínu mati hafa bestu hasarmyndirnar frá asíska markaðnum komið frá Suður–Kóreu en það leynist augljóslega mikið af hæfi leikaríku kvikmyndagerð- arfólki í Indónesíu. Það verður því gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni og getur maður lítið annað en vonað að þetta sé forsmekkurinn af því sem koma skal. Indónesía stimplar sig inn! K V I K M Y N D THE RAID: REDEMPTION A HISTORY OF VIOLENCE HJÁLMAR KARLSSON GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR! TÖLVULEIKIR - DVD - GOS O.FL. VILTU VINNA EINTAK? 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/MAXPAYNE3 Lendir 18. maí SENDU EST MPV Í NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ EST A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Tryggið ykkur eintak í forsölu á elko.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.